Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Frjálst.óháð daqblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Gliðnun í Framsókn Efnahagsaðgerðirnar leiddu í ljós gliðnun í þingflokki Framsóknarflokksins. Sumir þingmenn mótmæltu kröftuglega, að ekki skyldi lengra gengið í aðgerðum. Framsóknarmenn eru yfirleitt óánægðir með þær veiku gerðir, sem hrossakaup stjórnarflokkanna þriggja leiddu til. Gliðnunin í flokknum verður vafalaust ríkis- stjórnarsamstarfmnu erfið, þegar fram í sækir. Stjórnin hefur auðvitað nægan meirihluta. En uppreisnarmenn í Framsókn eru fylgissterkir í þeim flokki. Þeir hafa einnig nokkuð til síns máls. Líklegt er, að þetta verði til þess, að flokkurinn sæki bráðlega af meiri þunga, að gripið verði til hvassari aðgerða í efnahagsmálum. Stjórnarsamstarfið gæti brátt enn riðað til falls. Fyrst er að nefna Ólaf Þ. Þórðarson, þingmann Fram- sóknar frá Vestfjörðum, sem nú hefur hætt stuðningi við ríkisstjórnina. Ólafur hefur lengi verið sér á parti í flokknum, en nú mælir hann fyrir munn margra ílokks- manna sinna. Ólafur sagði í yfirlýsingu, að stjórnin sýndi ábyrgðarleysi í stjórn efnahagsmála landsins. Við þær aðstæður, sem upp hefðu komið, hefði gengisfelling- in þurft að vera 20 prósent. Jafnframt hefði þurft að koma á kreppulánum til að fækka nauðungaruppboð- um. Beita hefði þurft ríkissjóði til aðgerða til að draga úr verðbólgu. Þetta voru nokkur atriði úr yfirlýsingu Ólafs. Meira máli en yfirlýsing Ólafs Þ. Þórðarsonar skiptir bókun Guðmundar G. Þórarinssonar, þingmanns Fram- sóknar fyrir Reykjavík. Guðmundúr hefur um skeið sagt, að við svo búið mætti ekki standa í efnahagsmál- um. Stjórn ætti ekki að sitja undir þeim viðskiptahalla, sem stefndi í, eftir mikið góðæri. Verðbólguþróunin væri óþolandi og hætt við, að við værum að komast í vítahring. Guðmundur G. Þórarinsson talar í þessu fyr- ir munn margra framsóknarmanna. Mótmæli hans gegn aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnarinnar, gætu þýtt endalok stjórnarbræðslunnar innan tíðar. Margir fram- sóknarþingmenn eru sama sinnis, þótt þeir beygðu sig að þessu sinni til að freista, að svo hti út, sem samstaða væri í ríkisstjórninni. Mikið skortir á þá samstöðu, eins og kunnugt er. Afstaða framóknarþingmanna er að mörgu skiljan- leg. Ríkisstjórnin skilur svo við mál nú, að viðskipta- halli verði ekki innan við 10 milljarðar á árinu. Verð- bólguhraðinn fer upp í 40 prósent fyrst í stað, sé miðað við heilt ár. Útflutningsatvinnuvegir eru enn skildir eftir með tapi. Þetta mun samanlagt sennilega kalla á nýja gengisfellingu síðar á árinu með tilheyrandi nýju stökki verðbólgu. Ekki er von, að mönnum þyki slíkt fýsilegt fyrir ríkisstjórn. En framsóknarmenn hafa tekið þátt í ábyrgð á svo síðbúnum aðgerðum. í fyrri stjórn áttu framsóknarmenn sinn hlut að því, að íjárlög voru með miklum halla, þenslan fór úr böndum og verð- bólgan fór brátt vaxandi, þegar fram í sótti. Framsókn- arþingmenn geta ekki þvegið hendur sínar af því. Ríkisstjórnin stóð í vetur að ákveðnuum fyrirheitum í tengslum við kjarasamninga. Stjórnin verður að bera sökina, þykist hún nú ekki hafa vitað, hvert stefndi. Það er ófyrirgefanlegt að ætla að koma aftan að þeim mönn- um, sem sömdu í góðri trú byggðri á fullyrðingum ríkis- stjórnarinnar, og hyggjast hirða kjarabætur, sem áttu að mæta verðbólgu. Því hefur ríkisstjórnin farið illa að ráði sínu. Henni hefur mistekizt hvað eftir annað. Haukur Helgason Garðastræti eða Gólanhæðir Þegar gengið var um gömlu’Kvos- ina í Reykjavík nú á vordögum og litið til vesturs blöstu við byggingar Landakotshæðarinnar og Garða- strætisins eins og endranær. Reykjavík er borg byggð á mörgum hæðum eins og Róm hin forna, en hún var byggð á sjö hæðum eins og kunnugt er. Hjarta Rómaborgar var Forum Romanum eða Róm- verjatorgið, en vestur af því var sú hæð Rómar þar sem margir helstu keisarar heimsveldisins bjuggu frá og með Ágústusi. Einhvern veginn minnti Garðastrætið nú á Platín- hæðina eða jafnvel Gólanhæðir sem ísraelar hafa breytt í varðstöð gegn hættulegustu andstæðingun- um. Stefna ísraels er hörkuleg og þrælskipulögð og á margan hátt aðdáunarverð, en í senn er hún hættuleg og ómanneskjuleg. Það er sagan sem mun leggja dóm á þá hörku og stefnu sem mörkuö er á hæðum örlaganna. Launamál Guðjóns B. felldu Garðastrætissamningana Það er gömul saga og ný að kommúnistar hafna launaköku- kenningunni. Þeir segja að sú kenning sé handverk íhaldsins til þess að sundra verkalýðnum. Með því að skilgreina sjálfir hvað sé til skiptanna í laun er hægt að henda launakökunni í verkalýðinn og láta hann síðan rífast um hana eins og hundar um kjötbita. Þjóðarsátt í tvígang er sigur launakökukenni- meistaranna. Það er vanþakklátt hlutskipti fyr- ir forseta ASÍ að vera hagfræðing- ur og bera umhyggju fyrir íslensk- um verkaiýð á sama tíma og hann veit að verðbólgan er versti óvinur íslenskra lífskjara. Lengi vel virtist sem þjóðarsættirnar tvær ætluðu að skila árangri á sama tíma og þær skiluðu Alþýðubandalaginu af- hroði. í Garðastræti var sett jafnað- armerki milh launhækkana og verðbólgu og auðvitað er það rétt innan vissra marka og að gefnum ákveðnum forsendum. En það eru fleiri verðbólguvaldar á ferðinni og sumir þeirra eru á valdi „samúra- inna“ í Garðastræti. Þeir eru ein- faldlega teknir af „óskiptum aíla“. Þegar launamál Guðjóns B. Ólafs- sonar komu upp á yfirborðið sáu margir að launkökukenningin er ekki alveg „á hreinu" andstætt því sem Víglundur Þorsteinsson hélt fram í sjónvarpinu nýlega. Launa- kökunni hjá Sambandinu er nefni- lega skipt þannig að topparnir semja hver við annan og taka þann- ig rjómalagiö ofan af kökunni sem er í raun lágskipt terta. Síðan er kremlagiö í kökunni notað til þess að standa undir oíljárfestingum og rangfjárfestingum en óeðlilega hár fjármagnskostnarður er þar einnig að verki. Síðan er bara botnlagið eftir í kökunni, en því er síðan hent út á vinnumarkaðinn fyrir verka- lýðinn og launþega til að bítast um. Skyndilega fengu kröfur Kvenna- listans um lögbundin lágmarks- laun byr undir báða vængi. At- burðarásin færði Kvennalistanum aht í einu vinningsstöðu í skákinni án þess að skákin hefði einu sinni verið tefld af þeim kvennalistakon- um. Þær duttu í lukkupottinn. Margir hættu að trúa á launakök- una og ábyrgðarlausar kröfur kvennanna virtust allt í einu trú- verðugar. Hefðbundið vopnaskak er úrelt Verkaiýðsleiötogarnir sjá nú fé- lög sín brotna niður í smærri og smærri einingar og sumir eru í hættu að missa höfuðið, á sama tíma og liðiö á Garðastræti for- herðist. Það berst heilögu stríði gegn nýrri kollsteypu, en sólstöðu- samningarnir 1977 hleyptu af stað eftirfarandi óstöðvandi skriðu - fe- brúar - og maílög 1978 - fall ríkis- stjómar Geirs Hallgrímssonar - önnur rfkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar springur eftir rúmt ár - starfsstjórn krata - ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen - ráðherra- sósíalismi með stöðugu krukki í kaupgreiðsluvísitölu - 130% verð- bólga - starfsfriður í fimm ár. Nú eru mörg teikn á lofti um það að svipuð skriða geti farið af stað á ný og er það afleit tilhugsun. Ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar er í hættu og hún verður sérstaklega að vara sig á lagasetningum í stíl við febrúar- og maílög Geirs Hall- grímssonar þótt þær lagasetningar hafi verið vel meint nauðvörn. Jón- as Haralz sagði síðar að stjórnarat- hafnir yrðu að hafa póhtískar for- sendur, jafnvel þótt afleiðingarnar yrðu verðbólga. KjaUarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Nýjar leiðir Verkalýðsbaráttan og samninga- mál verða aö fara inn á nýjar braut- ir og koma ýmsar leiðir til greina. í fyrsta lagi geta verkalýðs- og launþegafélög og vinnuveitendur reyndar einnig tekið þátt í baráttu Neytendasamtakanna og Verðlags- stofnunar gegn óeölhegu verðlagi á vörum og þjónustu. Á ýmsum svið- um er verðlag allt of hátt vegna skorts á aöhaldi og einnig vegna stöðugra tilhneiginga landbúnað- arins til að koma á laggimar einok- un af ýmsu tagi. Með slíku er unnt aö slá tvær flugur í einu höggi. Með aðhaldi í verðmyndun fær fólk meira fyrir peningana og heldur um leið aftur af verðbólgu. í leið- inni er komið í veg fyrir eða dregið úr offjárfestingum í verslun og þjónustu og sumum sviðum fram- leiðslumála, en þau mál hafa verið mjög undir smásjánni aö undan- fornu. Önnur leið er ekki síður öflug. Hún er sú að taka þátt í póhtísku andófi gegn offjárfestingum í sjáv- arútvegi og áframhaldandi fjár- magnssóun í landbúnaði. Aö vísu eru fjárfestingar í sjávarútvegi ekki til umræðu vestur i Garða- stræti en hver segir að svo eigi að vera? Fjórir milljarðar voru fjárfestir í fiskiskipum á síðasta ári. Flestir átta sig á því að þeir peningar skila ekki arði vegna þess að þá þegar er sókn í fiskistofnana of mikil og flotinn of stór. Forystumenn út- gerðarhagsmuna telja að þeir eigi að hafa fríspil með að hirða krem- lagið úr kökunni áður en restin kemur til skiptanna. Varðandi flsk- iðnað lítur dæmið nokkuð öðruvísi út vegna þess að fiskvinnslufyrir- tækin eru dreifð um land allt og atvinna er víða í veði. Það er ekki laust við að það sé nokkuð mót- sagnarkennt að forystumenn út- gerðar séu með hótanir á almanna- færi gagnvart vinnuveitendum, sem eru ekki alveg á Garðastrætis- línunni, á sama tíma og laun sjó- manna birtast í statistikinni á þann veg að þau skýra stóran hluta af launamismun í landinu. Spenna sú, sem nú ríkir milli sjómanna og landverkafólks, er einnig veruleg- ur verðbólguvaldur. Landbúnaðar- mihjarðarnir eru ekki heldur til umræðu vestur í Garðastræti, en menn verða að vera verulega treg- gáfaðir ef þeir sjá ekki að lág- markslaun í landinu gætu hækkað um tugi prósenta ef opinbert fram- lag til landbúnaðar og niður- greiðslur yrðu lagðar af. Þriðja leiðin er sú að berjast fyrir því að vinnustaöa- og starfsgreina- samningar verði teknir upp í vax- andi mæli, en með shku næst auk- inn sveigjanleiki í atvinnulífið, þannig aö þær greinar og þau fyrir- tæki sem standa vel og hafa útvíkk- unarmöguleika, geta borgað betur en aðrir. Þá skapast einnig for- senda fyrir samruna og stækkun fiskvinnslufyrirtækja og geta menn þá rætt samtímis heima í héraði hagræðingu, sem fæst með stækkun fyirtækja og sérhæfingu, og atvinnusjónarmið á einstökum stööum, en slíkt getur alfarið ekki gerst í Gárðastræti. Jónas Bjarnason „Rikisstjórn Þorsteins Pálssonar er i hættu og hún verður sérstaklega að vara sig á lagasetningum í stíl við febrúar- og maílög Geirs Hallgrims- sonar þótt þær hafi verið vel meint nauðvörn." „Menn verða að vera verulega treg- gáfaðir ef þeir sjá ekki að lágmarkslaun í landinu gætu hækkað um tugi pró- senta ef opinbert framlag til land- búnaðar og niðurgreislur yrðu lagðar af.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.