Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Fréttir „Treysti því að þetta sé ábyrg ríkisstjóm „Viö teljura þá offramleiðslu, sem nú er á gönguseiðum, vera gullið tækifæri til aö byggja fi- skeldið upp á skemmri tíma en gert hefur veriö ráð fyrir,“ sagði Friörik Sigurösson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fl- skeldis- og haíbeitarstöðva, í samtali viö DV. Fiskeldismenn hafa óskaö eftir fyrirgreiöslu rfldsstjómarinnar svo þeír geti tekiö til matfiskeldis 4,7 milljónir seiða sem Ijóst er að ekki munu seljast. Skipuð hefur verið nefnd á vegum stjómvalda til aö kanna hvað sé hægt að gera. Um er aö ræða stofnkostnað upp á 900 milljónir króna en gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði 2,1 mflljarður. Með því er gert ráö fyrir að nýtt veröi 10 milljón seiöi og úr þeim veröi framleidd 12 þúsund tonn af laxi á næstu tveimur ámm. Útflutn- ingsveröraæti hans em um 3 milljarðar og segir Friðrik að þannig fáist upp í kostnaö á fyrstu tveimur áranum. „Viö emm að fara fram á ákveðna fyrirgreiðslu og skilning sem buggist á því að við flýtum uppbyggingu um eitt og hálft ár. Þróun, sem heföi orðið á þremur árum, verður á einu og hálfu ári.“ Aðgeröimar, sem fiskeldis- mennimir leggja til, eru að Byggðastofnun, Iðnþróunarsjóði, Framkvæmdásjóði o.fl. verði gert kleift aö lána fé til fiskeldis. Þá vilja þeir að Ríkisábyrgðarsjóður veiti ábyrgðir vegna afurðalána og hlutfall lánanna verði hækk- að. Þá er fariö fram á niðurfell- ingu raforku til sjó- og vatns- dælingar í fiskeldi og samræm- ingu á raforkuverði til fiskeldis. -JBj Hagnaður hjá Samvinnu- tryggingum og Andvöku Hagnaður af rekstri Samvinnu- trygginga og Andvöku á árinu 1987 var 10,8 milljónir kr. Útkom- an er því betri en árið 1986 en þá nam hagnaöurinn tveim milljón- um. Heildariðgjöld Samvinnutrygg- inga vom 976,8 milljónir og hækkuðu um 26% frá fyrra ári. Tjón ársins námu 827,6 milfjón- ura sem er um 30 % hækkun milli ára. Hagnaður var af eignar- tryggingum, frjálsum ábyrgðar- tryggingum, sjó- og farmtrygg- ingum og endurtryggingum en tap var á slysa- og sjúkratrygg- ingum og ökutækjatryggingum. Þar var afkoraan verst eins og hjá öðrum tryggingafélögum og nam tapið 18,4 milljón- um. Eigiö fé félagsins telst 177,8 milljónir og niðurstöðutala efna- hagsreiknings 1,3 milljarð- ur. Sala Andvöku á liftryggingum gekk vel á síðasta ári og hækkuðu iðgjöld ársins um 20 % milli ára eða í 34,2 milljónir. Tryggingar- stofn félagsins nam í árslok um 14,7 milljörðum kr. þar sem 13.991 maður var tryggöur. „Við erum tílbúin tfl að semja ef okkur berst almennilegt samningst- flboð.Við viljum halda kaupmætti miðað við síðasta ár og gera enn bet- ur. Krafan er kjarabót, en öll tilboð ríkisins til þessa hafa þýtt kjara- skerðingu. Við höfum bent á að ef ekki takast samningar við kennara mun það hafa alvarlegar afleiðingar í for með sér í haust. Eftirspurn eftir kennarastörfum hefur verið htil og því veröur erfitt að fá kennara tfl starfa þegar skólarnir hefja störf í haust. Hingað til hefur sá vandi ver- ið einna mestur í dreifbýlinu, en mun veröa áberandi hér í þéttbýlinu ef ekki nást samningar fyrir haustið. Það hlýtur að verakominn þrýsting- ur á ríkisstjómina að ná samningum við okkur sem fyrst svo hægt sé að halda úti skólastarfi í landinu," sagði Sigrún Águstsdóttir hjá Kennara- sambandi íslands í samtali við DV í gær, en hún á sæti í samninganefnd kennara. Kennarasambandiö hefur átt í viö- ræðum við samninganefnd ríkisins frá áramótum. Talsmenn þess segja að þrátt fyrir langlundargeö og samningsvilja fulltrúa Kennarasam- bandsins hafi hvorki gengið né rekið í viðræðunum. Föstudaginn 13. maí hafi samninganefnd ríkisins gert Kennarasambandinu tilboð um kjarasamning og krafist þess að frá honum yrði gengið fyrir helgina. Á laugardag hafi stjórn og kjararáð Kennarasambandsins hafnað tilboð- inu. Talsmennirnir segja að stjórn kennarasambands íslands telji ósæmilegt af ríkisvaldinu að ætla sér að knýja fram samninga með þeim hætti sem reynt hefur verið, á sama tíma og gengisfelling vofir yfir og í kjölfar hennar efnahagsaðgerðir sem enn hafa ekki verið gerðar opin- berar. Sigrún sagði að kennarar biðu eftir þvi að samninganefnd sæi sig knúna tfl að kalla tfl fundar þar sem yrði samið um kjarabætur fyrir kennara. Sagðist hún ekki vera sérlega bjart- sýn á aö þaö gerðist í bráð, en sagð- ist trúa því og treysta að þetta væri ábyrg ríkisstjóm. „Ef ekkert hefur þokast í sam- komulagsátt í haust munu kennarar íhuga harðari aðgerðir," voru loka- orð Sigrúnar. -HLH Tilbúnar múrblöndur Rétt hráefni i hvert verk Semkís múrblöndur fyrir fagmenn. Tilbúnar til notkunar. Vant- ar aöeins vatniö. Til múrhúðunar úti og inni. Fást í hámarks- kornastæröum 1 mm og 2 mm. Góðar í múrsprautur og dælur. Múrblöndur í sérhæfð verkefni: POKAMÚR til pokapússunar, bæði úti og inni. Hámarks-kornastærð 0.5 mm. Og RAPPMÚR undir múrhúð, bæði úti og inni. Hámarks-kornastærð 2 mm. Góður til að líma plasteinangrun. Tilvalinn í múrsprautur og dælur. Athugið: Loftblendi er í öllum Semkís múrblöndum. Það tryggir frostþol. MÚRNÉIA i stað kalks Múrméla gerir múrblöndur’ þjálli, mýkri og léttari. Minnkar vatns- drægni og hættu á sprungum. Múrméla er þurrkaður, hreinn og fínmalaður skeljasandur sem nota má í allar múrblöndur. Úti og inni. Þú þarft ekki að nota kalk. Og losnar við ryk og óþrifnað. Fæst í öllum byggingarvöruverslunum. HEILDSÖLUDREIFING: SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS SÆVARHÖFÐA 11, 112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-83400 MÁNABRAUT 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555 sércteypan =i KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SÍMI: 93-13355

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.