Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 13
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 13 Fréttir Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. Nú er gaman að líta í gluggana hjá okkur... Jólasveinarnir eru til að minna á, aö nú er rétti tíminn til að láta Rammagerðina lrnmnír 4 Irroíl/ ganga frá jólapökkunum til IMJIIIIIII a IVICIIV vina og ættingja erlendis. Sendum um allan heim. RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 Framtíð Útvegsbankans brotin til mergjar um helgina: Heilastormur hjá stjórnarflokkunum Það verður sannkallaður heila- stormur hjá stjómarflokkunum um helgina, einkum Framsóknarflokkn- um. Ætlunin er að brjóta til mergjar máleíhi Otvegsbankans og ná sam- komulagi um framtíð hans. Mjög skiptar skoðanir eru innan stjómar- flokkanna um málið. Sjálfstæðismenn em helst með stórum einkabanka en framsóknarmenn með sameiningu og fækkun ríkisbanka. Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er brýnt að ljúka þessu máli í næstu viku. Útvegsbank- inn stendur það höllum fæti og starfar núna á ábyrgð Seðlabankans sem gengur ekki öllu lengur. Ennfremur eykst sífellt tap hans af Hafskipsmál- um meðan afleiðingum þeirra er ekki eytt. Þingflokkur sjálfstæðismanna er í aðalatriðum fylgjandi þeirri megintil- lögu bankastjórnar Seðlabankans að stofhaður verði stór einkabanki með sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðar- banka og Verslunarbanka, ef til vill með hlutdeild sparisjóða, fyrirtækja, einstaklinga og samtaka. Þingflokkur framsóknarmanna er miklu fremur fylgjandi samruna ríkisbankanna þriggja í tvo, einkum með sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Ljón í veginum Ljóst er að ekki verður auðvelt að fella Útvegsbankann inn í stóran einkabanka, jafrivel þótt vilji væri fyr- ir því að stofria hann, sem ekki liggur fyrir. Útvegsbankinn hefur gríðarm- iklum skyldum að gegna við sjávarút- veginn víða um land sem ekki teljast almennt samræmast ýtrustu banka- legum hagsmunum eins og að þessum málum er staðið hér á landi. Hlutaijár- eigendur hafa ekki mikinn áhuga á að taka slíka fyrirgreiðslustarfsemi á sínar herðar. Annað eru menn mjög efins um og er það áform bankastjómar Seðla- bankans um að sá banki verði helm- ingshluthafi í stóra einkabankanum fyrst um sinn. En hlutafé Útvegs- bankans yrði að koma úr sjóðum Seðlabankans þar sem eigið fé Útvegs- bankans er næstum þorrið. Meðal annars telur forsætisráðherra það afar hæpið að Seðlabanki, sem hafi það hlutverk að reka eftirlit með við- skiptabönkunum, taki beinan þátt í slíkum bankarekstri. Loks liggur alls ekki fyrir að Iðnað- arbanki og Verslunarbanki geti lagt íiram 850 milljóna króna hlutafé á móti annarri eins upphæð sem Seðla- bankinn tæki að sér að tryggja. Enn sem komið er hafa engar viðreeður farið fram við eigendur þessara tveggja banka um raunverulega sam- einingu. Það liggur því ekki fyrir að þeir gangi til sameiningar við Útvegs- bankann og fleiri. Samningar um slíkt verða svo ekki hristir fram úr er- minni, standi þeir á annað borð til. Vandi stjórnarflokkanna Það sem stjómarflokkamir geta gert um helgina er því varla annað en að nú saman innbyrðis um eina megin- stefnu í málum Útvegsbankans. Það er enda nauðsynleg byrjun. Áður en sú ákvörðun liggur fyrir þýðir ekkert fyrir aðra aðila að spá í aðild að lausn- inni eða að reyna að meta framtíðar- skipulag bankamálanna. Það liggur fyrir að Alþýðubandalag- ið vill ríkisbankaleiðina. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, segir ríkisbankakerfið hafa sannað að það sé ónýtt og stefnan eigi að vera sú að leggja alla ríkisbanka af. Kvennalistinn hefúr verið með rík- isbankaleiðinni en lokar ekki á stóra hlutafélagsbankann að svo komnu máli. Afstaða stjómarandstöðuflokkanna mun þó ekki ráða úrslitum til eða frá því Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við DV að stjómarflokkanir myndu ekki leggjámálið fyrir öðmvísi en með samkomulagi sín á milli. Hann taldi víst að það samkomulag næðist og sagði að það yrði að nást í næstu viku. -HERB Höfum fengið þessi vinsælu rúm í 4 viðar- og áklæðislitum. Einnig járnrúmin margeftirspurðu í 90 - 120 - 160 cm breiddum. Litir: bleikur - svartur- hvítur. ATH! Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 14-17. BAY JACOBSEN® heilsudýnurnar og koddarnir nú fyrirliggjandi. Pantanir óskast sóttar. Sendum í póstkröfu um land allt. Grensásvegi 12 simi688140-84660. Sdjið Vinnið ykkur inn vasapeninga. Komið á afgreiðsluna um hádegi virka daga. Þverholti 11 AFGREIÐSLA Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign- inni Trönuhrauni 5, Hafnarfirði, þingl. eign Kjörviðar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri þriðju- daginn 18. nóvember 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.