Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Síða 16
16
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987.
Spurningin
Spilarðu veggjatennis?
Hrefna Gestsdóttir nemi: Nei, guð
minn góður, ég veit ekki einu sinni
hvað það er. Ég hef spilað smávegis
körfubolta í skólanum en það er líka
það eina.
Heiðbjört Stefánsdóttir nemi: Nei,
ekki eins og er en það getur vel ver-
ið að ég prófí það einhvern daginn.
Annars er ég voða lítið fyrir íþróttir,
hverju nafni sem þær nefnast.
Hólmfríður Gisladóttir skrifstofu-
maður: Nei, ekki enn sem komið er.
En ég þarf endilega að fara prófa það
á næstunni.
Agnar Hansson nemi: Nei, það geri
ég ekki, fótboltinn hefur nú alveg
nægt mér hingað til.
Eyjólfur Sturluson nemi: Nei, þeirri
íþrótt hef ég nú ekkert pælt í. Ég
hleyp og syndi þrisvar sinnum í viku
og það er alveg nógu mikið af því
góða.
Ingibjörg Sigurþórsdóttir nemi: Nei
og ég held að ég hafi engan áhuga á
þeirri íþrótt. Ég fer stundum út að
hlaupa og syndi þó nokkuð en þá er
líka upptalið.
Lesendur
Hneyksli
fyrir
Sakadómi
Móðir skrifar:
Sjaldan eða aldrei hef ég orðið eins
ósammála niðurstöðum Sakadóms
Reykjavíkur og þegar dæmt var í
máli Steingríms Njálssonar kynferð-
isaíbrotamanns. Fyrir Sakadómi
Reykjavíkur fær hann þriggja ára
fangelsisvist. Hvers konar refsing er
þetta eiginlega? í fréttum hefur
margoft komið fram að ellefu dreng-
ir hafi orðið honum að bráð á síðustu
26 árum, hvað um alla hina sem
ekki hefur frést af? Hver er harm-
saga þessara drengja og fjölskyldna
þeirra? Það er hlutur sem ekki verð-
ur lesinn út úr fréttum dagblaðanna.
Það hlýtur að vera eitthvað stórlega
athugavert við refsilöggjöf lands sem
virðist hreinlega halda hlífiskildi
yfir kynferðisafbrotamönnum. Ég
held að það væri mjög þarft að end-
urvekja umræðu þá sem Svala
Thorlacius hæstaréttarlögmaður
opnaði síðastliðið sumar um að vana'
kynferðisafbrotamenn, það virðist
vera eina leiðin til að hindra þá í
að koma fram óeðli sínu.
Svala sagði einhveiju sinni eitt-
hvað á þá leið í viðtali sem ég las:
Það er ljóst að kynferðisafbrota-
menn eru aldrei dæmdir til nema
tiltölulega stuttrar fangelsisvistar og
verður væntanlega sleppt eftir helm-
ings afþlánun. Eftir það ganga þeir
frjálsir ferða sinna meðal almenn-
ings, þar á meðal bama. Það þarf
enginn að segja mér að það sé hægt
að hafa slíkt eftirlit með mönnum
að þeir séu undir smásjá dag og nótt.
Eftir þvi sem mér skilst hefur lög-
reglan nógu öðru að sinna og hver
á þá að hafa þetta eftirlit með hönd-
um.
í skoðanakönnun, sem gerð var á
síðasta ári, kemur í ljós að 85% að-
spurðra voru hlynntir því að kyn-
ferðisafbrotamenn væru afkynjaðir.
Það er því mjög nauðsynlegt að al-
menningur haldi vöku sinni í þessum
málum og láti ekki bjóða sér hvað
sem er. Okkur ber hvort eð er skylda
til að búa bömum okkar eins tryggt
og ömggt umhverfi og nokkur kost-
„Ég held að það væri mjög þarft að endurvekja umræðu þá sem Svala
Thorlacius hæstaréttarlögmaöur opnaði um að vana kynferðisafbrota-
ur er. Það er von mín að Hæstiréttur
þyngi dóminn yfir Steingrími og öll-
um öðrum kynferðisafbrotamönnum
verulega. í mínum huga er vönun
eina lausnin, það losar mörg okkar
við óþarfa áhyggjur. Með von um
að fleiri mæður og feður segi álit
sitt á þessu máli.
Stöðvið við
gangbrautirnar
Björg Bjamadóttir hringdi:
Ég vildi beina þeim tilmælum til
ökumanna að aka hægar í grennd við
gangbrautir.
Það er alveg skelfilegt að horfa upp
á suma ökumenn sem virðast einskis
svífast til að vera 5 mínútum fljótari.
Við megum ekki hrella krakkana svo
að þeir hætti að nota gangbrautimar.
Við eigum einmitt að stuðla að því að
bömin noti þær því mun hættulegra
er að æða út á götu hvar sem er.
Ökumenn eiga að vera duglegri að
stoppa við gangbrautimar, til þess em
þær.
Ökumenn, hugum meira að gang-
andi vegfarendum og virðum rétt
þeirra.
Krakkar, standið upp
fyrir eldra fólki!
Sigríður Vilhjálmsdóttir:
Ég fer nú ekki oft í strætó en í þau
örfáu skipti sem ég hef tekið strætó
finnst mér áberandi að ungt fólk ber
ekki sömu virðingu fyrir eldra fólki
og var héma áður fyrr.
Mín meining er sú að ungt og full-
friskt fólk eigi að sýna þá sjálfsögðu
tillitssemi að standa upp fyrir eldra
fólki í strætó. Manni finnst svo leiðin-
legt að sjá eldri borgarana standa og
eiga í mestu erfiðleikum með að halda
sér er strætóinn er að stoppa á ýmsum
áfangastöðum. Ég býst við að ung-
mennin vilji vel, það þarf bara að
brýna fyrir þeim að sýna tillitssemi
og bera virðingu fyrir fullorðnum.
Gerið það nú, krakkar mínir, standið
upp fyrir fullorðnu fólki i strætó, það
kemur sér vel seinna.
Af hverju er gengið
fram hjá Lalla?
Rnattspymuáhugamaður hringdi:
Það kom mér mikið á óvart að Lár-
us Guðmundsson skyldi ekki hafa
verið valinn í landsliðið í leikinn gegn
Frökkum. Þó ekki hefði verið nema
varamannabekkinn, þar sem hann á
við meiðsli að stríða þessa stundina.
Sem knattspymuáhugamaður á
maður erfitt með að ímynda sér af-
hveiju svona oft hefur verið gengið
fram hjá Lalla sem hefur sýnt og sann-
að ágæti sitt sem knattspymumaður.
Ég vonast til að sjá Lalla sem fyrst i
landsliðinu, með góðum mönnum
tryggjum við góðan árangur.
Góð þjónusta hjá
námsskráningunni
6352-0284 skrifar:
Ég vil þakka fyrir alveg sérlega
alúðlega þjónustu er ég fékk hjá
námsskráningu Háskóla íslands.
Stúlkan er afgreiddi mig kvaðst
heita Brynhildur Brynjólfsdóttir en
það er ánægjulegt að eiga samskipti
við fólk er kann sitt fag.
Persónuskilríki
á kjörstað
Til að koma i veg fyrir kosninga-
svindl á að herða reglurnar á
kjörstað og skikka fólk til að fram-
vísa persónuskilrikjum.
Ingunn Einarsdóttir hringdi:
Manni finnst það bagalegt ef ein-
hver getur neytt atkvæðisréttar
annars manns.
Þó þetta sé algjör undantekning,
sbr. konuna er missti af kosninga-
rétti sínum fyrir þær sakir að
einhver annar var búinn að kjósa í
hennar nafni, þá er nauðsynlegt að
koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað
yfir höíuð.
Einföld lausn á þessu máli væri
að herða reglumar á kjörstað með
því að skikka fólk til að framvísa
persónuskilríkjum. Það ætti ekki að
vera vandkvæðum bundið og kemur
í veg fyrir að maður missi sinn dýr-
mæta kosningarrétt í hendur ein-
hvers annars manns.