Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 14
14 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. T"‘"................ — ........... ........... Islensk tunga dv íslensk tunga 80 Hamingja, gler og sjálfsmorð Það liggur ekki ljóst íyrir í fljótu bragði hvað þetta þrennt á sameigin- legt. Og ég hef enga hugmynd um það. Nema að þetta þrennt er efni þáttarins í dag. Og fleira sem of langt mál yrði að telja upp. En þannig var að Brynjar Víborg hringdi í mig um daginn og spurði hvort ég ætti brennivín. Og af því ég átti ekkert þá kenndi hann mér vísu í staðinn; annaðhvort mér til huggun- ar eða heíndar. Og vísan er svona: Lukkan er af gleri gjör; þá ef gengur manni helst í kjör: og hún skín sem skærast má: skjótlega brotnar hún oftast þá. Vísan er í Oddaverjaannáli, og und- ir annó 815, en hann var gefinn út í Kaupmannahöfn í safnritinu Is- landske Annaler indtil 1578 af G. nokkrum Storm fyrir 102 árum. Anná- llinn er hins vegar ritaður á 13du öld þannig að vísan er líklega frá þeim tíma. Á annálnum fyrir framan vísuna var líka ægilega sorgleg saga um Ragnar loðbrók, svo sorgleg að ég er búinn að gleyma henni. Vísan er á hinn bóginn bæði falleg og merkileg eins og allt sem gamalt er á íslandi. Við veitum þvi til að mynda strax athygli að lukka manna til foma hefur verið jafnbrothætt og nú á dögum. Og einnig þetta - að ég held - séríslenska fyrirbrigði, að hræð- ast vellíðan og lukku vegna þess að þegar hún standi sem hæst sé bratt fall framundan. Það sé betra að vera fátækur og óhamingjusamur því þá hafi maður engu að tapa. Hvað segir ekki málshátturinn Oft kemur grátur eftir skellihlátur? Menn mega ekki einu sinni hlæja of mikið þvi þá fara þeir að gráta! Svona geta þjóðir verið undarlegar. Annars var það orðið gler sem vakti athygli Biynjars. Hvað gerðu menn með gler árið 815? En hafa ber í huga að aldur vísunnar er óviss. Gler er skylt glas og glæsa (sbr. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson glæsileiki, glæsilegur). Líklega hefur gler verið notað í skraut til foma. Enda kemur orðið gler fyrir á nokkr- um stöðum i fomum kvæðum og þýðir þá alltaf glas. Út af þessu gleri fór ég að velta fyr- ir mér hvenær fyrst hefði verið haft gler í glugga. Það mun hafa verið í Róm á fyrstu keisaraárunum. En um leið rakst ég á forvitnilegan hlut. Það er reyndar hættuleg stað- reynd sem gæti reynst illa í höndum vissra manna. Það var þannig að Vil- hjálm þriðja kóng í Englandi vantaði peninga til að standa straum af kostn- aði við að setja nýja mynt í umferð í stað úr sér genginna peninga. í því skyni lagði hann á svokallaðan gluggaskatt. Hann skyldu allir greiða nema þeir sem vom svo fátækir að þeir greiddu hvorki kirkjugjald né fá- tækraskatt. Skatturinn var tveir skildingar á ári og viðbótarskattur fór eftir gluggafjölda á húsi skattgreiðan- dans. Væm gluggar 10-19 var lagður á viðbótarskattur upp á fjóra skild- inga. Og svo hef ég litlu við að bæta um glermál nema þessu: Ef hamingja ykk- ar er „af gleri gjör“ þá skuluð þið Urval > LESEFNI I i VIÐ ALLRA HÆFI / Tímarit íyrir MÓVEIVIBER ; \ .... 29 Sckan.rfj6H.iA* .34 SmlUneykstmeðaldn ^méghe{fengið ... 45 gS^Siro.*—56 A“*ínsk.SSSn6tim."5 . Alltaf p_ ■ — ekki bara ÁRUM SAMAIM heldur ÁRATUGUM SAMAN Áskriftar- síminn er 27022 passa að stíga ekki á hana nema á góðum skóm. Og svo sjálfsmorð o.fl. Eg lærði nýtt orð um daginn. Vissuð þið að til er sjálfsmorðstón- Iist? Og hvað er það? Jú, það er tónlist, svo leiðinleg að hlustandinn er að því kominn að fremja sjálfsmorð. Og annað nýtt orð lærði ég um dag- inn. Það er ísrop. Það er þegar maður er nýbúinn að éta mikinn ís og ropar og fær ísbragð upp í munninn. Það heitir ísrop. Og svo um banka. Orðið mun skylt bakki og bekkur. Á ensku er gjaldþrot bankmpt, dregið af frönsku bancarotta sem á íslensku gæti verið bankarotta. Þetta síðasta flaug mér í hug þegar Hallur Hallsson las í sjónvarpsfréttum upp úr skýrslu um viðskipti Útvegs- bankans og Hafskips. Og undarlegt er líka það tímanna tákn að þeir sem ráða opinberum sjóð- um og hafa klúðrað málum umbjóð- enda sinna skuli við það verða ómissandi sökum reynslu sinnar. LADA NOTAÐIR BÍLAR Sport '85 ............ 295.000,- Lux '84 .............. 145.000,- Canada Lux '85 ....... 185.000,- Safir '82 ............ 100.000,- 1200 '81 ............. 90.000,- 1500 ST '82 ........ 110.000,- Sport '84 ............ 240.000,- 1500 ST '84 ........ 160.000,- Vantar nýlega bíla á skrá. • Opið frá 10-17. ila-& Vélsleóasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 & 38600 ARCTIC CAT NÝIR SLEÐAR El Tigre árg. '87, ca 94 ho. kr 418 500,- Panthera árg. '87, ca 72 ho., verö með rafstarti kr. 362 000 Cougar árg. '87, ca 56 ho...........kr. 319.000. Cheetah F/C árg. '87, ca 56 ho ...........kr 349.000. Cheetah L/C árg. '87, ca 94 ho....................kr. 436.000. Allir ofangreindir sledar eru meó jafnvægis- stong. Verö til b.orgunarsveita Cheetah F/C árg '87, ca 56 ho.........kr. 184.800, Cheetah L/C árg. '87, ca 94 ho„.... kr. 220 600 Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. VERIÐ VELKOMIIM Vélsleöasalan BIFREIÐAR & LaNDBÚNAÐARVÉLAR 84060 £> 38600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.