Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Ferðamál
Provence
listmálaranna
Þeir sem fara eftir ráðleggingum
ferðabæklinga um að stoppa að
minnsta kosti í tvær klukkustundir í
St.-Paul-de-France á frönsku Ríví-
erunni geta svo sem notið ljúffengrar
máltíðar og farið í stuttan göngutúr
að henni lokinni. Og það þurfa ekki
að vera nein ósannindi sem þeir skrifa
á póstkortin að þeir hafi átt yndislega
síðdegisstund í þessu litla þorpi frá
miðöldum. Bara útsýnið er ferðarinnar
virði.
Þeir sem aftur á móti hafa áhuga á
að kynnast nánar þessum dvalarstað
frægra listmálara ættu að eyða þar
að minnsta kosti tveim dögum, helst
að vori eða hausti þegar fátt er um
ferðamenn. En það voru ekki bara
Picasso, Joan Miró og Henri Matisse
sem nutu þess að dveljast í St.-Paul-
de-France. Kvikmyndaleikaramir
Cary Grant, Yves Montand og Simone
Signoret gerðu sér einnig tíðfömlt
þangað.
Þjóðsagnakenndur veitinga-
staður
Best er að byrja könnunarleiðangur-
inn á Colombe d’Or veitingastaðnum
sem eiginlega er orðinn þjóðsagna-
kenndur. Þar er boðið upp á rétti
héraðsins en ekki reynt að fylgja ein-
hverri tísku í matargerð. Veitinga-
staðurinn er jafhframt úrvals
listaverkasafri. Ekki er útilokað að
eigendumir gefi sér tíma til þess að
minnast með hlýju hins skemmtilega
göngulags Picassos og tedrykkju Mat-
isse.
Það var í lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar sem listmálarinn Paul Roux
opnaði veitingastaðinn ásamt eigin-
konu sinni, Titine. Það sem var mest
einkennandi fyrir staðinn var það
hversu Paul Roux var hliðhollur list-
málurum. Að þvi er sagan segir, og
einnig tengdadóttir hans, Yvonne, sem
nú rekur veitingahúsið ásamt fjöl-
skyldu sinni, átti hann það til að dekra
við listmálara vikum og mánuðum
saman. Og oft kom' það fyrir að mál-
verk vom tekin upp í greiðslu fyrir
mat og húsaskjól. Fregnir bámst fljótt
af þessum höfðingsskap og staðurinn
varð eins konar stofhun á Rívíerunni.
Á einkasafni veitingastaðarins má
sjá málverk eftir, meðal annarra:
Miró, Chagall, Matisse og Picasso.
Þar er einnig keramik eftir Femand
Léger og höggmyndir eftir Alexander
Calder.
Völundarhús Mirós
Næsti liður í könnunarleiðangrinum
gæti verið Fondation Maeght er hýsir
listasafh Aimé Maeght. Höggmynda-
garðamir með völundarhúsi Mirós og
0 Miles 10
París
Frakkland
Frakkland
Vence
* Cagnes-sur-Mef
Italía
Mouginié
Vlllefranche
Miðjarðarhaf
Marmaraskúlptúr í völundarhúsi Mirós í Fondation Maeght.
verkum Henrys Moore, Giacomettis,
Calders og Arps em skemmtilegir á
að líta. Innandyra getur að líta verk
eftir Matisse, Miró, Braque, Léger og
Hartung og em þau ágætir fulltrúar
listar í byijun tuttugustu aldarinnar.
Eftir hádegisverð í til dæmis La
Marmite, þar sem ágætis matur er á
boðstólnum, væri ekki úr vegi að fá
sér göngutúr í gegnum bæinn, með-
fram gamla gosbmnninum og upp að
kirkjunni sem er frá þrettándu öld.
Þar er athyglisvert málverk af heil-
agri Katarínu frá Alexandríu eftir
Tintoretto, ef því hefur ekki verið
komið í ömgga geymslu vegna þjófn-
aða sem nýlega hafa átt sér stað. Sjálf
er kirkjan skoðunar verð og áfangi á
leið til þess sem ber hæst í slíkri ferð,
það er að segja bænakapellu Matisse.
Meistaraverk
Ýmsar sögur fara af því hvemig það
vildi til að Matisse tók sér fyrir hend-
ur það sem varð hápunktur ferils hans
en allir em þó sammála um aðalatrið-
in. I veikindum sínum naut Matisse
hjúkrunar nunna og presta sem hann
síðan skrifaðist á við. Var hann beðinn
um að hanna glugga í kapellu til
minningar um nunnu nokkra. Hann
samþykkti ekki aðeins það heldur
einnig að standa straum af kostnaði
við byggingu nýrrar kapellu. Var hann
þá orðinn áttræður og heilsulaus.
Vann hann sleitulaust að hönnun
kapellunnar í fjögur ár og var hún
vigð árið 1951. .Er hún sannkallað
meistaraverk og til vitnis um þann
anda sem ríkti í Provence listmálar-
anna.
St.-Paul-de-Vence og nágrenni
Gisting
Verð fyrir tvo í tveggja manna her-
bergi: Hotel de la Colombe d’Or (St.-
Paul-de-Vence), 96 dollarar.
Hotel Les Orangers (St.-Paul), 60
dollarar.
Veitingastaðir
Restaurant de la Colombe d’Or (St.-
Paul), máltíð fyrir tvo án víns kostar
80 til 90 dollara og vínflaskan er seld
á 9 dollara. Að sumarlagi er ráðlegt
að panta borð með fjögurra til fimm
daga fyrirvara.
Restaurant La Marmite (St.-Paul),
fast verð á máltíðum er til dæmis 13,
21 og 26 dollarar. Vínflaskan kostar
frá 10 dollurum. Ef maður vill snæða
úti er ráðlegt að panta borð með
tveggja til þriggja daga fyrirvara
Aux Vieux Murs (St.- Paul), fast verð
er 11 og 19 dollarar fyrir máltíðina.
Ódýrasta vínflaskan er seld á 6 dollara.
Café de la Place (St.-Paul), smáréttir
frá 5 dollurum.
Söfn
Musée Matisse (Villa des Arenes),
ókeypis aðgangur.
Fondation Maeght (St.-Paul), að-
gangseyrir 4 dollarar.
Chapelle du Rosaire (Vence), ókeypis
aðgangur.
Musée Renoir du Souvenir (Cagnes-
sur-Mer), aðgangseyrir 30 cent.
Chateau-Musée de Cagnes-sur-Mer
(Cagnes-sur-Mer), aðgangseyrir 2 doll-
arar.
Musée Nationale Pablo Picasso (Val-
lauris), aðgangseyrir 1,5 dollarar.
Musée des Beaux-Arts Jules-Chéret
(Nice), ókeypis aðgangur.
Musée National Message Biblique
Marc-Chagall (Nice), aðgangseyrir 3
dollarar.
Musée du Palais Camoles (Menton),
aðgangur ókeypis. IBS
Sveitahótel
í stórborginni
Nú standa yfir breytingar á átj-
ándu aldar húsi einu nálægt
Wimbledon Common í suðvestur-
hl'-.ta Ixmdon. Húsinu á að breyta í
hótel og er ráðgert að það verði opn-
að næsta sumar. Það heitir Canniz-
aro House og verður með fimmtíu
og átta svefhherbergjum, veitinga-
stað, einum bar og tveimur funda-
herbergjum.
Thistle Hctel, sem reka meira en
þrjátíu hótel í Englandi og Skot-
landi, ætla að verja 3,7 milljón
sterlingspundum í endurbætur og
breytingar á hótelum sínum. Nýjasta
hótelið þeirra verður Cannizaro
House.
Húsið var byggt árið 1720 og nefnt
eftir hertoganum af Cannizaro á Sik-
iley. Eiginkona 'hans er talin hafa
átt firumkvæði að tónlistarkvöldum
sem urðu sfðar mjög vinsæl í Bret-
landi. Ætlunin er að tónlistarkvöld
verði á dagskrá hins nýuppgerða
hótels þegar þar að kemur.
Meðal þeirra fyrirmanna, sem talið
er að hafi gist þetta hús á fyrri tím-
um, má nefna William Pitt, Tenny-
son, Henry James og Oscar Wilde
og af síðari tíma mönnum gisti þama
Haile Selassie Eþíópíukeisari.
Nánari upplýsingar í síma 01-937-