Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 42
58 Fréttir_____________________________________ Félagsmálaráðherra: Kaupleigukerfið er það sem koma skal - vaxtahækkun hjá Húsnæðisstofnun möguleg en ekki í tengslum við hliðarráðstafanir Jóhanna Sigurðardóttir segir kaupleiguibúðir vera það sem koma skal. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, hefur skipað nefnd til að endurskoða almenna húsnæðis- málakerflð. Þá er í gangi vinnuhópur sem er að skoða félagsmálakerfið. Mun sá hópur skila niðurstöðum sín- um fyrir 1. júlí en þá er ætlunin að skipa nefnd sem íjalli um félagslega kerfið. En af hverju er verið að um- bylta þessum kerfum svo skömmu eftir að miklar lagasetningar hafa átt sér stað? „Almenna húsnæðiskerfið er end- urskoðað núna til að fá festu í það. Til stóð að skoða félagslega kerfið fyrir tveim árum og var skipuð milli- þinganefnd til þess. Engin niðurstaða fékkst úr því en nefnd verður einnig skipuð um það í sumar,“ sagði félags- málaráðherra. Kerfin tvö í hús- næðiskerfinu, það félagslega og hið aímenna, fá þvi mikla umfjöllun í sumar og það sitt í hvoru lagi sem mörgum þykir marka tímamót því með því er verið að aðgreina kerfin enn frekar í sundur. Sagði ráðherra að því yröi fylgt eftir með lagasetn- ingu um almenna kerfið í haust. En hver verður framtíðarþróunin í fé- lagslega kerfinu? „Mín skoðun er sú að kaupleigu- , kerfið geti svarað öllum þeim þörfum sem komið geta upp í félagslega kerf- inu. Það hlýtur að koma til álita að sameina allt félagslega kerfið innan kaupleigukerfisins en nauösynlegt er að sameina félagslega kerfið. En ég ræð þessu auðvitað ekki ein." Ráðherra vildi ekki tímasetja hve- nær búast mætti við þessari einfóld- un á félagslega kerfinu en sagði að það gæti þó orðið frekar fyrr en síð- ar. „Ekki tímabært að hækka vexti nú“ Breytingar á vöxtum lána frá Hús- næðisstofnun komu inn í umræðuna um væntanlegar efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar. Var meðal ann- ars nefnt að fella út vísitölubindingu en hækka vexti upp í 5%. Þetta var tillaga framsóknarmanna og þýddi væntanlega það að lánin yrðu enn hagstæöari en þau eru í dag. Mörgum þykir þetta ekki raunhæft og er það hald margra, sem um húsnæðismál- in hafa fjallað, að ekki verði komist hjá því að hækka vexti af lánum. Þeir eru í dag 3,5% á meðan almenn- ir vextir eru 8-10%. En kemur til greina að hækka vexti nú í kjölfar annarra ráðstafana ríkisstjórnarinn- ar? „Mín skoðun er sú að vextina verði að hækka en ég tel hins vegar ekki tímabært að gera það núna," sagði ráðherra. Jóhanna sagði að það yrði eitt af hlutverkum nefndar þeirrar, sem nú hefur verið skipuð undir for- ystu Kjartans Jóhannessonar, að endurskoða þessi ákvæði. Nefnd sem ráðherra skipaði í janúar átti að end- urskoða vaxtaákvæði, til dæmis hvort unnt væri að haga vaxta- greiðslum í gegnum skattakerfið. Ráðherra tók fram að vextir verða aldrei reiknaðir afturvirkt en hins vegar er ákvæði um það í öllum lán- um Húsnæðisstofnunar að unnt sé að hækka vexti á þegar teknum lán- um. Þannig að þó að fólk sé búið að fá lán í hendurnar með 3,5% vöxtum þá er engin trygging fyrir því að þeir vextir geti ekki hækkað. -SMJ Tómstundir unglinga á Akureyri: Tónlist og íþróttir njóta mestrar hylli Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyn: Samkvæmt könnun á tómstundum unghnga á Akureyri njóta tónlist og íþróttir langmestrar hylli. Könnun þessi var gerð meðal nemenda í 7., 8. og 9. bekk í skólum bæjarins, 710 nemendur svöruöu eða um 90% nem- enda í þessum bekkjardeildum. Stuðst var viö spurningalista sem notaðir höfðu veriö í svipuöum könnunum í Reykjavík, en spurning- arnar aðlagaðar aðstæöum á Akur- eyri. 61,5% unglinganna merktu við tón- list sem áhugamál sitt, og 56,6% við íþróttir. í þriðja sæti komu ferðalög, útivist og útilegur með 35,5%, kvik- myndir 34,4%, vélhjól, fjórhjól og vélsleöar 31,7%, fót/tíska 30,0%, tölv- ur 22,8%, gæludýr 22,7%, hestar 21,7% og dans 21,0%. Önnur áhuga- mál komu þama talsvert á eftir. Skiptingin var nokkuö mismun- andi eftir kynjum. Þannig merktu 39,4% stúlknanna við dans en aðeins 2,3% strákanna og viö liðinn föt/tíska merktu 52,3% stúlknanna en aðeins 7,4% strákanna. Við hðinn vélhjól, fjórhjól, vélsleðar merktu 50,1% strákanna en aðeins 13,7% stúlkn- anna og 37,0% strákanna sögðust hafa áhuga á tölvum en aðeins 8,9% stúlknanna. Lítið reykt og drukkið Spurt var um ýmislegt fleira en tómstundir. Þannig kom fram í könnuninni að aðeins 3% ungling- anna nota tóbak. 97% sögðust ekki reykja, 2% sögðust reykja 1-5 síga- rettur á dag og 1% reykja meira en 10 sígarettur á dag. Unghngamir voru spurðir hvort þeir heíðu neytt áfengis helgina áður en könnunin var gerð. 8% þeirra sögðust hafa fundið á sér þá helgi, 21% sögðust stundum neyta áfengis en 71% sögðust aldrei neyta áfengis. Vantar samastað Unghngarnir voru spurðir: „Hvað finnst þér aö helst þyrfti aö gera til þess að bæta æskulýðsstarf á Akur- eyri?“ Um helmingur unghnganna kom með thlögur um úrbætur. Nokkrar voru mjög almenns eðhs, svo sem að auka þyrfti fjölbreytni og hafa starfiö skemmtilegra. Flestir þeirra sem á annaö borð svömðu spurningunni settu fram ákveönar úrbótathlögur, en aðeins ein þeirra virtist hafa al- mennan hljómgrunn. Hún var á þá leið að það vantaði samkomustað fyrir unghnga á aldrinum 16-18 ára þar sem þeir gætu hist, helst alla daga og allan daginn, en einkum á kvöldin og um helgar og þar væri aðstaða til að dansa. ALTERNATORAR tH |§|raí fyrir báta ★ 12 volt í stærðum 63 og 108 Amp ★ 24 volt í stærðum 40-65-80 og 100 Amp f *}. ★ Frá USA É | Pw ★ Allir einangraðir (fljótandi pólar) ★ Allir með innb. spennustilli ★ Frábær verð og gæði ★ Nýir (ekki uppgerðir) é f Hl Einnig startarar fyrir margar bátavélar. VnX" Varahluta og viðgerðaþjónusta. LÆKKAflC^ ^7VERÐ^_ Bílaraf hf. Borgartúni 19 - sími 24700 ,Í>RIÐJUDAGIÍR'24: IVTAÍ Í988. Hafnarfjorður fær Helllsgerði í afmælisgjóf -kaupstaður í 80 ár Hátíðardagskrá í thefhi þess aö 80 ár em hðin frá því aö Haöiar- fjöröur fékk kaupstaðarréttindi var kynnt af bæjarstjóra og full- trúa framkvæmdanefndar hátiö- arinnar á veitingahúsinu A. Hansen. Hefst dagskráin á afmælisdag- inn, 1. júní, með athöfii í Hellis- gerði sem er skrúögarður Hafn- firðinga. Þar mun málfúndafélag- ið Magni afhenda Hafnarfjarð- arbæ Hellisgeröi formlega til umsjónar og varðveislu. Þaö var málfundafélagið sem hóf gróður- setningu í Hehisgerði á miðjum ’þriðja áratugnum, en garðurinn var opnaður almenningi 1927. Hin síðari ár hefur Hafnarfjarð- arbær séð um Hehisgerði að öllu leyti, þannig aö um táknræna at- höfn er að ræða. Um kvöldið sama dag verður hátíðardagskrá í Hafnarborg, hinni nýju félags- og menningar- miðstöð Hafnfirðinga þar sem forseti íslands og fleiri gestir verða viðstaddir. Annan júní verða ýmsar sýn- ingar opnaðar. Þar má nefha sýn- ingu í byggðasafninu eða Ridd- arasafhinu er tengist ákveðnum persónum úr sögu Hafnarfjarðar, sýningu í Öldutúnsskóla um skipulag í Hafnarfirði síðastliöin 80 ár og loks kvikmynda- og myndbandasýningu í Bæjarbíói. Þar verður kvikmynd gerö í til- efni 50 ára afmæhs bæjarins sýnd, en hún hefur verið færð yfir á myndband. Hefur Erlendur Sveinsson verið fenginn til að safiia alls kyns myndbútum um Hafnarfjörð á myndband, þeir elstu eru frá 1936. Föstudagurinn 3. júni veröur helgaður börnunum, með hóp- göngu bama, iþróttamótum, skákmóti og fieiru. Þann dag veröur einnig hsta- verk á gafli fiskmarkaöarins í bænum afhjúpað. Er það eftir Gest Þorgrímsson og Rúnu og verður sjómönnum og fisk- vinnslufólki boöið sérstaklega til að vera viðstatt þá athöfn. Síöasta daginn, laugardaginn 3. júni, verða aðalhátiöarhöld þau sem aö bæjarbúum snúa með fiöl- skylduhátíð i íþróttahúsinu, ahs kyns skemmtiatriðum og uppá- komum í miðbænum. -HLH Nýbygging Alþingis: Unniö að teikningum Verið er að vinna að teikning- um að nýbyggingu fyrir Alþingi. Þær teiknihgar, sem nú er verið að gera, eru th þess að Alþingi geti tekiö þetta mál th efnislegrar meðferðar á næsta þingi. í fjár- lögum þessa árs var varið sex mhljónum króna th hönnunar- vinnu. Eftir að þessar teikningar verða lagðar fyrir Alþingi verður fyrst hægt að ákveða h vort ráðist verö- ur í lokahönnun hússins. Verði þaö gert er eftir að ákveða hvort húsiö verður byggt og þá hvenær. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaös þihgs, sagði aö á árinu 1981 heföi veriö ákveðið að efna til samkeppni um nýby gg- ingu fýrir Alþingi. Af þeim teikn- ingum sem bárust heföi ein veriö valin og eftir henni væri unnið nú. Eins og fyrr sagði voru veittar 6 mihjónir króna af fjárlögum þessa árs th nýbyggingarinnar. í fyrra voru veittar 12 milljónir. Þorvaldur Garðar taldi víst aö ekki yrði unniö fyrir hærri fjár- hæð en fiárlög gerðu ráð fyrir. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.