Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
Skýrsla
Gjaldþrot Hafskipshf. og viðskipti
fyrirtækisins við Útvegsbankann
eru nú aftur á hvers manns vörum
eftir að skýrsla rannsóknamefndar,
sem skipuð var af Hæstarétti sam-
kvæmt lögum nr. 119/1985, var gefin
út á dögunum. Deildar meiningar
eru um ágæti skýrslunnar. Hefur
hún bæði vérið lofuð og löstuð af
alþingismönnum og ráðherrum. Allt
sem máli skiptir varðandi viðskipti
Hafskips hf. við Útvegsbankann er
birt í skýrslunni og sjálfsagt. kemur
þar margt mönnum á óvart. En það
sem ef til vill kemur mest á óvart í
skýrslunni er uppbygging æðsta
valds ríkisbankanna. I skýrslunni
kemur í ljós að það er þannig upp
um gjaldþrot
byggt að í raun ber enginn ábyrgð.
Viðskiptaráðherra hverju sinni er
æðsti yfirrnaður ríkisbankanna.
Hann skipar hins vegar ekki bank-
aráð og hefúr því ekki yfir því neitt
vald. Það eru stjórnmálaflokkamir
sem í raun skipa bankaráðið. Það
er bundið þagnareiði vegna banka-
laga og má ekki segja neinum neitt.
Bankaráð skipar aftur bankastjóra
samkvæmt lögum. Þeir mynda
bankastjóm. Hún er undir bankaráð
sett, bankaráð má engum segja neitt
og viðskiptaráðherra er æðsti maður
bankanna, án þess að bera ábyrgð
þar sem hann skipar ekki bankaráð-
in! Svona geta nú málin stundum
verið skrýtin.
Hér á eftir fara nokkrir kaflar, sem
máli skipta, úr skýrslunni, sem á
stundum er líkari reyfara en opin-
berri skýrslu. Þeir sem skipuðu
nefndina eru Jón Þorsteinsson lög-
maður. formaðiu- nefndarinnar,
Brynjólfur í. Sigurðsson dósont og-
Sigurður Tómasson, löggiltur
endurskoðandi. -S.dór.
Allt eigið fé bankans
og meiva til
í skýrslunni eru rakih viðskipti Haf-
skips og Útvegsbankans frá árinu 1974
til ársins 1984. Þar kemur í ljós að
árið 1974 var eigið fé Útvegsbankans
330 milljónir króna en lán Hafskips
og aðrar skuldbindingar námu 152
milljónum króna sem er 46% af eigin
fé bankans. Tekið skal fram að upp-
hæðir eru á verðlagi 1. október 1986
ffamreiknaðar miðað við lánskjara-
vísitölu. Síðan hækkar hlutfall lána
og annarra skuldbindinga bankans
fyrir Hafskip uns svo er komið 1980
að eigið fé Útvegsbankans er 279 millj-
ónir króna en lán og skuldbindingar
eru komnar upp í 288 milljónir króna,
sumsé meira en allt eigið fé bankans.
Næstu þijú árin lækkar þetta hlutfall
mjög vegna þess að 1981 fékk bankinn
50 milljón króna ffamlag ffá ríkis-
sjóði. En áffam halda lánin að hækka
og 1984 er eigið fé Útvegsbankans 635
milljónir króna en lán og skuldbind-
ingar við Hafskip námu þá 762 millj-
ónum króna. Hefðu þessar 50 milljónir
króna frá ríkissjóði ekki komið til
hefði eigið fé bankans verið 332 millj-
ónir króna (athugið framreikningu
allra upphæða) en lán og skuldbind-
ingar við Hafskip 762 milljónir króna.
Hlutfall af eigin fé bankans 230%.
Síðan eru birtar ýmsar töflur, þar
sem sundurliðað er hvað voru lán frá
bankanum, erlend endurlán og
ábyrgðir Útvegsbankans fyrir Haf-
skip, hlutfall lána og ábvrgða af veltu
bankans o.fl.
I inngangi skýrslunnar gerir nefhdin
grein fyrir skipun hennar, gagnaöflun
og hvemig hún starfaði það tæpa ár
sem liðið er síðan hún hóf störf. I
Orsakir gjaldþrotsins
fyrsta kafla hinnar eiginlegu skýrslu
um málið sjálft er gerð grein fyrir or-
sökum gjaldþrots Hafskips hf. og þar
segir:
Innan veggja þessa húss hafa mörg mistök átf sér stað, mistök sem hafa kostað bankann allt eigið fé og meira til.
„Svo sem áður er fram komið varð
Hafskip gjaldþrota hinn 6. desember
1985. Orsakir gjaldþrotsins em marg-
víslegar. Hafskip var alla tíð févana
fyrirtæki, sem þurfti mjkið fé til rekstr-
ar og fjárfestinga, en leysti þann vanda
með mikilli og áhættusamri fyrir-
greiðslu af hálfu Útvegsbankans. Þar
naut félagið hinna sterku manna, er
að baki því stóðu, svo og velvilja bank-
ans, sem vildi gjaman stuðla að
aukinni samkeppni í siglingum að og
frá landinu.
Helstu orsakir gjaldþrotsins má
rékja til eftirfarandi staðreynda: 1.
Langvarandi tapreksturs félagsins. 2.
Missis vamarliðsflutninganna vorið
1984. 3. Atlantshafssiglinganna sem
hófust haustið 1984.
Árin sem' hallarekstur varð á félag-
inu vom miklu fleiri en hin, sem sýndu
hagnað. Þetta er augljóst þegar árs-
reikningar Hafskips em brotnir til
mergjar. Enginn vafi er á, að þessi
langvarandi hallarekstur átti mikinn
þátt í því að félagið varð að lyktum
gjaldþrota. Þessi varanlegi halli á sér
margar skýringar eins og harða sam-
keppni, óhagstæða gengisþróun,
óarðbærar fjárfestingar, ógætilega
stjórn á félaginu o.fl.“
Síðan em rakin ýmis skakkaföll, sem
félagið varð fyrir, þar á meðal Atlants-
hafssiglingarnar sem kallaðar em -
glæfraspil hjá févana fyrirtæki - í
skýrslunni. Þá er rakið hvemig verð-
fall á kaupskipum 1981-1985 lék
félagið. Þar segir að ef afkoma Haf-
skips hefði að öðm leyti verið viðund-
andi hefði það verðfall ekki átt að
leika félagið svo grátt.
Hvað segirðu,
29.nóvember?
Skyldur og ábyigð
stjómar bankans
í kaflanum um skyldur og ábyrgð
yfirstjómar Útvegsbankans er m.a.
vitnað i bréf sem viðskiptaráðherra
ritar bankaráði Útvegsbankans 1978
vegna skýrslu bankaeftirlitsins um
alvarlega stöðu bankans. Þar segir:
„Niðurstöður þessarar rannsóknar
bera með sér að um mjög alvarlegan
misbrest virðist vera að ræða í re kstri
og stjómun Útvegsbankans. Vanrækt
hefur verið að taka fúllnægjandi
tryggingar fyrir útlánum bankans, svo
veruleg hætta er á töpum af þeim sök-
um, óeðlilega mikil fyrirgreiðsla veitt
til einstakra fyrirtækja, ekki hefur
verið farið eftir settum reglum í tékka-
viðskiptum og skýrslugjöf Útvegs-
bankans til bankaeftirlitsins verið
ófúllnægjandi og jafnvel röng. Telur
ráðuneytið niðurstöður þessar alvar-
leg tíðindi."
I bréfinu er tekið undir með Seðla-
banka um tafarlausar úrbætur en samt
gerðist ekki neitt. Þá er fjallað um
þátt bankaráðs í þessum kafla. Þar
segir að það sé einkum tvennt sem
bankaráð Útvegsbankans hafi látið
undir hofuð leggjast og þá í fyrsta lagi
að marka almenna útlánastefnu fyrir
bankann. Meðal annars hefði þurft að
kveða á um hámark útlána og ábyrgð
til einstakra viðskiptamanna með
hliðsjón af stöðu bankans á hverjum
tíma og í öðm lagi að fylgjast vel með
stærstu lánþegum bankans, skuld-
bindingum þeirra l og tryggingum.
Þessum verkefnum bar bankaráðinu
að sinna en vegna þess að það gerði
það ekki fengu bankastjóramir of
frjálsar hendur til þess að ráðstafa fé
bankans. Síðan segir orðrétt:
„Að því er Hafskip varðar þá voru
málefni þess samkvæmt fundagerða-
bók aldrei rædd í bankaráðinu frá því
inóvember 1977 þartilímars 1985. . .“
Síðan segir orðrétt:
„Þegar litið er til þess, að Útvegs-
bankinn varð fyrir það miklu tapi við
gjaldþrot Hafekips, að allt eigið fé
bankans glataðist er eðlilegt að við-
brögð „kerfisins“ séu skoðuð nánar.
Þar sem stjómendur bankans sitja
áfram, þrátt fyrir áfall bankans, þá er
eðlilegt að spurt sé, hvort ríkisbanka-
kerfið sé þannig upp byggt, að enginn
beri ábyrgð á þvi sem gerst hefúr."
í umdeildasta kafla skýrslunnar er
greint frá því að þrátt fyrir allt hafi
Alþingi kjörið 4 af 5 bánkaráðsmönn-
um Útvegsbankans aftur í bankaráð
eftir að bankinn hafði glatað öllu sínu
eigin fé og endurkjörið bankaráð hafi
ekki séð ástæðu til þess að víkja
bankastjórum Útvegsbankans frá
störfum um stundarsakir meðan rann-
sóknaraðilar væm að störfúm. Er í
þessu sambandi vitnað í hliðstætt mál
sem kom upp í Alþýðubankanum 1975.
Þá vom bankastjórar látnir víkja og
bankaráð gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.