Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 15 Umhveifismálin fómar- lamb togstreitu Umhverfismál á íslandi hafa um langt árabil liðið fyrir það að vera á dreif um mestailt Stjórnarráðið. Mikilvægir þættir umhverfismála heyra þannig undir sex ráðuneyti og jafnmarga ráðherra og fleiri ráðuneyti koma þar við sögu ef vel er að gáð. Nær 20 ár eru nú liðin síðan hættan af mengun og eyðingu náttúrulegs umhverfis varð á hvers 'manns vörum. í flestum löndum Vestur-Evrópu brugðust stjómvöld við meö því að stofna umhverfisráðuneyti sem tóku við helstu málaflokkum og ábyrgð í umhverfismálum. ísland langt á eftir Hér á landi hefur klukkan hins vegar staðið í stað. Þessi þýðingar- mestu mál samtímans hafa liðið fyrir skammsýni stjórnmála- manna og þröngsýni embættis- manna í Stjórnarráðinu. Ríkis- stjóm eftir ríkisstjórn hefur lofað að taka stórt á til úrbóta en allt hefur það koðnað niður í sundur- lyndi og lágkúru. í stjórnarsáttmála ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar er kveðið á um „að sett verði almenn lög um um- hverfismál og samræmingu þeirra falin einu ráðuneyti". Á Alþingi sl. haust sþurði ég forsætisráðerra um undirbúning þessa máls. Þorsteinn upplýsti þá að þann 3. september 1987 hefði verið skipuð nefnd til að vinna að þessu máli og gera drög að frumvarpi. „Henni var einnig falið að ljúka störfum það fljótt að unnt yrði að leggja frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi fyrir næst- komandi áramót," sagði forsætis- ráðherrann. En áramótin liðu og ekkert frum- varp birtist og Alþingi lauk störf- um án þess nokkurt frumvarp um umhverfismál væri lagt þar fram. Um það leyti sem þinginu var að ljúka greindu fjölmiðlar hins vegar KjaHariim Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið frá því að nefnd forsætisráðherra hefði lokiö störfum og skilað tillög- um að frumvarpi til ríkisstjórnar- innar. Nú liggja þessar tillögur hjá þingflokkum stjórnarliðsins og hjá íjölmiölum en stjórnarandstaðan hefur ekkert fengið formlega í hendur. Þríhöfða þurs Þessar síðbúnu tillögur hljóta þó að vekja væntingar hjá þeim sem láta sig varða umhverfismál og náttúruvernd. Hætt er við því að vonbrigði verði mikil þegar mönn- um gefst kostur á að kanna inni- haldiö. Þannig fór a.m.k. um undir- ritaðan eftir að ég hafði lesið yfir tillögur nefndarinnar. Hér er ekk- ert lagt til aö stofnaö verði um- hverfisráðuneyti sem einhvers verði megnugt og rísi undir nafni. Þess í stað er málum skákað milli ráðuneyta og búið til stjórnun- arapparat sem lítU von er til að skiU árangri. í „frumvarpi" nefndarinnar er tekið fram aö umhverfismál sam- kvæmt lögunum skuli heyra undir þrjú Táðuneyti: félagsmálaráöu- neyti, heilbrigðis- og trygginga- ráöuneyti og samgönguráðuneyti. Það síðasttalda á að taka við þeim þáttum umhverfismála sem nú heyra undir menntamálaráðuneyt- ið og heita síðan samgöngu- og umhverfisráðuneyti! Togstreitan sett í nefnd í stað þess að stofna heildstætt umhverfisráðuneyti, sem m.a. tæki við náttúruvernd, mengunarvörn- um og skipulagsmálum, er búin til „stjómarnefnd umhverfismála". Þrír ráðherrar eiga hver um sig að tilnefna í hana fulltrúa, þ.e. félags- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og samgönguráðherra. Auk þess er gert ráð fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefni einn og nátt- úruverndarþihg einn fulltrúa í nefndina. Þessi stjórnarnefnd skal skipuð til íjögurra ára í senn og hún á að glíma við að stilla ráð- „Alþýðuflokkurinn hefur hingað til enga skoðun haft á skipan umhverfis- mála og Framsóknarflokkurinn slær úr og 1. Það var því ekki við miklu að búast.“ herrana og ráðuneytin þrjú saman í aðgerðum á sviöi umhverfismála. Meðal margra „hlutverka“ stjórnarnefndarinnar á að vera að „ákveða aögerðir í skökunartilvik- um og vinna að samnýtingu starfs- krafta“ og „úrskurða í ágreinings- málum um aðgerðir". Náist ekki samkomulag á þessu friðsemdar- heimili virðist sem samgönguráð- herrann eigi að höggva á hnútinn. Menn sjái fyrir sér Matthías Á. kveða upp úrskurð í málaflokkum sem heyra undir þau Jóhönnu Sig- urðardóttur og Guðmund Bjarna- son! Umhverfismálaráð sérfræðinga Samkvæmt „frumvarpinu“ á að leggja Náttúruverndarráð niður og flytja „stöðuheimildir" þess yfir í „umhverfismálaskrifstofu sam- göngu- og umhverfismálaráðu- neytis". Samkvæmt gildandi lögum kýs fjölmennt náttúruvemdarþing, sem haldiö er þriðja hvert ár, 6 menn í Náttúruvemdarráð. Ráðiö ræður sér síðan framkvæmda- stjóra og annað starfsfólk. Þetta félagslega tæki á nú að leggja niður og embættismenn taka við. En ekki nóg með það. Samgöngu- og umhverfisráðherrann á að skipa 7-manna „umhverfismálaráð“ sér- fræðinga til fjögurra ára „og skal það vera til ráðgjafar og umsagnar fyrir ríkisstjórn og stjórnarnefnd umhverfismála". Samkvæmt „frumvarpinu“ virðist ráðherrann velja viðkomandi sérfræðinga milliliöalaust, nema formann ráðs- ins, sem „skal skipaður að fengn- um tillögum Háskóla íslands, og skal hann hafa alhliða þekkingu á umhverfismálum“. - Það er best að menn fari strax að skyggnast um innan Háskólans eftir hinum alvitra formanni og hver veit nema búið sé aö hengja á hann bjölluna. Margt óljóst og háifkarað Þrátt fyrir 23 fundi nefndar for- sætisráðherra, sem undirbjó þetta „frumvarp", og aö nefndin hefði á sínum snærum „ritara og sér- stakan starfsmann“, er fjölmargt óljóst og hálfkarað í þessari kostu- legu smíð. Þannig er vísað til nauð- synlegra breytinga á stórum laga- bálkum, svo sem lögum um nátt- úruvemd, lögum um landgræðslu og lögum um skógrækt, án þess að nánar sé um þá endurskoðun fjall- að. „Frá 1. janúar 1990 skulu liggja fyrir endurskoðuð lög um starf- semi þessara stofnana, er taki mið af breyttum rekstri. . .“, stendur þar. Hvernig halda menn að sam- komulagið verði í ríkisstjórn og á Alþingi ef þannig á að binda hend- ur löggjafans fyrirfram? Hefði ekki verið nær að unnið væri jafnhliða aö slíkum lagabreytingum og mörgu fleira sem snertir þessa „samræmingu“. Þetta á einnig við um eftirlit með framkvæmd þessara væntanlegu laga en á því sviði er margt í þoku. Andvana fætt plagg? Því miður hafa andstæðingar nauðsynlegra breytinga á stjórn umhverfismála enn einu sinni farið hér með sigur af hólmi. Nær algjör skilningsskortur ríkir á þessum málum í forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Alþýðuflokkurinn hefur hing- aö til enga skoöun haft á skipan umhverfismála og Framsóknar- flokkurinn slær úr og í. Það var því ekki við miklu að búast. Mér kæmi heldur ekki á óvart þótt þetta „frumvarp" dagaði uppi í þing- flokksherbergjum stjórnarliðsins og enn muni nokkur tími líða uns menn ná áttum í þessum mála- flokki. Hjörleifur Guttorm sson Satínlök og alnæmi Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri skrifar athyglisverða kjallaragrein í DV fóstudaginn 13. maí sl. sem ég get ekki látið hjá líða að fjalla lítillega um. Þekkingin ein nægir ekki í greininni gætir nokkurs mis- skilnings hver sé tilgangur sjón- varpsauglýsingarinnar „fólk deyr af völdum alnæmis". Tilgangurinn er ekki að fræða áhorfandann um helstu smitleiðir alnæmis heldur að minna áhorfandann á að kyn- mök eru helsta smitleiðin. Endur- teknar kannanir heilbrigðisyfir- valda (Félagsvísindastofnun í mars 1987 og Gallup í desernber 1987) hafa leitt í ljós að almenningi er fullkunnugt um hvernig alnæmi smitast. En þekkingin ein nægir ekki. Breytt hegðun þeirra sem taka áhættu í eigin kynlifi er for- senda þess að takist að hefta frek- ari útbreiðslu. Ýmislegt bendir til að nokkuð hafi þegar áunnist. Þannig taldi rúmlega tíundi hver aðspurðra í Gallupkönnuninni í desember 1987 að þeir annaöhvort hefðu þegar breytt hegðun sinni eða ætluðu að gera það til að forð- ast að smitast af alnæmi. Það kost- ar átak að breyta lífsmunstri og hegðun. Vandinn er sá að ef ekki er ítrekað hver hættan er sækir fljótt í sama farið áftur. Frá því að umrædd auglýsing var fyrst birt hef ég fengið nokkrar til- lögur um hvernig mætti gera aug- Kjallarinn Guðjón Magnússon dr. med. aðstoðarlandlæknir lýsingu í stað þessarar og/sem aö mati tillögumanns væri betri. Gall- inn er bara sá aö ég hef enga tillögu séð enn sem ég tel líklegt að næði sama árangri og umrædd mynd, þ.e. að vekja almenning til um- hugsunar og skapa umræður um hvernig sé hægt að koma í veg fyr- ir frekari útbreiðslu þessa lífs- hættulega kynsjúkdóms. Ég tek hins vegar heilshugar undir hug- myndir Þórunnar að gera fleiri myndir fyrir sjónvarp um alnæmi. Sjónvarpið er mjög áhrifamikill fjölmiðill og því góður liðsmaður í allri heilbrigðisfræðslu. Jafnframt tek ég undir að þarft sé að gera öðru efni, svo sem áfengis- og fíki- efnaneyslu, betri skil í sjónvarpi. Ég vil taka fram að samskipti við ríkissjónvarpiö og Stöð 2 vegna sýningar „fólk deyr af alnæmi" hafa verið mjög góð. Stuðning sjón- varpsstöðvanna er ljúft að þakka. Aðeins hluti af stóru verkefni Ástæða er til að undirstrika að umrædd auglýsing er aðeins hluti af stóru verkefni, almennri fræðslu um alnæmi og baráttu gegn for- dómum. Dreift hefur verið fræðslu- efni á öll heimili í landinu, farið í grunn- og framhaldsskóla, geröir sjónvarpsþættir og þessa dagana er farið á fjölda vinnustaða og rætt við starfsfólk. Undirtektir á vinnu- stöðum eru alls staðar mjög góöar og áhugi á að ræða um alnæmi. Þá er unniö áö enduskoðun kyn- fræðslu í skólum í samvinnu við fræðsluyfirvöld og þessa dagana eru að koma út nýir fræðslubækl- ingar um getnaðarvarnir sem kosta meira en umrædd auglýsing. Ríkisútvarpið gerði alnæmi skil í dagskrá rásar eitt dag hvern í eina viku nýlega og flutti þá meðal ann- ars leikritið: Eru tígrisdýr í Kongó? Þetta leikrit var sl. sumar sýnt á yfir 30 stöðum um land allt með stuðningi heilbrigðisyfirvalda. Unnið er að gerð kynningarefnis fyrir útvarpsstöðvar og námskeið- um fyrir kennara, presta og blaöa- menn. Það fer því fjarri að auglýs- ingin sé eina framlag heilbrigöis- yfirvalda og annarra opinberra aðila til alnæmisvama. Auk þess er unnið að alnæmisvörnum af öðrum aðilum, heilbrigðisstofnun- um og heilbrigðisstarfsmönnum, Samtökunum ’78 og félagasamtök- um, þar á meðal Rauða krossi ís- lands. Ástæðulausar áhyggjur Af reynslu annarra þjóða virðist mega ráða að ekki sé hægt að ná til allra með alnæmisfræðslu með einum og sama hætti. Á þeirri reynslu hefur veriö byggt. Margt er þó ógert og góð ráð vel þegin. Ahyggjur yfir að almannafé sé illa varið í alnæmisfræðslu eru ástæðulausar. í reynd hefur teygst ótrúlega vel úr takmörkuðu fjár- magni til alnæmisvama og varna gegn öðrum kyr.sjúkdómum (5,3 milljónir 1987 og 10 milljónir 1988). Fyrirtæki og stofnanir hafa lagt fram með einum eða öörum hætti framlög sem eru mikils virði og gert hafa útgáfu og kynningu mun meiri en ella. Þannig bauð eitt fyr- irtæki hér í borg nýlega aö kynna alnæmi á umbúðum, heilbrigðis- yfirvöldum að kostnaðarlausu. í heild nemur kostnaður við gerð auglýsingarinnar og sýningu í sjónvarpi allt árið 1,4 milljónum króna. Ég læt lesandanum eftír að dæma um hvort þessi upphæð sé há. Þórunn, og reyndar fleiri, setja samasemmerki milli subbuskapar, skuggalegra skemmtistaða, skyndikynna og alnæmis. Það geri ég ekki. Það var svo sannarlega með vilja gert að nota glansandi satinlök, fallegt umhverfi og „tand- urhreina og fallega kroppa", svo notuð sé lýsing Þórunnar. Boð- skapurinn er skýr. Smitið leynist víðar en í öngstrætum erlendra stórborga og myrkum skúmaskot- um. Satínlökin koma ekki í veg fyr- ir smit. Það gerir eingöngu ábyrg hegðun okkar sjálfra. Þetta er sjúk- dómur sem snertir okkur öll, ekki bara hina. Guðjón Magnússon „Boðskapurinn er skýr. Smitið leynist víðar en 1 öngstrætum erlendra stór- borga og myrkum skúmaskotum. Sat- ínlökin koma ekki í veg fyrir smit. Það gerir eingöngu ábyrg hegðun okkar sjálfra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.