Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 38
38
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, sem auglýst var í 23., 26. og 29. tölublaði Lögblrtingablaðs-
ins 1983 á eigninni Kársnesbraut 90, hluta, þingl. eign Árna Helgasonar, fer
fram að kröfu Róberts Áma Hreiðarssonar hdl. og Olafs Thoroddsen hdl. á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. nóvember 1986 kl. 10.30.
______________________Bæjarfógetinn i Kópavogi
Nauðungaruppboð
annað og síðara, sem auglýst var í 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1982 á eigninni Skeifu við Nýbýlaveg, þingl. eign Kristínar Viggósdóttur,
fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi, Steingrims Eiríkssonar
hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl„ Veðdeildar Landsbanka íslands og Bæjar-
sjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þríðjudaginn 18. nóvember 1986 kl. 11.15.
______________________Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 152., 155. og 160. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Birkigrund 18, þingl. eign Gunnars Haukssonar og Elísabetar Ing-
varsdóttur, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka islands og Brunabótafé-
lags íslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. nóvember 1986 kl. 11.30.
_______________________Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 136., 140. og 142. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Álfatúni 25, hluta, tal. eign Þórfríðar Magnúsdóttur, ferfram að kröfu
skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Bæjar-
sjóðs Kópavogs og Sigurðar Sigurjónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 19. nóvember 1986 kl. 10.00.
___________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi
Nauðungaruppboð
annað og síðara, sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1985 á eigninni Furugrund 50, hluta, þingl. eign Jóns Snorrasonar og
Katrínar Hrafnsdóttur, fer fram að kröfu Guðjóns Armanns Jónssonar hdl.,
Friðjóns Amar Friðjónssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Bæjar-
sjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 10.15.
______________________Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 12., 18. og 21. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Selbrekku 40, tal. eign Sighvats Blöndal, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs
Kópavogs, Landsbanka Islands, Verslunarbanka íslands, skattheimtu ríkis-
sjóðs i Kópavogi, Brunabótafélags islands, Guðjóns Ármanns Jónssonar
hdl. og Brynjólfs Kjartanssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóv-
ember 1986 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn i Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Kjarrhólma 12, hluta, þingl. eign Þorkels Guðmundssonar, fer fram að
kröfu Landsbanka islands og Tryggingastofnunar rikisins á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 56., 61. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986, á eign-
inni Kjarrhólma 32, hluta, þingl. eign Einars Sumarliðasonar, fer fram að kröfu
Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvemb-
er 1986 kl. 15.00.
___________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Reynigrund 65, þingl. eign Sveins Gústafssonar, fer fram að kröfu
Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1986
kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
annað og síðara, sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1984 á eigninni Bröttubrekku 4, þingl. eign Jóhanns Boga Guðmunds-
sonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs og Brunabótafélags íslands
á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. nóvember 1986 kl. 16.15.
'__________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Túngötu 6, Bessastaðahreppi, þingl. eign Krist-
jáns Harðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. nóvemþer 1986
kl. 17.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Sjávargötu 21, Bessastaðahreppi, tal. eign Gunn-
ars Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. nóvemþer 1986
kl. 18.00. *
____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Bygggörðum 5, Seltjarnamesi, þingl. eign Kvikk
sf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 16.30.
____________________Bæjarfógetinn á Selljarnarnesi.
Indverskur kvikmyndaiðnaður:
Framleiðslan
að stöðvast
1 meira en tvo áratugi hafa verið
framleiddar á Indlandi fleiri kvik-
myndir en þekkist í öðrum löndum
heims. Langflestar myndanna eru
framleiddar í kvikmyndaverum í út-
hverfum Bombay.
Nú er þó svo komið að framleiðend-
ur í borginni, sem kölluð hefur verið
Hollywood Indlands, sjá fram á sam-
drátt í iðngreininni vegna þess að
ólöglegum myndbandaútgáfum fjölgar
og sjónvarpið nýtur stöðugt vaxandi
vinsælda.
Og fleira kemur til. Síðustu þrjár
vikumar hafa um 100 þúsund starfs-
menn kvikmyndaveranna ekki mætt
til vinnu til að mótmæla ákvörðun
stjómar Maharashtraríkis, þar sem
Bombay er höfúðborgin, um að leggja
aukaskatt á kvikmyndaframleiðslu.
„Þetta var komið sem fyllti mælinn,"
segir Yash Chopra kvikmyndafram-
leiðandi.
Framtíðin ótrygg
Eigendur kvikmyndahúsa lokuðu
einnig sölum sínum í einn dag til að
sýna framleiðendunum samstöðu.
Lokunina bar upp á helsta hátíðis-
daginn þar um slóðir. Þann dag
fjölmenna Indverjar í kvikmyndahús-
in þannig að lokunin hafði víðtæk
áhrif og vakti verulega athygli á vanda
kvikmyndaiðnaðarins.
Álagning aukaskattsins hefur verið
á döfinni í nokkum tíma. Undanfarið
ár hefur stjómin verið að hækka sölu-
skatt á aðgöngumiðum um leið og
verði þeirra hefúr verið haldið niðri.
Það er sagt gert til að tryggja að Ind-
verjar snúi ekki baki við innlendum
kvikmyndum.
Árangurinn af þessum ráðstöfunum
er sá að hagnaður kvikmyndaveranna
hefúr stöðugt farið minnkandi. Fjár-
festing í kvikmyndum þykir ótrygg og
jafnvel frægustu stjömumar em fam-
ar að kvarta yfir tekjutapi.
Það gerir framtíð kvikmyndaiðnað-
ar á Indlandi enn ótiyggari að ýmsum
þykir sem framleiðslan hafi staðnað í
sömu formúlunum sem jafrivel hafi
verið látnar ganga áratugum saman.
í indverskri kvikmyndagerð gætir alls
ekki sömu fjölbreytni og þekkist á
Vesturlöndum.
Ný viðhorf
I indverskum kvikmyndum hefur
lengi þótt nauðsynlegt að blanda sam-
an öllum helstu afbrigðum kvikmynd-
anna í eina blöndu sem þar í landi
gengur undir nafninu masala. í þannig
myndum er í einu boðið upp á ástar-
sögur, slagsmál, dans og söng.
Hluti vandans er sá að indverskir
áhorfendur eru orðnir vandlátari en
lengi var og láta sér nægja að sjá
hverja mynd einu sinni. Til skamms
tíma var það vel þekkt venja að fara
að sjá hverja mynd jafnvel fimm eða
tíu sinnum.
Meðan svo var gátu myndir gengið
í kvikmyndahúsunum svo árum skipti.
Nú styttist sá tími óðum.
Jafnvel höfúndar handritanna að
kvikmyndunum viðurkenna að yfir-
leitt sé reynt að nota sömu formúlum-
ar aftur og aftur. í flestum myndanna
kemur fyrir vondur maður sem síðan
reynist góður inn við beinið. Þessi
persóna leiðist út í glæpi vegna fá-
tæktar en snýr síðan baki við lífi
glæpamannanna.
Þetta er lífseigasta formúlan sem
notuð hefur verið i indverskum kvik-
myndum. Nú bendir hins vegar flest
til að Indverjar hafi fengið sig
fúllsadda á henni og framleiðendur
standa frammi fyrir að finna nýja
foimúlu til að fylla skarðið.
Áhrif sjónvarpsins valda þessu öðr-
um þræði. Lengi vel heillaði efni
sjónvarpsins Indverja ekki svo mjög.
Sagt hefúr verið að sjónvarpsdagskrá-
in hafi snúist um yfirlýsingar frá
stjómvöldum. Það var ekki fyrr en á
árinu 1982 að byrjað var að senda út
í lit. Um svipað leyti fóm helstu sjón-
varpsstöðvar að ráða til sín þekkta
leikstjóra til að framleiða framhalds-
þætti. Þeir bestu af sjónvarpsþáttun-
um hafa vakið meiri athygli en nýjustu
myndimar.
Kvikmyndaframleiðendur segja að
eina ráðið til að standast samkeppnina
við sjónvarpið sé að leggja meira fjár-
magn í gerð myndanna og gera þær
glæsilegri. Ýmsir benda þó á að ný-
breytni í gerð myndanna skipti ekki
síður miklu máli.
Sundrung
Það veldur kvikmyndaframleiðend-
um enn frekari vanda að nú em gerðar
kröfur um að í kvikmyndunum séu
notaðar hinar ýmsu mállýskur. Árið
1947 vom 80% indverskra mynda
gerðar fyrir þá sem mæltir vom á
hindi. Nú em aðeins 16% myndanna
gerðar á því máli. I hinum ýmsu ríkj-
um Indlands ber nú stöðugt meira á
kröfum um að viðhalda beri þjóðlegum
einkennum á þeim svæðum.
Þar sem mest ber á kröfunni um
virðingu fyrir mállýskunum fá kvik-
myndaframleiðendur eftirgjöf á skött-
um. Fyrir vikið fjölgar þeim myndum
sem aðeins er ætlað að ná til takmark-
aðs fjölda manna.
Á Indlandi er líka mikill fjöldi ólög-
legra myndbanda á markaðnum. Eru
þau bæði gerð eftir indverskum og
erlendum myndum. Til að svara þess-
ari samkeppni neyðast framleiðendur
til að setja á markaðinn ódýr mynd-
bönd. Sumir framleiðendur binda þó
nokkrar vonir við þessa nýjung í iðn-
greininni því svo kann að fara í
framtíðinni að myndböndin verði ein
helsta tekjulind kvikmyndaveranna.
Time/GK
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Austurströnd 3, Seltjamamesi, þingl. eign Mávs sf„ fer fram eftir
kröfu Eggerts B. Ólafssonar hdl. og Skúla Bjarnasonar hdl. á elgninni sjálfri
mánudaginn 17. nóvember 1986 kl. 17.30.
_________________________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49„ 54. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Álfaskeiði 84, 2. haeð t.v„ Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Ákasonar,
fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl„ Bjama Ásgeirssonar
hdl„ Veðdeildar Landsbanka íslands og Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eign-
inni sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 14.00.
______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.