Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Sérkjörin ólögleg FlestöU sérkjör viöskiptaban- kanna á innlánsreikningum veröa ólögleg eftir 1. júlí. í bráða- birgöalögum ríkisstjómarinnar kemur fram aö vísitölubinding á skemmri fjárskuldbindingar en til tveggja ára séu óheimilar frá þeim tima. Flestöll sérkjörin miöa við lánskjaravísitölu. Þau faila því undir þetta bana Eig- endur kiörbóka, ábótarreikninga, gullbóka, kaskóreikninga, há- vaxtabóka, sérbóka og tromp- reikninga mega því búast við breytingum á vaxtakjörum þess- ara bóka, einnig þeir sem lagt nafa inn á verötryggðar bækur til þriggja og sex mánaöa. -gse Banaslys í London Ungur íslendingur beið bana í uraferöarslysi í London aöfara- nótt laugardags. Hann hét Valdi- mar Unnar Valdimarsson. Að sögn starfsmanns fslenska sendiráðsins í London er ekki að fullu Ijóst hver urðu tildrög slyss- ins. Þó var ekki aö sjá að um óeðUlegt aksturslag heföi veriö að ræða. Skýrslu er að vænta á morgun. -PLP Fengu gjaldeyri á gamla genginu „Það er verið að vinna að svarinu gjaldeyrisdeUdum bankanna var lok- lega ekki með fúlgur af gjaldi á fullu og stefnt að því að ljúka því sem fyrst,“ sagöi Sigurður Jóhanns- son, forstöðumaöur gjaldeyriseftir- Uts Seðlabankans. Jón Baldvin Hannialsson, þá settur viðskiptaráð- herra, sendi Seölabankanum nýja fyrirspum í kjölfar svars við fyrir- spum um hveijir hefðu tekið út þá 2,5 mUljarða sem urðu tU þess að að og gengið fellt. I svari Seðlabank- ans var upptalning á 243 aðUum sem fengið höíðu eina mUljón eða meira í gjaldeyri frá 9. til 11. maí. Samtals tóku þessir aðUar út gjaldeyri fyrir um 1.100 mUljónir. Jón Baldvin krefst nú skýringa á hvert þær 1.400 mUljónir, sem á vantar, fóm. „Viðskiptabankarnir Uggja vana- fúlgur af gjaldeyri. En í vaxandi gjaldeyrissölu panta þeir gjaldeyri tU þess að geta afgreitt sína viðskiptavini. Bankarnir vom af- greiddir með gjaldeyri á fóstudegin- um og mánudeginum á gamla geng- inu sem þeir höfðu pantað áður en gjaldeyrisdeUdunum var lokað,“ sagði Sigurður. -gse Færeyskur bátur, Víkingur, hefur óskað aðstoðar vegna mikUs leka sem kominn er að bátnum. Báturinn er á Síðugmnni, um 32 sjónulur suð- ur af Ingólfshöfða og um 70 sjómUur Færeyskur bátur óskar aðstoðar: Mikill leki að bátnum frá Homafirði. Þaö var snemma í morgun sem bátsveijar höfðu samband við loft- skeytastöðina á Höfn. Þá var mikiU leki kominn að bátnum og tvísýnt um hvort dælur bátsins hefðu undan. Áhöfnin mun ekki vera í mikUli hættu. -sme Anna Margrét komst ekki í undanúrslit Anna Bjamason, DV, Denver: Fimm fegurstu konur heims vom valdar á Taiwan í gærkveidi en þá lauk Miss Universe keppninni þar. Sigurvegari varð ungfrú Thailand. í öðm sæti varð fulltrúi Suður-Kóreu, ungfrú Japan númer þijú, ungfrú Hong Kong í fjórða sæti og í fimmta sæti varð fuUtrúi Mexíkó. Sigurvegarinn, ungfrú ThaUand, er ahnn upp í Suður-Kalifomíu og stundar nám í bandarískum háskóla. Hún hefur sérstakan áhuga á aö hjálpa fátækum thaUenskum börn- um en á síöastliðnu ári er taUð að tíu þúsund thaUensk böm hafi dáið úr hungri. í fegurðarsamkeppninni, sem sjónvarpað var beint um allan heim, var greinilegt að austurlensk- ar fegurðardísir áttu frekar upp á pallborðiö hjá dómnefndinni en evr- ópskar. Aðeins tvær stúlkur, sem ekki em af austurlenskum eða suð- ur-amerískum uppruna, komust í tíu stúlkna undanúrsUt en það vom full- trúi Bandaríkjanna og ungfrú Noreg- ur. Okkar Anna Margrét var ekki með- al þeirra tíu sem komust í undanúr- sUt en hún bauð af sér góðan þokka þá örskömmu stund sem hún sást á skerminum. Anna Margrét fékk þó meiri auglýsingu en hinar stúlkurn- ar sem ekki komust í úrslit. Þegar norska stúlkan var spurð hvað hún hefði gert sér til skemmtunar í dvöl- inni í Tapei sagðist hún hafa verið í herbergi með Ónnu Margréti, full- trúa íslands, og væri hún sérlega skemmtileg stúlka. Linda Pétursdóttir ásamt foreldrum sínum, Ástu Hólmgeirsdóttur og Pétri Olgeirssyni. Þrettán ára gamall bróðir hennar, Sævar, er einnig á myndinni og unnustinn, Eyþór Gunnarsson. Stúikurnar sem lentu í þrem efstu sætunum eru, talið frá vinstri, Guðbjörg Gissurardóttir sem lenti i öðru sæti, Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning íslands 1988, og Guðrún Margrét Hannesdóttir sem hreppti þriðja sætið. DV-myndir GVA Unnustinn, Eyþór Gunnarsson, óskar fegurðardísinni sinni til hamingju. Fréttir Miss Universe: Fegurðardrottning íslands 1988: Unda Pétursdóttir fegurðardrottning Linda Pétursdóttir, 18 ára Vopn- firðingur, hreppti titilinn fegurðar- drottning íslands á Hótel íslandi í gærkvöldi við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Linda er nemandi í Ármúlaskóla og var kosin ungfrú Austurland í undankeppninni. Lengi þótti tvísýnt um úrslitin því stúlkurnar þóttu hver annarri feg- urri. í öðru sæti lenti Guðbjörg Gissurardóttir, 19 ára Reykvíking- ur og nemandi í Verslunarskóla íslands. Guðrún Margrét Hannes- dóttir, tvítugur Reykvíkingur, hreppti þriöja sætið. Linda Pétursdóttir er fædd á Húsavík en fluttist til Vopnafjarðar tíu ára gömul. Foreldrar hennar eru Pétur Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnaf- irði, og Ása Hólmgeirsdóttir. Unn- ustLLindu er Eyþór Gunnarsson. Áhugamál hennar eru útivist, bók- menntir, tungumál og ferðalög. Að eigin sögn er hún mikill aðdáandi Shakespeares og hefur hún lesið stóran hluta verka hans. í framtíð- inni hefur Linda áhuga á að starfa sem leiðsögumaður á erlendri grund og sem skjalaþýðandi. Keppnin var með því glæsilegra sem gerst hefur í sögu fegurðars- amkeppni íslands. Vönduð skemmtidagskrá átti þar stóran þátt, sem og gott skipulag með áreiðanlegum tímasetningum. Einna mesta athygli af skemmtiat- riðunum vakti litrík danssýning hóps frá Dansskóla Auðar Haralds. Einar Júlíusson söng þijú kunn lög og í síðasta laginu tóku fegurðar- dísimar undir söng hans. Þóttu þær standa sig með prýði og vera ýmislegt til lista lagt. Stúlkurnar sjálfar kusu Halldísi Hörn Höskuldsdóttur vinsælustu stúlkuna og Sigrún Eyíjörð var kjörin ljósmyndafyrirsæta ársins 1988 af ljósmyndurum. -gh Misheppnuð tilraun grænfriðunga í Þýskalandi Sextán meðlimir grænfriöunga reyndu, án árangurs, að koma í veg fyrir að togarinn Ögri legði að bryggju í Bremerhaven í Þýskalandi í gær. Að sögn tals- manns grænfriðunga var tilgang- urinn með þessum aögeröum að fá íbúa Vestur-Þýskalands til að sniðganga íslenskan fisk í mót- mælaskyni við hvalveiðar íslend- inga. Grænfriðungamir rera að tog- aranum á litlum árabátum með uppblásinn hnúfubak í togi. Þeir reyndu aö koma hvalnum milh skips og bryggju með þeim afleiö- ingum aö hvalurinn varð á milli og eyöilagðist Engin slys urðu á mönnum. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.