Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Síða 3
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987.
_________________Fréttir
Sjö þúsund
kjúklingar
drápust í
eldsvoða
Stórtjón varð á bænum Jórvík í
Sandvíkurhreppi aðfaranótt föstu-
dagsins er sjö þúsund kjúklingar
drápust þar í eldsvoða og útihúsin á
bænum brunnu til grunna.
Ábúendur bæjarins, þau Rúnar
Gestsson og Sigrún Sigurðardóttir,
urðu eldsins vör um kl. 23 um kvöldið
er rafmagnið fór af bænum. Eftir að
hafa kvatt til slökkviliðið fóru þau út
og reyndu að bjarga hrút úr útihúsun-
um en án árangurs.
Slökkvistarfið gekk erfiðlega vegna
veðurs sem var slæmt og breyttist
vindáttin stöðugt en um klukkutíma
eftir að slökkviliðið kom gekk veðrið
niður. Ibúðarhúsið á Jórvík er í um
100 metra ijarlægð frá útihúsunum og
var það aldrei í hættu en jeppi, sem
stóð við útihúsin, brann með þeim.
Eldsupptök eru ókunn en unnið er
að rannsókn á þeim. -FRI
Mikil aukning
á innflutningi
Mikil aukning varð á bílainnflutn-
ingi fyrstu þrjá mánuði þessa árs
samanborið við sama tima í fyrra en
á tímabilinu janúar til mars voru flutt-
ir 5.468 bílar hingað til lands á móti
2.277 bílum sömu mánuði á síðasta
ári. Nemur hlutfallsleg aukning lið-
lega 140%.
Þetta kemur fram r skýrslu sem
Hagstöfan hefur sent frá sér.
Alls voru fluttir inn 4.149 nýir fólks-
bílar en 664 notaðar bifreiðar. Nýir
og notaðir sendibílar voru 84 talsins
og vörubílar nýir og notaðir voru alls
72 og er burðarþol þeirra breytilegt.
Þá má nefna að mikið hefur verið flutt
inn af léttum íjórhjóla ökutækjum og
eru þau alls 492 talsins.
Af þeim 5.468 bílum sem fluttir voru
inn fyrsta ársfjórðung þessa árs voru
4.768 nýir en 700 notaðir.
-ój
Andrés læknir
eignaðist
dóttur á
kosninga-
kvöldi
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri;
Andrés Magnússon, læknir á Siglu-
firði, var kátur á kosningakvöldinu
þótt ekki kæmist hann á þing sem efsti
maður Borgaraflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra. Eiginkona
Andrésar, Elísabet Karlsdóttir, ól hon-
um nefnilega 13 marka stúlkubam
laust fyrir kl. 9 á laugardagskvöldið.
Andrés er vinsæll skurðlæknir á Siglu-
firði og tók að sjálfeögðu á móti
baminu.
Sumir segja að hefði Andrés náð
kjöri hefðu tveir þingmenn fæðst þetta
kvöld.
Tapaði
aðeins
4-5%
í fréttaljósi í DV á fimmtudaginn
var því haldið fram að Framsókn-
arflokkurinn hefði tapað um
þriðjungi fylgis sins í Vesturlands-
kjördæmi. Þetta er á misskilningi
byggt. Hið rétta er að flokkurinn
tapaði aðeins 4-5% atkvæðanna
og fékk um 26%
greiddra atkvæða.
g
•* ... V,
$ ""
Úmmæll Jöns Páls- "N
>$&&ssssBgstigF*'-
^0
Hvernig á að nota
fjölskyldutrimmtækið rétt?
Burt meö aukakíló.
Æfið 5 mín. á dag.
Tfl þess að ná árangri verður að æfa hinar þrjár
mikilvægu undirstöðuæfingar daglega.
Eftir að byrjað er að æfa samkvæmt æfingar-
prógrammi mótast vaxtarlag líkamans af sjálfu sér.
Æfing 1
Þessi æfing er fyrir magavöðva og stuðlar að mjóu mitti
Setjist á sætið á trimmtækinu, leggið fæturna undir
þversiána, hendur spenntar aftur fyrir hnakka. Látið
höfuðið síga hægt að gólfi. Efri hluti líkamans er
reistur upp og teygður í átt að tám.
Mikilvægt: Æfingu þessa verður að framkvæma með
jöfnum hraða án rykkja. í byrjun skal endurtaka
æffnguna fimm sinnum, en síðan fjölga þeim í allt að
tíu sinnum.
Æflng 2
Þessi æfing er fyrir handieggi og rassvöðva.
Leggist á hnén á sætið á trimmtækinu. Takið báðum
höndum um vlnklana, handleggirnir hafðir beinir og
stífir allan tímann. Teygið úr fótunum þannig að setan
renni út á enda, hnén dregin aftur að vinklunum.
Æfingin endurtekin a.m.k. flmm sinnum.
Æfing 3
Þessi æfing er til þess að þjáifa og móta lærvöðva,
fætur og handleggi.
Setjist á sætið og takið báðum höndum um
handföngin á gormunum og dragið sætið að
vinklunum. Teygið úr fótunum og haflið efri hluta
líkamans aftur og togið í gormana. Haldið gormunum
strekktum alian tímann og spennið og slakið fótunum
til skiptis.
Æfingin endurtekin a.m.k. tíu sinnum.
Enginn líkami er góöur
án vöðva í brjósti,
maga og bakhluta
Kúlumagi, fitukeppir, slöpp brjóst,
slappur bakhluti o.s.frv.)
Allt þetta sýnir slappa vöövavefi.
Byrjaöu strax aö stækka og styrkja vöðvana þína
með þessari árangursríku og eölilegu aöferð.
Sli ipp«r
vouvnr
Brj^tvöðvar
WnaaviHiviir
niissvödviir
S/íi/i/nr vönvur Aijöir vöövur
Leggðu fljótt af
Misstu aukakílo með því að æfa 5 mín. á dag.
Á '^okaÐIR
uS®°wuN
Verð aðeins
2390.
Pöntunarsími 91-651414
Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00
Póstverslunln Príma Box 63, 222 Hafnarfirði
{lugfreyjaetem
fjö\nvargta seir>'
fjölskyldutnmmtæki