Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 5 Fréttir Olíufélögin í samkeppni við kaupmenn Óánægja í mövgum svertarfélögum vegna þessa í mörgum sveitarfélögum úti á landi, einkum þeim minni, er mikil óánægja með þá samkeppni sem stöðvar olíufélaganna veita verslun- um á þessum stöðum. Óánægjan stafar af því að olíufélögin greiða ekki aðstöðugjald heldur aðeins landsútsvar og því telja sveitarfélög- in sig tapa stórfé á þessu. Undanfarið hafa stöðvar olíufélaganna víða aukið vöruúrval sitt þannig að um harða samkeppni er að ræða milli þeirra og verslana á viðkomandi stöðum. Kristján Jóhannesson, sveitar- stjóri í Hveragerði, sagði í samtali við DV að þar á staðnum væri Olís með bensínstöð og vöruúrvalið þar væri orðið eins og í kjörbúð. Á sama tíma fá kaupmenn ekki að versla með olíuvörur og væri mikil óán- ægja bæði hjá kaupmönnum og sveitarstjóm með þetta mál. „Ég hef ekki nákvæma tölu um veltu Olís en menn telja að hún sé um 60 milljónir króna á ári og af þessu greiðir bensínstöðin aðeins landsútsvar sem við að vísu fáum hlut af. En ef Olís greiddi aðstöðu- gjald vegna þessarar verslunar sinnar fengi hreppurinn 500 þúsund krónum meira. Auk þess dregur verslun Olís úr verslun hjá kaup- mönnum, sem þá aftur greiða minna til hreppsins eftir því sem verslun þeirra minnkar. Kristján benti á að þetta gerðist á sama tíma og ríkið dregur úr greiðslu til jöfhunarsjóðs sveitarfé- laga. Allt yrði þetta til að skerða ráðstöfunarfé sveitarfélaganna. -S.dór Bylgjan norður? Jón G. Hauksson, DV, Akureyn; „Ef það verður mögulegt fyrir okkur að senda norður, án mikils kostnaðar, þá gerum við það. Póstur og sími er að skoða þessi mál fyrir okkur en það liggur ekki fyrir hversu mikill kostn- aðurinn er og hvaða svæði við náum,“ sagði Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, í gær um hugsanlegar útsendingar stöðvarinnar á Akureyri. Einar sagði enn fremur að Bylgjunni lægi ekkert á í þessum efhum. Stöðin næði þegar til svo stórs hluta þjóðar- innar. Um samvinnu við Útvarpsfélagið á Akureyri sagði Einar að ekkert væri ákveðið í þeim efhum ennþá. „En ég hef sagt það áður að ef ýms- ir aðilar úti á landi vilja spreyta sig og reka eigin staðbundnar útvarps- stöðvar þá erum við tilbúnir í sam- starf.“ Síldarverðið verður óbreytt - seljendur láta bóka móbnæli Yfírnefnd Verðlagsráðs sjávarút> vegsins hefur ákveðið að síldarverð skuli haldast óbreytt út vertíðina. Það þýðir að verð fyrir síld sem er 30 sm eða stærri er 6 krónur fyrir kílóið en 3 krónur fyrir kílóið af minni síld. Ákvörðunin var tekin af oddamanni nefndarinnar og fulltrúum kaupenda, gegn atkvæðum seljenda, þ.e. útgerð- armanna og sjómanna. Seljendur létu bóka mótmæli við þessa verðákvörðun sem er lækkun um 2 krónur á kíló síðan í fyrra. í bókuninni kemur fram að seljendur hafa aldrei fyrr fengið jafnlítið í sinn hlut og nú. Verð fyrir síld til Sovétríkj- anna er 3.500 kr. fyrir hverja tunnu og fá seljendur aðeins 17% af því verði í sinn hluta eða 600 krónur en 2.900 krónur fara í söltun, umbúðir, sölu og flutningskostnað. -S.dór Vísitalan á uppleið Samkvæmt útreikningi kauplags- nefndar var vísitala framfærslukostn- aðar miðað við verðlag í nóvember- byrjun 179,22 stig, eða 2,05% hærri en í októberbyrjun. Síðustu tólf mánuði hefur framfærslukostnaður hækkað um 15,4%. Hækkun vísitölunnar um 2,05% á einum mánuði frá október til nóvember svarar til 27,6% árshækk- unar, en undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7% sem svarar til 15,6% verðbólgu á heilu ári. Af þessari 2,05% hækkun nú stafar um 0,7% af hækkun á verði matvöru, 0,1% af hækkun á verði fatnaðar, 0,3% af hækkun húsnæðisliðs og um 1% af hækkun á verði ýmissa vöm- og þjónustuliða. Þessi hækkun vísi- tölunnar er nokkuð fyrir ofan þau viðmiðunarmörk sem sett vom með febrúarsamkomulagi ríkisstjómarinn- ar og verkalýðshreyfingarinnar og hafa menn lýst yfir áhyggjum vegna þessa. -S.dór NI5SAH PATROL NISSAN PMROL ^BBBÍLASÝNING laugardag og sunnudag kl. 14.00—17.00 Mesta fjórhjóladrifsúrval landsins samankomið á einum stað Allt frá litlum fjórhjóladrifs fjölskyldubílum og upp í það stærsta og flottasta í jeppum SUBARU J 12 JUSTY 4WD kemur nú með mun stærri vél og 3 ventla á hvern strokk. Snaggaralegur fjórhjóladrifinn sportbill. SUBARU STATION WAGON 4 WD með ýmsum breytingum t.d. nýtt grill, Ijós og vél, sem hefur nú aukinn togkraft (Torque). NISSAN PATROL TURBO 4WD HIGH ROOF 8 manna jeppi. Það er engin tilviljun að björgunarsveitir halla sér að NISSAN PATROL, þær geta ekki tekið áhættur. Aðeins þrælöryggir jeppar standast það álag sem björgunarstarfi fylgir. NISSAN DOUBLE CAP 4WD DIESEL . Fjögurra dyra 5 manna pallbíll. 'r Sannkallað torfærutæki, með rými fyrir alla fjölskylduna um helgar og vinnuflokkinn virka daga. NISSAN PATROL 4WD DIESEL 8 manna jeppi SUBARU E 10 4WD HÁÞEKJUBÍLL, rúmgóður 6 manna feröabíll með sóllúgu og þakgluggum auk ýmislegra nýjunga t.d. snúningur á framsæti, miðsætum breytt í borð o.fl., sem forvitnilegt er að kynnast. ■BnHOMMaMBM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.