Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 44
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert- fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku.greiðast 4.500 krónur. Fullr- ar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Flitstjóm - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Hjálparstofhun kirkjunnar Allir starfsmennimir sögðu upp með Guðmundi Einarssyni Allir núverandi starfsmenn Iljálp- arstofnunar kirkjunnai’, þar á meðal framkvæmdastjórinn, sögðu upp starfi sínu í gær. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri hefur óskað eftir þvi að verða laus úr starfi sínu eins fljótt og nokkur kostur er en aðrir starfs- menn féllust á þá ósk framkvæmda- nefridar að þeir ynnu sinn þriggja mánaða uppsagnarfrest. Framkvæmdanefnd Hjálparstofh- unar kirkjunnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi sem haldinn verður fljót- lega eftir áramót. A fundinum í gær sagði stjómar- formaðurinn, Erling Aspelund, einnig af sér. I viðtali við Guðmund Einarsson á blaðsíðum 22 og 23 í DV í dag kemur fram gagruýni hans á afstöðu ýmissa fulltrúa á kirkjuþingi þar sem rætt er um að múgæsing hafi verið látin ráða ferðinni. -V A J Beðið eftir Hófí Krakkamir á bamaheimilinu á Vífilsstöðum bíða spenntir eftir að Hófí komi aftur í vinnuna. Hólm- fríður Karlsdóttir hætti sem kunn- ugt er störfum á bamaheimilinu er hún náði kjöri sem ungfrú heimur fyrir ári. í fyrrakvöld tók hún svo kórónuna ofan og setti á höfuð Gis- elle Laronde frá Trinidad. Hófí er væntanleg til starfa á barnaheimili Vífilsstaða 1. desember. „Margir krakkanna virðast hafa fengið að horfa á beinu útsending- una frá fegurðarsamkeppninni í fyrrakvöld því í gærmorgun höfðu þeir á orði að Hófí hefði sett kórón- una á höfúðið á einhverri annarri konu,“ sögðu fóstrumar á Vífílsstöð- um í samtali við DV. Þeim bar saman um að krakkamir biðu með eftir- væntingu eftir að fallegasta fóstra í heimi hæfi störf að nýju meðal þeirra. -EIR Krakkarnir á barnaheimilinu á Vifilsstöðum skoða úrkiippusafn um frægðarferil Hólmfríðar Karfsdóttur. Nú er Hófi á leið til þeirra aftur. DV-mynd BG Komdu með í AIIKLAG4RD LOKI Veðurtiorhir á sunnudag og mánudag: Frostlaust fram yfir helgi Hjálpum þeim. Víðáttumikil lægð er á sunnanverðu Grænlandshafi sem færist austur á bóginn. Austan- og suðaustanátt verður og víðast hvar frostlaust. Skúrir eða slydduél við suður- og austurströndina en úrkomulaust annars staðar. Hiti verður á bilinu 0-3 gráður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.