Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 28
44
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Fréttir
■ Tilsölu
Nýjar prentvélar - gyllingarvélar til
sölu. Hitastig 100-3000 C. Hægt að
prenta á pappír, leður, plast, tré o.fl.
Nánari uppl. í s. 45622 e.kl. 18, einnig
i s. 652265.
Furuhúsgögn Braga Eggertssonar,
Smiðshöfða 13, augiýsa. Ný gerð af
stækkanlegum hvítum barnarúmum
ásamt hvítri hillusamstæðu nýkomin,
einnig úr furu, barnarúmin vinsælu,
stök skrifborð, stólar og borð. Sýning
um helgina. Sími 685180.
Við smiðum stigana. Stigamaðurinn,
Sandgerði, sími 92-3763lög 92-37779.
Þeir borga sig radarvararnir frá Hitt.
Verð aðeins frá kr. 7.950. Hringdu og
fáðu senda bæklinga, sendum í póst-
kröfu. Uppl. í síma 656298, símsvari
e.ki. 19. Hitt hf.
r ■
Iwwaill
F ebrúar-
heftið
komið út
Barnavagnar, rúm, baðborð, kerrur,
leikgrindur, stólar, göngugrindur,
burðarrúm, bílstólar, hlið fyrir stigaop
o.fl. Gott verð. Pantanir óskast sóttar.
Heildsala, smásala. Dvergasteinn,
Skipholti 9, II. hæð, sími 22420.
"SÍMASKRÁIN
NOTENDAHANDBÓK
Tölvúsímaskráin, stærð 87x54x2,5 mm.
Notendahandbók. Símaskráin tekur
við og geymir tölur, nöfn, heimilisföng
og upplýsingar í minni sínu, allt að
250 nöfn. Einnig venjuleg reiknivél.
Islenskur leiðarvísir. Póstsendum.
Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 10,
sími 14806.
■ Verslun
Teikna fnyndir eftir Ijósmyndum, inn-
römmun, handunnár gjafavörur, ýmis
heilræði brennd á leður, skrautrita á
kort og bækur. Þóra (vinnustofa),
Laugavegi 91,2. h. City 91, sími 21955.
Pearlie tannfarðinn gefur 'aflituðum
tönnum, fyllingum og gervitönnum
náttúrulega og hvíta áferð. Notað af
sýningarfólki og fyrirsætum. KRIST-
ÍN - innflutningsverslun, póstkröfu-
sími 611659. Sjálfvirkur símsvari tekur
við pöntunum allan sólarhringinn.
Box 290, 172 Seltjarnarnes. Verð kr.
490.
WENZ vor- og sumarlistinn 1988
er kominn. Pantið í síma 96-21345.
Wenz-umboðið, box 781,602 Akureyri.
■ Bátar
5,5 tonna bátur til sölu, smíðaður ’74,
vél 73 ha GM. Mikið endurbyggður
’86. Nýupptekin vél, nýlegur litamæl-
ir, sjálfstýring og afdragari. Uppl. í
síma 97-.71351.
■ BOar tíl sölu
Skíðafólk - góða ferð! Þessir hentugu
skíðakassar taka 5-6 pör af skíðum
ásamt skóm o.fl. Gott verð. Mjög létt-
ir. Hjólbarðastöðinf Skeifunni 5, símar
689660,687517. .
Blazer 62 dísil, ’82, til sölu, sjálfskipt-
ur, splittað drif, útvarp og segulband,
CB-talstöð, lakk gott. Skipti á fólksbií
á verðbilinu 300-600 þús., helst BMW,
Volvo, Saab o.fl. Uppl. í síma 99-5643
eða 985-21803.
Wagoneer '78 til sölu, 8 cyl., 360, sjálf-
skiptur, ekinn 98 þús. km, einn
eigandi, upphækkaður, ný 35" Mudder
radialdekk o.fl. Verð 370 þús. Uppl. í
síma 30262.
Mazda 626 GTI ’87 til sölu, rauður, 5
gíra, ekinn 38 þús., verð 750 þús.,
skipti á ódýrari. Uppl. í síma 13037
eftir kl. 18.
Toyota Corolla DX '87 til sölu, ekinn
12 þús., litur rauður, verð 485 þús.
Uppl. í síma 985-27778.
M. Benz 230 E ’83 til sölu, sjálfskiptur,
sóllúga, ekinn 115 þús. Skipti á ódýr-
ari. Uppl. í síma 99-4370.
Steingnmur Hermannsson á almennum fundi:
Gengisfelling
um helgina
Steingrímur Hermannsson utan- við að til greina kæmi að takmarka
ríkisráðherra sagði á almennum
fundi í Kópavogi í gærkvöldi að ef
samið yrði í Garðastræti fyrir helgi
yrði ríkisstjórnin að ná samkomulagi
um efnahagsaðgerðir um helgina.
Steingrímur sagði að ekki þyrfti að
fara í felur með það að einhveijar
breytingar yrðu á genginu um helg-
ina ef samningar næðust. Önnur ráð
til hjálpar fiskvinnslunni, sem ríkis-
stjórnin hefur nú á borðinu, eru
endurgreiðsla á söluskatti, niðurfell-
ing launaskatts og skuldbreytingar
lána. Þá nefndi Steingrímur lækkun
raforkuverðs til fiskvinnslunnar og
sagði að Landsvirkjun hefði stefnt
að því að verða skuldlaus um alda-
mótin með slíku offorsi að undir-
stöðuatvinnuvegunum væri hætta
búin.
Steingrímur nefndi þau atriði til
að slá á þenslu sem væru til umræðu
í ríkisstjórninni. Hann sagðist litla
trú hafa á hækkun á lántökugjaldi
erlendra lána þar sem slíkt væri í
raun tvöföld gengisskráning. Heldur
kysi hann að takmarka erlend lán
við þá atvinnuvegi er sköpuðu gjald-
eyristekjur. Um innlendan lána-
markað sagði Steingrímur að
frumvarpsdrög Jóns Sigurðssonar
um hinn svokallaða frjálsa fiár-
magnsmarkað væru til bóta og bætti
kaupleigu á sama hátt og erlend lán.
Þá nefndi hann skylduspamað og að
lánastofnanir settu fram ákveðnar
kröfur um hlutfall eiginfiár hjá lán-
takendum. Steingrímur sagðist
mótfallinn aukinni bindiskyldu við-
skiptabankanna við Seðlabanka, þó
slíkt hefði verið rætt í ríkisstjórn-
inni.
Steingrímur upplýsti að ríkis-
stjórnin væri með á prjónunum að
hækka vexti á húsnæðislánum og
einnig að draga úr útgáfu lánslof-
orða. Þá sagði Steingrímur að
nauðsynlegt væri að draga úr opin-
berum framkvæmdum og nefndi þá
Reykjavíkurborg sérstaklega til sög-
unnar. Sérstakur fiárfestingarskatt-
ur á allar nýjar framkvæmdir kæmi
einnig vel til greina, að sögn Stein-
gríms.
Þetta sagði Steingrímur að væru
allt aðgerðir sem mætti framkvæma
strax og í raun hefði mátt fram-
kvæma þær síðastliðið haust. Þrátt
fyrir árangurinn af efnahagsaðgerð-
unum 1983 væri ástandið síst betra
nú. Þær aðgerðir hefðu verið dýrar
en Steingrímur sagði að betra væri
að reka ríkissjóð með halla en undir-
stöðuatvinnuvegina.
-gse
Karvel Pálmason:
Það falla engin gleðitár
vegna þessa samnings
„Það falla engin gleðitár vegna
svona samnings, en miðað viö allar
kringumstæður hafa menn sennilega
náð því landi sem gert var ráð fyrir.
Ég tel líka að ýmis réttindamál hafi
náðst fram að þessu sinni,“ sagði
Karvel Pálmason, varaformaður
Verkamannasambandsins, í samtali
við DV að lokinni undirskrift samn-
inganna í nótt.
- Þiö háfið talað um nauðsyn þess
að leiðrétta þurfi kjör fiskvinnslu-
fólks verulega, telurðu að það hafi
tekist?
„Það er alltaf spurning hvað er
verulegt. Hitt er staðreynd að þarna
er betur gert við fiskvinnslufólk en
oft hefur verið gert áður. Þó tel ég
að þurft hefði að gera meira fyrir
fiskvinnslufólkið og raunar marga
aðra líka.“
- Mun kaupmáttur aukast við
þessa samninga?
„Hann heldur tæpast í við kaup-
máttinn frá miðju síðasta ári. Við
gerðum okkur grein fyrir því að kröf-
ur okkar myndu tæpast fela það í sér
að viðhalda kaupmættinum," sagði
Karvel Pálmason.
-S.dór
- sjá samningafréttir bls. 2
Jón Baldvin Hannibalsson:
Efhahagsaðgerðir tilbúnar
„Menn verða að átta sig á við
hvaða skilyrði þessir samningar eru
gerðir. Þeir snúast um að bæta kjör
hinna lægst launuðu þegar útflutn-
ingsatvinnuvegirnir eiga í miklum
erfiðleikum. Þeir eru augljóslega
gerðir í þvi markmiði að fólk fái al-
vöru krónur í umslögin sín en
kauphækkanirnar brenni ekki upp
strax,” sagði Jón Baldvin Hannibals-
son fiármálaráðherra í morgun.
Um ummæli Steingríms Her-
mannssonar utanríkisráðherra
varðandi efnahagsráðstafanir helg-
arinnar sagði Jón: „Steingrímur
hefur engar tillögur lagt fram í ríkis-
stjórninni. Við höfum hins vegar
unnið þær og þær eru tilbúnar."
Skákmótið á Spáni:
Jafntefli varð hjá
Nicolic og Jóhanni
í þriðju umferð skákmótsins í Lin-
ares á Spáni í gærkvöldi gerðu þeir
Nicolic og Jóhann Hjartarson jafn-
tefli í 40 leikjum. Þeir tefidu Benoní-
byrjun og að sögn eins starfsmanns
mótsins, sem DV ræddi við, þótti
skákin fiörug.
í dag verður biðskák Jóhanns og
Spánverjans Illescas úr 2. umferð
tefld áfram. Þeir skákmenn hér á
landi, sem skoðað hafa skákina og
DV hefur rætt viö, eru á því að Jó-
hann sé með unna skák, alla vega
mun betri stöðu.
Önnur úrslit á mótinu í Linares í
gærkvöldi urðu þau að skák Nunns
og Timmans fór í bið. Portisch og
Georgiev gerðu jafntefli, Beljavsky
sigraði Chandler en skákir Mayu
Chiburdanidze og Yusupov og Illesc-
as og Ljubojavic fóru í bið.
Beljavsky hefur þá tekið fprystu á
mótinu með 2,5 vinninga. Óljóst er
vegna biöskáka um röð næstu
manna en Timman, Yusupov og
Nunn gætu orðið jafnir honum ef
þeir vinna biðskákir sínar.
Fjórða umferð verður tefld á laug-
ardag.
-S.dór