Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. L VEMBER 1986. 29 GRANTA ~ MORE DIRT ö -r'A \\níiiiu Ironi Aiwhgi Nýttfrá Ameríku GRANTA 19. Ritstjóri: Bill Buford. Granta Publications og Penguin Books, 1986. Fyrir þremur árum birti tímaritið Granta verk ungra bandarískra rithöfunda undir samheitinu Dirty Realism. Það nafn gaf nokkuð til kynna viðfangsefni og frásagnar- máta höfundanna. Sögur þeirra lýstu gjaman mannlífi í öngstræt- um ríkasta samfélags jarðarinnar. Þetta nýjasta tölublað Granta er á sama hátt helgað bandarískum höfundum. Sumir em þeir sömu og í áðumefnda tölublaðinu, aðrir yngri og óþekktari. En sögusviðið er áþekkt. Meðal þekktari höfundanna em John Updike og Louise Erdrich, sem vakti mikla athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Love Medicine, fyrir fáeinum árum. Af öðm efni þessa tölublaðs er ástæða til að vekja athygli á frá- sögn i máli og myndum frá Norður-írlandi og grein eftir Primo Levi um tilurð ævisögu sinnar, The Periodic Table. RUGHBROGAN t THE [’KUCAK HISTOKV or ÍHE UnitedStatesof America Saga Banda- ríkjanna THE PELICAN HISTORY OFTHE UNITED STATES OF AMERICA. Höfundur: Hugh Brogan. Penguin Books, 1986. Saga Bandaríkja Norður-Amer- íku er að mörgu leyti ævintýri líkustu. Þetta land, sem á að baki einungis rúmlega tvö hundmð ára sögu sem sjálfstætt ríki, hefur á þeim sögulega séð örskamma tíma risið úr smauð í öflugasta risaveldi jarðarinnar. Slík þróun á sér ekki stað án mikilla átaka og ríks hæfi- leika landsmanna til að grípa þau tækifæri sem gefast, nýta þær auð- lindir sem til staðar em, sækja óhikað fram á veg þrátt fyrir and- streymi og áhættu. Þessa merkilegu sögu segir breski sagnfræðingurinn Hugh Brogan á afar læsilegan og skemmtilegan hátt í þessari um sjö hundmð blaðsíðna bók. Reyndar fer hann mun lengra aftur í fortíð- ina, því bókin hefst á landnámi Ameríku fyrir tugþúsundum ára, en megináherslan er á þróun mála eftir að Bandaríkin heimtu sjálf- stæði í blóðugri styrjöld við Breta, allt fram til ársins 1974 að Richard Nixon neyddist til að segja af sér forsetaembætti. Þetta verk á fyllilega skilið það mikla lof sem á það hefur verið borið af leikum sem lærðum áhugamönnum um sögu Banda- ríkjanna. Erlend bóksjá Sovésk íhlutun í stríðs- átökum í þriðja heiminum THE USSR IN THIRD WORLD CONFLICTS. Höfundur: Bruce D. Porter. Cambridge University Press, 1986. Staða Sovétríkjanna í samfélagi þjóð- anna hefur tekið umtalsverðum breytingum á þeim áratugum sem liðnir eru frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Meginbreytingin er sú að ■ stjómendur þessa risaveldis hafa markvisst unnið að því að komast jafhfætis Bandaríkjunum að hemað- armætti og stórveldisáhrifum. Og eftir því sem aukið jafhræði hefur komist á í hemaðarmætti risaveldanna hafa sovéskir ráðamenn látið meira til sín taka á alþjóðavettvangi, meðal annars í þróunarríkjunum. I þessari yfirveguðu og velrökstuddu bók bandaríska stjómmálafræðingsins dr. Bmce D. Porter, sem hefúr einkum kynnt sér utanríkisstefnu Sovétríkj- anna, er rakið hvemig sovésk íhlutun í hemaðarátökum landa þriðja heims- ins hefur magnast stig af stigi. Hann gefúr greinargott yfirlit um þessa þró- un og skýrir þá eflingu hemaðarmátt- ar á mörgum sviðum sem var forsenda aukinna afskipta Sovétmanna af vopnaviðskiptum fjarlægra þjóða. En meginefni bókarinnar er samanburð- arathugun á fimm styrjöldum þar sem Sovétmenn komu við sögu með einum eða öðrum hætti. THE IISSR tNTHIRD WORLD Soviet Arms and Diplomacy in LocaS Wars 1945-1980 BRUCE D. PORTFR Þau dæmi sem dr. Porter greinir sérstaklega em borgarastyrjöldin í Jemen á sjöunda áratugnum, 'borgara- styrjöldin í Nígeríu, októberstríð ísraelsmanna og Araba árið 1973, borgarastyrjöldin í Angóla eftir að sú fyrrum nýlenda Portúgala fékk sjálf- stæði og Ogadenstríðið milli Sómalíu og Eþíópíu árið 1977. í hverju tilviki gerir höfhndur grein fyrir sögu áta- kanna, orsökum þeirra, vopnasend- ingum og annarri hemaðaraðstoð Sovétmanna, þar á meðal notkun hemaðarsérfræðinga og í sumum til- vikum kúbanskra hermanna, samspili risaveldanna vegna stríðsrekstursins, þætti Kínverska alþýðulýðveldisins og loks niðurstöðu deilunnar með sér- stöku tilliti til taps eða gróða Sovét- manna. Sú mynd sem dr. Porter bregður upp af sovéskum ráðamönnum sýnir okkur gætna en kaldrifjaða tækifærissinna. Hann telur Ijóst að Sovétmenn hafi ekki átt upptökin að neinum þeirra stríðsátaka sem hann fjallar um en þeir hafi sýnilega byggt ákvörðun sína um íhlutun á staðgóðri þekkingu á aðstæðum og raunsæu mati á líklegri niðurstöðu. Þeir hafi gripið þau tæki- færi sem gáfust og orðið frakkari við hverja nýja lotu. I þeim árangri, sem íhlutun til dæmis í Angóla og Ogad- en-stríðinu skilaði, liggur vafalaust ein af rótum vanhugsaðrar innrásar Sov- étmanna í Afganistan. Mikilvægi þeirrar sögu sem hér er rakin er óumdeilanlegt. Og gildi verksins felst ekki hvað síst í því að hér er fjallað um hápólitísk ágrein- ingsefni af viðamikilli þekkingu. nákvæmni og hleypidómalausu raun- Gagnleg heilaleikfimi MIND BENDERS: GAMES OF SHAPE og GAMES OF CHANCE. Höfundur: Ivan Moscovich. Penguin Books, 1986. Hér eru tvær bækur sem reyna svo sannarlega á heilasellumar. Höfund- urinn, Ivan Moscovich, hefur safhað og búið til heilabrot af ýmsu tagi árum saman, en er annars kunnastur fyrir að hafa 'komið á laggimar og stjómað um árabil merkilegu tækni- og vís- indasafhi i ísrael. Hér hefur hann safnað saman ri.'cim- ur tegundum þrauta sem drátthagir menn hafa síðan fært í mjög aðlaðandi búning. Annars vegar er höfðað til þess hvort lesendur séu talnaglöggir, hins vegar hversu auðvelt þeir eiga með að átta sig á lögun hluta þegar mörg aukaatriði blekkja augað. Sumar þessara þrauta em næsta auðveldar, en aðrar vemlega flóknar. Að sjálfsögðu fylgja lausnir og skýr- ingar i lok bókanna. Bækur sem þessar sameina það tvennt að vera til nokkurs gamans og skerpa athyglisgáfuna. Þess má geta að sjálf forsíða bókanna felur í sér þraut. Þegar myndunum er raðað sam- an mynda þau tvö orð, á ensku að sjálfsögðu. Reynið nú! Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. Bob Geldof: IS THAT IT? (1) 2. Jean M. Auel: THE MAMMOTH HUNTERS. (2) 3. M. Smith & G. R. Jones: THE LAVISHLY TOOLED SMITH AND JONES INSTANT COFFEE TABLE BOOK. (-) 4. Douglas Adams: THE UTTERLY, UTTERLY MERRY CHRISTMAS COMIC RELIEF BOOK. (-). 5. Edmondson, Leigh og Lepine: HOW TO BE A COMPLETE BASTARD. (7) 6. P. D. James: A TASTE FOR DEATH. (3). 7. Jolliffe & Mayle: WICKED WILLIE’S GUIDE TO WOMEN. (-) 8. Maureen Lipman: HOW WAS IT FOR YOU? (4) 9. Clive James: FALLING TOWARDS ENG- LAND. (-) 10. Peter Acroyd: HAWKSMOOR. (5) (Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bókar vikuna á undan. Byggt á Tha Sunday Tlmea). Bandaríkin: 1. Danielle Steel: SECRETS. 2. Joseph Wambaugh: THE SECRETS OF HARRY BRIGHT. 3. Stephen King: THE BACHMAN BOOKS. 4. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 5. V. C. Andrews: DARK ANGEL. 6. Carl Sagan: CONTACT. 7. Anne Rice: THE WAMPIRE LESTAT. 8. Irving Wallace: THE SEVENTH SECRET. 9. Anne Tyler: THE ACCIDENTAL TOURIST. 10. Kurt Vonnegut: GALAPAGOS. Rit almenns eðlis: 1. Shirley MacLaine: DANCING IN THE LIGHT. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Beryi Markham: WEST WITH THE NIGHT. 4. Tracy Kidder: HOUSE. 4. Lee lacocca og W. Novak: IACOCCA: AN AUTOBIOGRAPHY. 5. Chuch Yeager, Leo Janos: YEAGER. (Byggt á The New York Times Book Review.) Danmörk 1. Alice Walker: FARVEN LILLA. (1). 2. Tove Ditlevsen: BARNDOMMENS GADE. (3). 3. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (2). 4. Régine Deforges: PIGEN MED DEN BIÁ CYKEL. (4). 5. Régine Deforges: I KRIG OG KÆRLIGHED. (8). 6. Stefan Sweig: SKAKNOVELLE. (5). 7. Umberto Eco: ROSENS NAVN. (6). 8. Régine Deforges: DJÆVELEN LER STADIG. (9). 9. Desmond Morris: DEN NÖGNE ABE. (10). 1 . Fay Weldon: EN HUNDJÆVELS BEKEND- ELSER. (-). (Byggt a Politiken Söndag). wmmmmmim YASHARKEMAL Umsjón: Elias Snæland Jónsson Sjómaður á Marmarahafi THE SEA-CROSSED FISHERMAN. Hölundur: Yashar Kemal. Methuen, 1986. Tvrkneski rithöfundurinn Yas- har Kemal er sagnaskáld af guðs náð. Fyrsta skáldsaga hans. sem á enskri tungu kallast „Memed. my Hawk“'og hefur verið kvikmyn- duð, hlaut verðskuldaða viður- kenningu og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Nýjasta skáldsaga Kemal er áhugaverð og oft hrífandi frásögn af lífshlaupi aldraðs sjómanns. Se- lim, og nánu sambandi hans við sjóinn, Mai-marahafið, þar sem hann hefur stundað veiðiskap um áratuga skeið á litla bátnum sín- um. Sagan fjallar um ást hans á konu endur fyrir löngu, og á höfr- ungunum sem af græðgi er útrýmt á skömmum tíma. Selim er um flest sérstæður, fer sínar eigin leiðir án mikilla samskipta við aðra menn. Engu að síður verður fundur hans og ungs morðingja, Zeynel Celik, afdrifarikur fyrir þá báða. Eftirminnileg saga um gamlan mann sem leitar á hugann löngu eftir að lestrinum er lokið. CHARLES ÐICKEJíS Jólasaga Dickens A CHRISTMAS CAROL. Höfundur: Charles Dickens. Myndskreytingar: Peter Fluck og Roger Law. Penguin Books, 1986. Charles Dickens var kominn á hátind frægðar sinnar þegar hann samdi A Christmas Carol árið 1843. Upphaflega hafði hann í huga að semja ritgerð um ömurleg lífskjör fátækra barna og nauðsyn aðgerða til að bæta aðbúnað þeirra og menntun. En við nánari athugun fannst honum mun áhrifameira að skrifa stutta sögu sem vafalaust yrði lesin af mun fleirum en þurr ritgerð. Þannig varð til sagan um nískupúkann Scrooge sem varð að nýjum og betri manni við að hitta anda fortíðar, nútíðar og framtíð- ar. Hún hlaut strax við fyrstu útgáfu geipilegar vinsældir sem haldist hafa fram á okkar daga. Þessi útgáfa sögunnar er hin veglegasta þar sem margar lit- myndir af mögnuðum brúðum, sem gerðar hafa verið af helstu sögu persónunum, prýða hana. Höfund- ar brúðanna eru þeir hinir sömu og eiga heiður af brúðunum í sjón varpsþáttunum „Spitting lmage‘ sem sýndir eru á Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)
https://timarit.is/issue/190878

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)

Aðgerðir: