Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1987, Side 22
■ 22
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1987.
Erlendir fréttaritarar
Starfsmenn Linjegods
í ólöglegu verkfalli
Björg Eva Eriendsdótlir, DV, Osló:
Fyrstu verkföll ársins hér í Noregi
eru að he§ast. Fyrstir út í ár voru
starfsmenn stærsta flutningafyrir-
tækis landsins, Linjegods, sem fóru
í ólöglegt verkfall á fimmtudaginn.
Mörg verkföll og löng hafa verið
árviss viðburður í Noregi síðustu
árin.
Þetta fyrsta verkfall mun marka
stefhu annarra verkalýðsfélaga í
launauppgjörinu í vor. Stjómvöld
Noregs vilja engar launahækkanir í
ár en ólíklegt er að stéttarfélög sætti
sig við þá tillögu. Reyndar hefur
stærsta verkalýðsfélag landsins, LO,
lýst ákveðnum stuðningi við þessa
spamaðaráætlun ríkisstjómarinnar.
Félag atvinnurekenda er einnig
mjög hlynnt áætluninni en það sem
ekki er tekið með í reikninginn er
að mestu launahækkanimar verða
utan við stéttarfélögin í einstökum
fyrirtækjum. Þetta skapar launamis-
mun og grefur undan spamaðará-
ætlun ríkisstjómarinnar.
Fyrirtæki eins og Linjegods, sem
eru í örum vexti og græða vel, vilja
gjaman hækka launin hjá starfs-
Verkföll hafa verið árviss viðburður í Noregi að undanförnu og árið í ár er engin undantekning.
mönnum sínum. En þessi fyrirtæki
em milli tveggja elda. Félag at-
vinnurekenda og ríkisstjómin vilja
halda laununum niðri en launþegar
vilja fá sinn hluta af gróðanum.
Linjegods vildi gjaman gera báðum
til hæfis og brenndi sig þar með á
báðum endum. Þeir þuðu starfs-
mönnum sínum allháa launahækk-
un og fengu þess vegna skammir hjá
félagi atvinnurekenda fyrir að bjóða
of hátt og grafa undan samkomulag-
inu við ríkisstjómina um að halda
niðri launum í ár.
Starfsmönrium Linjegods þótti aft-
ur á móti tilboð fyrirtækisins ekki
nógu hátt og fóm því í verkfall. Ef
starfsmenn Linjegods fá framfylgt
kröfum sínum ryðja þeir brautina
fyrir aðra launþega í Noregi.
Þrátt fyrir stór orð ríkisstjómar-
innar og sumra stéttarfélaga um að
axla byrðamar saman og sleppa
kauphækkunum í ár er hætt við að
laun margra hópa eigi eftir að
hækka mikið. Gunnar Berge fjár-
málaráðherra segist vongóður um
að geta haldið launahækkunum í
skefjum í ár en víst er að fyrsta verk-
fallið lofar ekki góðu um það.
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Kostnaður við Evrópusöngva-
keppnina mun fara fram úr öllum
áætlunum samkvæmt útreikning-
um frönskumælandi sjónvarps-
stöðvarinnar sem heldur keppnina.
Tvö hundmð þrjátíu og sex millj-
ónir íslenskra króna er nú áætlað-
ur kostnaður en í upphafi var rætt
um litlar hundrað og sextíu millj-
ónir.
Talið er að samanlagður kostn-
aður geti verið orðinn fjögur
hundruð milljónir þegar keppnin
er afstaðin. Norðmenn eru taldir
hafa eytt himdrað níutíu og sex
milljónum í söngvakeppnina á síð-
asta ári. Og nú eru Belgar að velta
því fyrir sér hvort ekki sé betra
að þeirra eigið lag heiti „Hver á
að borga?“
Viktor Lazlo mun hljóta þann
heiður að kynna söngvakeppnina.
Sjálf byrjaði hún söngferil sinn
1983 og þó hún sé með franskan
ríkisborgararétt varð hún fyrir
valinu. Móðir hennar er frönsk en
faðir hennar er Belgi. Fluttu þau
til Belgíu er hún var ung að árum.
Hóf hún nám í Evrópuskólanum í
Brússell fimmtán ára og fór síðan
í háskóla. Lazlo heíúr lært klass-
ískan dans og hefiir hún unnið sem
sýningarstúlka. Hún talar ensku,
frönsku, flæmsku, þýsku og ít-
ölsku.
Stjómandi hljómsveitarinnar
mun vera Jo Carlier en hann fór
með Söndru Kim til Noregs í fyrra.
Sandra Kim hefur gefið út hverja
plötima á fætur annarri í sumar
við mjög góðar undirtektir.
Sandra Kim, er vann Evrópusöngvakeppnina I fyrra, hefur gefið út margar
plötur við góðar undirtektir.
Kostnaður við
söngvakeppnina langt
fram úr áætlun
Noregur tekur
f___■ ÍÆM.____
rærri Tiotianienn
PáH ViDpnissan, DV, Qsló:
Norsk yfirvöld ætla að gera flótta-
mönnum erfiðara fyrir með að fa
landvistarleyfi í Noregi. Vegna þess
hve auðvelt heftir verið að fá land-
vistarleyfi í Noregi hefur flótta-
mannastraumurinn þangað aukist
stórlega á síðustu mánuðum.
Yfirvöld ætla að gera skarpan
greinarmun á þeim sem sækja um
hæli vegna pólitáskra ofsókna í
heimalandi þeirra og hinum sem
koma af öðrum ástæðum. Hingað til
hafá 80% af flóttamönnunum fengið
leyfi til að setjast að í Noregi. Fjórð-
ungur þeirra fékk pólitískt hæli en
yfir helmingur fékk aðsetursleyfi af
mannúðarástæðum.
Norski dómsmálaráðherrann He-
len Börsterut ásakar óprúttna fjár-
plógsmenn um að notfæra sér
gestrisni Norðmanna og efria til hóp-
ferða fyrir fólk sem vill sækja um
aðsetur í Noregi sem flóttaraenn án
þess að vera í rauninni flóttafólk.
300 þusund
fara
aldrei
Jóhaima Rútadóttir, DV, Víru
Hreinlæti Austurríkismanna er
ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við
rannsókn opinbers vinnuhóps um
hreinlæti og umhverfismál kom í ljós
að hreinlætiskennd þjóðarinnar hefur
ekkert breyst miðað við tölur fyrri
rannsókna þrátt fyrir að afstaða þjóð-
arinnar til umhverfismála verði
stöðugt betri.
Gerð var athugun á hinum ýmsu
þáttum hreinlætis við heimili og ein-
staklingsins sjálfs. Meðal annars kom
fram að fjögur prósent Austum'kis-
manna eða þrjú hundruð þúsund
manns fara aldrei í bað eða sturtu.
Níu prósent bursta ekki tennumar
daglega og fjögur prósent skipta í
mesta lagi einu sinni í viku um nær-
fatnað.
i bað
Tíu prósent húsmæðra (spumingin
náði ekki til karla) skiptir aðeins einu
sinni í viku um diskaþurrku og tutt-
ugu prósent sama hóps skiptir jafrioft
um handklæði. Tuttugu og fimm pró-
sent austurrískra karla bursta reglu-
lega skóna sína en um það bil fimmtíu
prósent kvenna. Einnig kom fram að
mestu hreinlætiskröfumar væm gerð-
ar í heilbrigðiskerfinu en þær minnstu
gera Austurríkismenn til hreinlætis í
einkabílum.
Að lokum vildu tveir þriðju hlutar
Austurríkismanna halda því fram að
aukið hreinlæti væri alls ekki nauð-
synlegt. Það em því líklega margir
sammála forseta hreinlætis- og um-
hverfisnefridar þegar hann segir
Austurríkismenn ekki vera með neitt
hreingemingarbij álæði.
í 'tjjðft tlláá mjjðujil
,f
3ibÍB