Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Fréttir Á myndinni má sjá árgang 77-78 við rásmarkið við upphaf hlaupsins. DV-mynd JS 80 ungmenni runnu Lands- bankaskeiðið Landsbankahlaupið, sem í ár var haldið í 3ja sinn um land allt, er að verða eitt mesta hlaupamót ungu kynslóðarinnar og þátttakendur skipta hundruðum. Hlaupið á Húsa- vík fór fram í hefðbundnu Lands- bankahlaupaveðri, þ.e. sólskini og blíðu. Um 80 ungmenni frá Húsavík og nágrannasveitum hlupu með tilþrif- um um götur bæjarins, og að hlaupi loknu þáðu þau veitingar á borð við pylsur, gos og súkkulaðikex. Lokaprofunum fagnað Ómai Garðaissan, DV, Vestmannaeyjum; Þaö var allt í grænum sjó þegar nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum fógnuðu próflok- um á viðeigandi hátt á dögunum, enda veður til þess - sól og sumar. i Eyjum Það var slegið upp grillveislu í bak- garöi heimavistarinnar í tilefni dags- ins og vel var að staöið eins og sjá má. Friörik Ásmundsson skólastjóri er sá greifalegi í stólnum og með honum viö gáminn er Sigurgeir Jónsson kennari. DV-mynd Ómar Fylltu togarann á 87 klukkustundum - Breki, Vestmannaeyjum, aflahæsti togari landsins Ómai Gaiðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Það tók Sævar Brynjólfsson skip- stjóra og áhöfn hans á skuttogaran- um Breka VE 61 ekki nema þrjá sól- arhringa og 15 klukkustundir að fá fullfermi frá því trollinu var kastað og lagt var af stað heimleiðis. Þetta gerðist fyrir nokkrum dögum og afli togarans var 220 tonn, mest þorskur, en um 50 tonn karfi og ufsi. Aflinn fékkst að mestu á Papa- og Öræfa- grunni. Á vertíðinni er Breki kominn með 2970 tonn sem er mjög góður afli. Reyndar mesti afli togara hér á landi það sem af er ársins. Afli Breka síðustu 12 mánuðina er 6280 tonn, einhver mesti ársafli, sem um getur. Breki VE 62 í Vestmannaeyjahöfn DV-myndir Ómar Grandi og Útgerðarfélag Akureyringa: Skuldir Granda leggjast of þungt á reksturinn Mikill kostnaður við stjómun skilar sér ekki Sé miðað viö starfsmannafjölda var stjórnunarkostnaður hjá Granda um 77 prósentum hærri en hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í fyrra en 100 prósentum hærri árið á undan. Þetta er tilefni tillögu Alfreös Þorsteinssonar, varaborgarráös- manns Framsóknar, um að afla upplýsinga um rekstur þessara tveggja fyrirtækja og leiða í Ijós mismunandi afkomu þeirra. í fyrra skilaði Grandi 1,7 milljón í hagnað á meðan Útgerðarfélagið skilaði 131,5 milljónum. Fyrirtækin gerðu út jafnmarga togara og eru um margt sambærileg. Á árinu 1986 var munurinn enn átakanlegri. Útgerðarfélagið skil- aði 75,6 milljón króna hagnaði en Grandi var rekin með 14,7 milljón króna tapi. Þegar heildarskuldum fyrirtækj- anna á árinu 1986, aö frádregnum veltuíjármunum, er dreift á alla togarana kemur í ljós að hver tog- ari Útgerðafélagsins bar um 48 milljón króna skuld en togarar Granda þurftu að standa undir 145 milljón króna skuld. í fyrra var munurinn minni. Togarar Útgerð- arfélagsins þurftu að standa undir 114 milljón krónum en togarar Granda undir 148 milljónum. Sá er þó munurinn að Útgerðarfélagið hafði þá nýkeypt einn togara og breytt öörum í fullkomið frystiskip. Ef þessi fjárfesting er dregin frá kemur í ljós að hinir togarar Út- gerðarfélagsins höföu á sér um 34 milljón króna skuld. Þrátt fyrir aö Útgerðarfélagið hafi í fyrra fjárfest fyrir um 500 milljónir, en Grandi ekki nema fyr- ir um 40, leggjast skuldir Útgerðar- félagsins ekki jafnþungt á rekstur- inn og hjá Granda. í ár þarf Grandi að standa skil á afborgunum lána fyrir um 150 milljónir auk fjár- magnskostnaðar. Sambærileg tala hjá Útgerðafélaginu er 81 milljón. Mismunur fyrirtækjanna liggur meðal annars í þessu. Skuldir Granda eru einfaldlega það miklar að fyrirtækið getur ekki skilað jafnmiklum hagnaði ogútgerðarfé- lagið. -gse Kórsöngur í Logalandi Snorii Kiistleifsson, DV, Borgaifirði: Það var kröftugur söngur í félags- heimilinu Logalandi í Reykholtsdal laugardaginn 14. maí þegar karlakór- amir Þrestir, Hafnarfiröi, og Jökull, Höfn í Hornafirði, héldu þar sameig- inlega söngskemmtun. Kóramir sungu saman og einir sér hátt á þriðju klukkustund og varð af hin besta skemmtun. Söngstjóri Þrasta er Kjartan Sigurjónsson en Jökuls Sigjón Bjamason. Eiginkonur söng- manna kóranna vom með í forinni og einnig félagar í Átthagafélagi Hornafjarðar. Um 130 manns voru í hópnum að söngmönnum meðtöld- urri. Kórarnir á sviöinu í Logalandi og syngja mikinn. Áhorfendur margir eins og sjá má. DV-mynd Snorri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.