Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Úrslit Albertsmálsins Rétt var af Albert Guðmundssyni að láta af ráð- herraembætti eins og málum var komið. Hinn möguleik- inn hefði greinilega aðeins verið að láta reka sig úr embætti og efsta sæti á lista sjálfstæðismanna og fara í hart með sérframboð. Sjálfstæðisflokkurinn er mikil- vægur flokkur. Þjóðin tapaði á því, að honum yrði illa sundrað og ný flokksnefna bættist í hóp þingflokka. Einnig var rétt af stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna að láta Albert halda efsta sæti listans í Reykjavík þrátt fyrir allt. Albert hafði unnið til þess sætis með sigri í prófkjöri. Sú kosning fór fram, eftir að margs konar sakargiftir gegn Albert höfðu birzt í fjölmiðlum. Sjálfstæðismenn í borginni tóku því í prófkjörinu af- stöðu, eftir að skuggi hafði fallið á Albert. Það sem nú kemur fram um ásakanir á Albert er lítið meira en hafði komið fram fyrir löngu. Stjórn fulltrúaráðsins átti því ekki að breyta skipun listans í gær. Það eru sögulega mikil tíðindi, að ráðherra skuli neyddur til að segja af sér hér á landi. En raunar ættum við framvegis að hafa þann hátt siðaðra manna, að ráð- herrar víki úr sætum, eftir að þungar sakargiftir hafa komið fram og meðan málin eru í rannsókn. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær- kvöld í viðtali hjá Stöð tvö, að Albert yrði aldrei ráðherra framar. Þorsteinn hefur því greinilega úr- skurðað, að Albert sé sekur og mótbárur Alberts haldlitlar. Því veður formaðurinn nú fram af slíku of- forsi, mánuði fyrir kosningar. Úrslit málsins, sem nú hafa fengizt, eru runnin undan ri^um Þorsteins Pálssonar. Hann hefur fengið sitt fram. En Þorsteinn setti Sjálfstæðisflokkinn í mikla hættu, líklega meiri en formanninn hefði grunað í upphafi. Það hefur komið í ljós, að Albert Guðmundsson nýtur í málinu mikillar samúðar fólksins á götunni. Fundur hulduhersins á sunnudag sýnir þetta sumpart. Þar komu hátt í þúsund manns og hylltu Albert. Þótt Albert hafi nú látið undan, er hann geysilega sterkur. Fáir munu efa, að hann næði kjöri í sérframboði. Líklega tæki hann einn eða fleiri menn með sér inn á þing. Líkur fyrir sérframboði Albertsmanna eru nú litlar. En sérframboðið hefði sópað til sín fylgi frá D-listanum. Sérframboðið hefði einnig fengið fylgi frá öðrum flokk- um, til dæmis úr því lausafylgi, sem nú virðist munu kjósa Alþýðuflokkinn. Þótt Þorsteinn fengi sitt fram, var staða Alberts engan veginn gjörtöpuð. En Albert gerði rétt í að kljúfa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Við höf- um meira en nóg af smáflokkum fyrir. Þorsteinn Pálsson vinnur það til lengdar, að hann er ótvíræðari leiðtogi en fyrr. Þorsteinn var um langt skeið almennt talinn aumur formaður. Hann hefur komizt upp úr þeim sljóleika, bæði nú og þegar hann hindraði á elleftu stundu, að sjómannaverkfall yrði stöðvað með lögum. Þorsteinn er orðinn ótvíræðara efni í forsætisráðherra. Hefði leikflétta Þorsteins brugðist, hefði formennska hans brátt orðið í hættu. Hann hefði getað orðið sá formaður, sem klofið hefði Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Albert hefur tekið ábyrgðina á sig, sennilegá til að varðveita frið í flokknum. Hann lendir þó í því, að sag- an verður honum ekki hliðholl. Haukur Helgason. „Eins og málum er háttaö í dag mega mörg héruðin horfa t.d. á eftir lambakjötinu fara suður eða norður i gömlu grisjupokunum og koma svo til baka unnið og pakkað i plast merkt Goði, SS eða KEA.“ Færri í framleiðslu - fleiri í þjónustu Byggðastefna unga fólksins Aukin framleiðni í hinum hefð- bundnu framleiðslugreinum hefur leitt til þess að færra og færra fólk þarf til þess að framleiða sama magn af vörum og áður var. Þetta á við landbúnaðinn, sjávarútveginn, jafnt sem framleiðsluiðnaðinn. Á sama tíma eykst mikilvægi vöruþróunar, sölu- og markaðsstarfsemi og hvers kyns þjónustu. Verð á vöru er því í meira mæli en áður endurgjald fyrir þróunar-, markaðs- og þjónustustarf- semi en í minna mæli endurgjald fyrir vinnu að hefðbundinni fram- leiðslu. Þessi þróun er alþjóðleg en Island er engin undantekning. Á árunum 1981-1985 fjölgaði fullvinnandi fólki á vinnumarkaði á íslandi um 10%. Á sama tíma fjölgaði um 16,9% í þjónustu i heild og um 17% í opin- berri þjónustu og stjómsýslu. í verslun, veitinga- og hótelrekstri fjölgaði um 24,3% og í bönkum, tryggingum og þjónustu við at- vinnurekstur fjölgaði um 33%. Fækkun varð í landbúnaði, fiskveið- um og fiskvinnslu, en fjölgun í iðnaði undir meðalfjölgun. íslenskt at- vinnulíf er því að þróast eins og annars staðar úr framleiðsluat- vinnulífi yfir í þjónustuatvinnulíf. Forráðamenn atvinnulífsins bera ábyrgð Eitt meginatriðið í byggðastefnu unga fólksins er að atvinnulífið á landsbyggðinni fylgi þessari þróun úr framleiðsluatvinnulífi yfir í þjón- ustuatvinnulíf. Framleiðnibyltingin verður ekki stöðvuð. Ungir bændur munu um ókomin ár reyna að bæta sinn hag með aukinni tækni og kyn- bótum. Á næstu árum er séð ffarn á tæknibyltingu í fiskvinnslu. En þró- ist atvinnulífið á landsbyggðinni ekki yfir í þjónustuatvinnulíf verður hlutfallslegra færra fólk með búsetu þar til þess að sinna hinum hefð- bundnu framleiðslustörfum. Hér vill það til vegna bættra sam- gangna og samskiptamöguleika að fyrirtæki eru sífellt að færast nær mörkuðum sínum. Fjarlægðir skipta sífellt minna máli en meiri þýðingu hefur að vera með réttu vöruna á réttum stað á réttum tíma og standa rétt að því að koma henni á fram- færi. Það skiptir orðið minna máli hvar heimilin eru, heldur skiptir mestu var heilamir em. Þeir sem ráða mestu um hvemig til tekst í þessum efhum em forráða- menn atvinnulífsins á landsbyggð- inni. Hér koma stjómvöld ekki inn í myndina nema að því leyti sem þau bera ábyrgð á góðum samgöngum og samskiptamöguleikum. Segja má að góðar samgöngur séu ein af for- sendum frjálsrar samkeppni. En forráðamenn landbúnaðarins og sjávarútvegsins bera sjálfir höfuð- ábyrgðina á því að atvinnulífið á landsbyggðinni þróist yfir í þjón- ustuatvinnulíf. Samkeppnin skapar störfin Sölukerfi landbúnaðarins. verður KjaUaiinn Viljálmur Egilsson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna að taka til gagngerrar endurskoðun- ar. Forræði og framtak í þeim málum verður að færast frá SÍS heim í hér- uðin. Hvert fyrirtæki, sem annast sölu og vinnslu landbúnaðarafurða, verður að reyna að skapa sér sér- stöðu á markaðnum. Það á að markaðssetja norðlenskar, sunn- lenskar, austfirskar, vestlenskar og vestfirskar landbúnaðarafurðir. Og það á að koma á samkeppni milli sölufyrirtækj anna. Ástæðan er sú að samkeppnin skapar störfin í úrvinnslu, vöruþró- un, markaðsmálum, sölustarfsemi og þjónustu heima í héraði. Þetta eru einmitt störf í þeim greinum sem unga fólkið menntar sig fyrir. Það er einungis samkeppnin og framtak heima í héraði sem getur búið til störf í þessum greinum fyrir unga fólkið. Eins og málum er háttað í dag mega mörg héruðin horfa t.d. á eftir lambakjötinu fara suður eða norður í gömlu grisjupokunum og koma svo til baka unnið og pakkað í plast merkt Goði, SS eða KEA. Ef svo fer sem horfir verða þetta einu alvöru kjötvinnslumar í landinu eftir nokk- ur ár. Hér skiptir stærð fyrirtækj- anna ekki heldur svo miklu máli. Minni fyrirtæki hafa oft umfram hin stærri þjónustulipurðina og sveigj- anleikann. Það er sérstaðan, útsjón- arsemin og samkeppnisviljinn sem gildir. En forráðamenn landbúnaðarins ráða sjálfir þessum málum. Þeir verða sjálfir að slátra sinni heilögu .kú,. sQlukerfinu. .Það eru. þeir. sem. ráða því hvort flestöll störf að vöru- þróun, úrvinnslu, sölu- og markaðs- málum verða til á höfuðborgarsvæð- inu eða landsbyggðinni. í þessu sambandi þýðir ekkert að benda til Reykjavíkur og heimta styrki. Unga fólkið eltir störfin og tækifærin en ekki styrkina. Fjölbreytt störf eða „bara fisk- ur“? Sama gildir um sjávarútveginn. Stóru sölusamtökin í sjávarútvegin- um hafa náð gífurlegum árangri. En nú þurfa forráðamenn þessara sam- taka ekki síður að líta innávið en útávið. Hver hefur ekki heyrt sagt „bara fiskur" um störf í fiskvinnslu? Hér þarf að taka á. Sjá verður til þess að störf að tækni- og vöruþró- un, markaðs- og sölumálum verði til ekki síður úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu eða í útlöndum. Ef þetta er ekki gert veslast fisk- vinnslan upp. Störfin þar verða einhæf og þar verða ekki tækifæri fyrir vel menntað ungt fólk. For- ráðamenn sjávarútvegsins steypa undan sér grundvellinum sem þeir byggja á nema að þeir bretti upp ermar og skapi fjölbreyttari störf í fiskvinnslu úti á landsbyggðinni. Hér verða nægir möguleikar. Fisk- vinnslufyrirtækin geta nú verið i miklu betra sambandi við markað- inn en áður. Og sú tæknibylting sem er að koma skapar líka mörg tæki- færi. Sjávarútvegur hefur jafnan verið í fararbroddi í framfarasókn íslend- inga og hann mun á næstu árum og áratugum þurfa að genga því hlut- verki áfram. Því skiptir miklu máli að forráðamenn hans sjái til þess að nýju störfin í fiskvinnslunni fyrir unga og menntaða fólkið verði til úti á landsbyggðinni. Tækifærin farseðill báðar leiðir I byggðasteínu unga fólksins gegna forráðamenn atvinnulífsins á landsbyggðinni lykilhlutverki. Þeir verða að hætta að miðstýra öllum tækifærunum til höfuðborgarsvæð- isins. Þeir verða sjálfir að hugsa um sinn hag og bama sinna. Þeir bera mesta ábyrgðina á því að tækifæri unga fólksins til þess að menntast verði farseðill báðar leiðir, að heim- an og heim. Vilhjálmur Egilsson „Fækkun varð í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu, en fjölgun í iðnaði undir meðalfjöigun. íslenskt atvinnulíf er því að þróast eins og annars staðar úr fram- leiðsluatvinnulífi yfir í þjónustuatvinnu- líf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.