Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 51 . DV Fréttir Óþrif og sóðaskapur í grónu íbúðaihverR: Óíbúðarhæft hús látið grotna niður í fjögur ár - nágrannarnir hafa misst þolinmæðina „Við erum alveg sprangin. Sóða- skapúrinn er með eindæmum og veggir hússins eru að því komnir að hrynja. Það liggur hola undir húsið og þaðan kemur megn óþefur. Þetta er stórhættulegt fyrir þá krakka sem eru að leika sér þama. Þeir hjá borg- inni hafa reyndar komið og neglt fyr- ir glugga og reynt að fylla upp í hol- una en þetta er fljótt að komast í sama horfið aftur. Brotist er inn og ýmislegt eyðilagt,“ segir nágranni hússins númer 17 í Skipasundinu. Þar hefur ekki verið búið síðastlið- in fjögur ár og húsiö fengið að grotna niður í rólegheitum. Reyndar var húsið óíbúðarhæft við söluna en vegna málaferla í tengslum við hana hefur komið upp sú staða að enginn vill taka ábyrgð á húsinu. Hjá hreinsunardeild horgarinnar fengust þær upplýsingar að reynt væri að halda þessu í horfinu en er- fitt að fara út í frekari framkvæmdir þar sem ekki væri hægt að draga neinn til ábyrgðar enn. Heilbrigðiseftirlitiö fékk nýlega kvörtun út af húsinu og hefur skilað áhti til Byggingamefndar Reykjavík- ur. Mælist heilbrigðiseftirlitið til að húsinu verði lokað almennilega og aðrar viðunandi ráðstafanir gerðar. Málið verður tekið fyrir á fundi Byggingamefndar á næstunni og velta nágrannar því fyrir sér hvort ákveðið verði að rífa húsið. -HLH Svona litur húsið að Efstasundi 17 út og veldur ibúum götunnar angri. DV-mynd KAE Ársvetta Baulu stefnir í 80 milljónir „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur síðan við byrjuðum starf- semi í byrjun október. Það stefnir í að ársveltan verði á milli 70 og 80 milljónir króna. Nú var að koma ný tegund á markaðinn hjá okkur, Baulubros, og þar með erum við með 10 tegundir á markaðnum," sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Baulu hf„ en fyrirtækið var að senda nýja jógúrt frá sér. Baulubrosið er í nýjum umbúðum úr plasti og pappa sem eru mun sterkari en venjulegar plast- dósir. Þórður sagði að þeir hjá Baulu væra búnir að selja hátt í tvær millj- ónir dósa af jógúrt sem enn er eina framleiðsla fyrirtækisins. Sagðist hann búast við að fyrirtækið næði að framleiða hátt í fjórar milljónir dósa á fyrsta starfsárinu. -SMJ Meðattekjur sjó- manna í fyrra 1.655 mil|jónir Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar vora meðaltekjur sjó- manna á landinu árið 19871.655 millj- ónir. Við þessa útreikninga var not- ast við úrtak úr skattaframtölum 1988. í úrtakinu voru 517 einstakling- ar. Á þessum tölum er þó sá fyrirvari að þijú skattaumdæmi, Reykjavík, Reykjanes og Norðurland vestra, vantar inn í þær. Því liggja réttar tölur um hæstu og lægstu tekjur eft- ir umdæmum ekki fyrir. Endanlegt uppgjör er væntanlegt á næstu mán- uðum. -StB ísafjörður: Styrktarfélagið gaf Bræðratungu bílinn Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Fyrir stuttu var greint frá því hér í DV aö Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vest- fjörðum, hefði fengið að gjöf mikinn og góðan bíl, sem er alveg rétt. Aftur á móti var það ekki rétt að svæðis- stjórn heföi gefið bílinn. Hið rétta í þessu máh er aö það var Styrktarfélag vangefinna á Vest- fjörðum sem af myndarskap sínum gaf Bræöratungu umræddan bíl. Hér með er beðist velvirðingar á þessum mistökum. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S.68 12 99 SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SER!! MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum- 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.