Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Viðskipti__________________________________________________________________________dv Vöruþróunarátak Iðntæknistofnunar kynnt: Iðntæknistofnun íslands stóð fyrir fjölmiðlakynningu á dögunum þar sem vöruþróunarátak stofnunarinn- ar var kynnt. Kynntu 4 fyrirtæki, sem þátt tóku í vöruþróunarverkefninu, árangur- inn. Gluggasmiðjan, sem þróaö hefur glugga úr timbri og áli, Hugrún sf„ sem þróað hefur tæki til að mæla hitastig sjávar og seltumagn í gám- um, Bakarí Friðriks Haraldssonar, sem vélvætt hefur flatkökufram- leiðslu, og loks Tex-stíll hf. sem hannar tískufatnað. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, fór fáum orðum um vöruþróunarátakið og sagði meðal annars að nýsköpun og aukin fram- leiðni yrði ekki þegar beitt væri hag- stjómartækjum, heldur þegar átak eins og þetta væri framkvæmt. Sam- keppnishæfni fyrirtækjanna heíði meira að segja en aðgerðir að ofan. Þörf fyrir vöruþróun væri alls staðar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 18-23 Ab 6mán. uppsögn 19-25 Ab 12mán. uppsögn 21-28 Ab 18mán. uppsógn 28 Ib Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab.Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 4 Allir Innlán með sérkjörum 19-28 Vb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb Sterlingspund 6,75-8 Ob Vestur-þýsk mörk 2,25-3 Áb Danskarkrónur 8-8,50 V6 ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 30-32 Bb.Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31-34 Bb.Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaúpgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 33-35 Sp Utlán verðtryggð . Skuldabréf 9.5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 29,5-34 Lb SDR 7,50-8.25 Lb Bandarikjadalir 8,75-9,5 Ob Sterlingspund 9.75-10,25 Lb.Bb. Vestur-þýsk mork 5-5,75 Sb.Sp Ob Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3,7 á ' ■' iffe mán. MEÐALVEXTIR óverötr. maí 88 32 Verötr. mal88 9.5 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala maí 2020 stig Byggingavísitalamaí 354 stig Byggingavisitala maí 110.8 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Ávoxtunarbréf 1,5273 Einingabréf 1 2.763 Einingabréf 2 1,603 Einingabréf 3 1,765 Fjólþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,803 ^Lifeyrisbréf 1.389 Markbréf 1,460 Sjóðsbréf 1 1,363 Sjóðsbréf 2 1,272 Tekjubréf 1,383 Rekstrarbréf 1,0977 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 128 kr. Eimskip -« 215 kr. Flugleiöir 200 kr. Hampiöjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 105 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. Tollvörugeymslanhf. 100kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja' aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki' kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. sagði Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar eins og sæist best á íjölda og fjöl- breytni umsækjenda. Tilgangurinn með þessu vöruþró- unarátaki var að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að þróa vömr sem væm samkeppnisfærar á heimamarkaði og hæfar til útflutn- ings. Jafnhliða þessu var ætlunin að stuðla að frekari þekkingu á vöru- þróun og undirstrika mikilvægi hennar fyrir nýsköpun í landinu. Vömþróunarátakið hefur á sl. tveim árum fengið samtals 14 millj- ónir af íjárlögum, auk tveggja millj- óna frá Iðnlánasjóði, til að standa undir stjórnunarkostnaði. Var átakið auglýst í haust og bár- ust 65 umsóknir frá stórum og smáum fyrirtækjum úr öllum geir- um atvinnulífsins. Eftir síun, þar sem stuðst var við þætti eins og af- mörkun verkefna umsækjenda, markaðslegar forsendur, arðsemi, nýnæmi o.fl., var ákveðið að styrkja aús 23 verkefni fyrirtækja. Hefur þátttakendum verið veitt bæði íjárhagsleg og fagleg aðstoð. Hvað íjármögnun varðar, þá styrkti vömþróunarátakið þátttak- endur allt að 25 prósent af heildar- kostnaði verkefna, veitt var allt að 50 prósent áhættulán úr Iðnlánasjóði og loks var krafa um að eiginfjár- mögnun næmi minnst 25 prósent- um. Fagleg aðstoð fólst í að gera verk- efnisáætlun með þátttakendum, verkefnastjómun meðan á verkefn- unum stóð og almennri uppfræðslu um vömþróun í formi námskeiða og fynrlestra. Áætlað er að kynna árangur fleiri fyrirtækja með haustinu. -HLH - viðhald glugga nánast úr sögunni með tilkomu þessara glugga Eitt þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í þróunarátaki Iðntæknistofn- unar er Gluggasmiðjan hf. í Síðu- múla. Eftir að umsókn þeirra um hönnun tréglugga með álklæðningu var sam- þykkt af Iðntæknistofnun um ára- mótin var farið í gang með hönnun- ina og sá Gluggasmiðjan um alla tæknivinnu sjálf. Var höfð samvinna við sænskt og enskt fyrirtæki um vinnslu álprófílanna og þeir fluttir inn í lengdum eins og timbur. Smiði ál- og tréhlutans sér Gluggasmiðjan síðan um. „Framleiðslan er byrjuð, en of snemmt að segja nokkuö um fram- leiðslumagn ennþá. Hingað til höfum við verið í stórum verkefnum sem góð reynsla hefur fengist af. Þar má nefna nýja útvarpshúsið og Holiday Inn,“ sagði Gunnar Levý Gissurar- son hjá Gluggasmiðjunni í samtali viö DV. Gunnar bætti því við að þessir nýju gluggar væru að vísu dýrari en venjulegir, en borguöu sig upp á nokkrum árum þar sem viðhald væri lítið sem ekkert. Sem dæmi um kosti þessa ál- klæddu tréglugga má nefna, að auð- velt er að skipta um rúðu þar sem ekkert kítti þarf að hreinsa. Eru gluggamir þéttir meö gúmmílistum sem eru bæði loft og vatnsþéttir. Álhstamir fyrirbyggja fúa og of- þornun og losa fólk við alla málning- arvinnu. Loks nýtist vinnutíminn við glerj- un húsa miklu betur en áöur hefur Gunnar Levý Gissurarson hjá Gluggasmiðjunni með hina nýju framleiðslu af áklæddum trégluggum. DV-mynd GVA þekkst, þar sem setja má glugga leiöinlegir og líflausir utan á húsi þessa í hús í nær öllum veðrum. má benda á að þeir fást í marvísleg- Þeim sem haida aö állistarnir séu um litum. -hlh Hagstofan hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan maímánuð. Reyndist hún vera 111,9 stig (mið- að við 100 stig í júní 1987). Þetta er 1,0% hærra en í apríí. Þessi vísitala gildir fyrir júní 1988. Mið- að við eldri grunn, eða 100 stig í desember 1982, er samsvarandi vísitala 358 stig. Af þessari 1,0% hækkun stafa um 0,2% af hækkun á veröi inni- hurða, um 0,1% af hækkun gat- nagerðargjalda og um 0,7% af hækkun á verði ýmissar vöru og þjónustuliöa. Áhrif gengisbreyt- ingarinnar eru komin fram í vísi- tölunni aö því marki sem þeirra var farið að gæta í vöruveröi er upplýsingasöfnun lauk aö kvöldi 17. maí sl. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkaö um 14,1% síðast- hðna tólf mánuði Síðustu þrjá mánuði hefur hún hækkað um •4,3% sem samsvarar 18,3% árs- hækkun. -StB Vöruþróunawerkefni í framkvæmd: Álklæddir trégluggar Samband fískvinnslustööva: Frystingin er áfram rekin með nokkru tapi - segir Amar Sigurmundsscn, formaður Sambands fiskvinnslustöðva „Fiskvinnslan er enn undir núll- inu og ef hún verður það lengi fara menn hreinlega á hausinn. Tapið í dag er þrjú th fimm prósent en var fyrir gengisfellingu tíu th fimmtán prósent. Gengisleiðrétting ein sér dugir því ekki til að hjálpa fisk- vinnslunni heldur skiptir mestu máh að vel takist til í hliöarráðstöf- unum,“ sagði Amar Sigurmunds- son, formaður stjómar Sambands fiskvinnslustöðvanna, í samtali við DV. Hann sagði að þrátt fyrir að geng- ið hefði veriö leiörétt um helgina væri enn tap á fiskvinnslunni og þess yrði að gæta að gengisfehingin yrði ekki að engu. „Verðlækkun á íslenskum sjáv- arafurðum á erlendum mörkuðum er sameiginlegt áfah fyrir þjóðina upp á rúma tvo milljarða og þjóðin veröur að taka á sig byrðamar og um leið að ná tökum á verðbólg- unni. Þaö er lífsnauðsyn fyrir byggð í þessu landi að ná árangri í þaráttunni við verðbólguna," sagði Amar. Hann sagði Samband fisk- vinnslustöðvanna reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld og verka- lýöshreyfmguna til að vinna að lausn þeirra erfiðu vandamála. „Viö óttumst að rauðu strikin haldi ekki og viljum sjá til þess að þeir lægst launuðu fari ekki verst út úr efnahagsaðgerðunum." Stjóm Sambands fiskvinnslu- stöðva sendi frá sér í vikunni harð- orða samþykkt þar sem tekiö er undir orð Ámar auk þess sem þar segir m.a. að endurmeta verði ahar fjárfestingar, draga úr þenslu og erlendum lántökum til aö minnka veröbólguna. Auk þess sem jöfnuð- ur í utanríkisviðskiptum og haha- laus rekstur útflutningsatvinnu- veganna séu markmiö sem engin ríkisstjórn geti htið fram hjá.“ -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.