Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBÉR 1986.
Handknattleikur unglinga
Valsmenn
brugðust
aftur
Forkeppni íslandsmótsins,
4. flokkur karla
E-riðill 4. ílokks karla var
spilaður um sl. helgi. Eins og
ég sagði M í grein minni sl.
laugardag tókst ekki að ljúka
þessum riðli á tilsettum tíma
vegna þess að Valsmenn, sem
höfðu umsjón riðilsins með
höndum, brugðust skyldum
sínum algerlega og mættu
ekki. Það verður að segjast
eins og er að framkvæmd
Jii V • 'Wi Umsjón:
ut * ' , ^ Ragnar
yL & Hermanns-
BPk? ím son
Valsmanna á keppninni um
sl. helgi var með eindæmum
léleg. Þegar keppni átti að
hefjast á laugardagsmorgun-
inn var enginn mættur M
handknattleiksdeild Vals til
að sjá um tímavörslu og rit-
arastörf. Þjálfarar þátttöku-
liðanna urðu að hlaupa í
skarðið. Eftir tvo fyrstu leik-
ina varð síðan að gera
klukkutíma hlé vegna þess að
í Valsheimilinu, en þar fór
keppnin fram, var verið að
æfa fótbolta.
Valsmenn hafa með þessu
sett ljótan blett á nafn sitt en
ég trúi því ekki að óreyndu
að þeir taki sig ekki saman í
andlitinu og láti verkin tala
það sem eftir lifxr vetrar.
Félög, sem ekki geta sinnt
sínu hlutverki hvað fram-
kvæmd mótahalds vai'ðar,
ættu ekki að fá að vera með.
Það að spila í Valsheimilinu
er hneyksli út af fyrir sig.
Völlurinn er allt of íítiil, eng-
in aðstaða er fyrir varamenn
og þjálfara, allar innáskipt-
ingar eru ólöglegar, engar
markatöflur eða klukkur eru
til staðar og svona mætti lengi
telja. Mikil óánægja var hjá
leikmönnum og þjálfurum
þátttökuliðanna fjögun-a og
það er alveg ljóst að svona
nokkuð má ekki endurtaka
sig.
Úrslit leikja urðu:
VikingurÁrmann 20-12
Víkingur-Grindavík 18- 6
Víkingur-Haukar 10-13
Haukar-Ármann 7-12
Haukar-Grindavik Haukar unnu
Ármann-Grindavík 10- 9
Lokastaðan í riðlinum.
1. Víkingur
2. Haukar
3. Armann
4. Grindavik
4 stig
4 stig
4 stig
0 stig
lnnbyrðis úrsht í leikjum
Víkings, Hauka og Ármanns
ráða röð þeirra í riðlinum.
Víkingur fer í 1. deild.
Haukar í 2. deild, Ármann í
3. deild og Grindvíkingar
leika í 4. deild.
Leiðrétting
í grein um úrslit í forkeppni 2.
flokks karla og skipan liða í deild-
ir í 1. umferð íslandsmótsins
slæddist inn villa. Fjórða deildin
var gerð að þriðju deild í greininni
og hvaða lið skipa þriðju deild i
2. flokki karla kom ekki fram.
Rétt lítur þetta þannig út.
3. deild: Fram, Valur, ÍR, UMFN
og UBK.
4. deild: Fylkir, Ármann, Þróttur
ogÍBV.
25
VAKTÞJÓNUSTA HEIMIUSLÆKNA
Frá og með 15. nóvember nk. tekur Læknavaktin sf. við rekstri sameiginlegrar vitjunarþjónustu læknavakt-
arinnar I Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Samtímis fellur niður göngudeildarþjónusta heimilis-
lækna, sem áður var i húsnæði Landspitalans.
Læknavaktin mun frá þeim degi sameina upplýsinga-, vitjana- og móttökuþjónustu i húsnæði Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Barónsstíg, þar sem tannlæknaþjónustan var áður.
Allar nánari upplýsingar verða veittar af hjúkrunarfræðingum og læknum vaktarinnar í síma 21230, frá
kl. 17.00-08.00 virka daga, en allan sólarhringinn á helgi- og stórhátíðardögum.
Læknavaktin sf. Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Ltc college
OF ENGLISH
Rccognised as efficient by The British C'.ouncil
Á fallegum orlofsstað við sjóiiui, í East-
boume á suðurströnd Englands. Nám-
skeið frá þrem vikum upp í eitt ár.
Heimavist eða gisting á heimilum.
Vinsamlega útfyilið eyðublaðið og sendið
Principal (DV), ______
LTC College of English
Compton Park, Compton Place Road, |
Eastbourne, Sussex, England BN21 ÍEH |
Tel: 27755Tlx. 877440 PBURNS LTC G|
| Vinsamlega sendið bækling ykkar. Ég hef áhuga á:
I
□ ítarlegu almennu enskimámi
□ Ensku fyrir einkaritara
□ Ensku fyrir verslun, viðskipti og
hótelstjóm
□ Sumamámskeiöum
Nafn.......
Heimilisfang .
..Hr/Fr
............... IDV) j
* Gufuþvoum vélar og felgur
* Djúphreinsum sætin og teppin
* Notum eingöngu hið níðsterka
Mjallarvaxbón
* Þvottur, tjöruþvottur og
fyrír aðeins 400 krónur
+ Sprautum felgur
• •
HOFÐABON
Höfðatúni 4 - Sími