Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 55— DV LífsstOl Þorsteinn að sleppa landfestum og um það bil að hendast fram af Úlfarsfelli. hlaupa með drekana á jafnsléttu og fram af hólum á meðan þeir eru að átta sig á eiginleikum drekanna og hvemig á að stýra þeim.“ - Enerþettaekkihættulegíþrótt? „Nei, hún á ekki að vera hættuleg og er ekki hættulegri en hver svif- drekamaður vill gera hana. Svif- drekaflug er eins og aðrar íþróttir að ef aðstæður eru látnar ráða ferð- inni og menn eru ekki að taka neinar óþarfa áhættur þá er þetta hættulaus íþrótt. Drekarnir öruggir Jafnlofthræddir og við erum þá vitum við hvað drekarnir eru örugg- ir, við vitrnn hvað þeir geta borið og erupi því óhræddir. Einu óhöppin sem í rauninni geta komið fyrir eru þegar vindurinn er óheppilegur og okkur ber langt frá þeim stað þar sem bíllinn er. Þá þurfum við að bera drekana langar leiðir og það getur orðið heldur lýjandi enda drekarnir 30-40 kíló.“ Þess má geta að aðeins eitt alvar- legt slys hefur orðið í svifdrekaflugi á íslandi þegár maður lést í Vest- mannaeyjum fyrir nokkrum árum. Þá var verið að draga drekann með bíl og runa óhappa varð til þess að drekinn brotnaði og flugmaðurinn hrapaði til jarðar. En í venjulegu svifdrekaflugi hefur aldrei orðið al- varlegt slys hér á landi. „Aki í bólu“ Þegar blaðamaður var kominn upp á topp Úlfarsfells með Kristjáni og Þorsteini voru þar fyrir jeppar og í loftinu var einn dreki á góðri uppleið. „Þama er Áki búinn að finna góða bólu,“ sagði Kristján. Með bólu er átt við loftuppstreymi þar sem heitt loft leitar upp. En er þá ekki hætta á að drekarnir lendi í „loftgötum"? „Það er ekkert til sem heitir loft- gat. Það er bara spurning um upp- og niðurstreymi loftsins. Þegar kalt loft leitar niður er það oft kallað loft- gat en er í rauninni bara spurning um hringrás loftsins. Þegar kalt loft leitar niður leitar heitt loft upp ein- hvers staðar annars staðar. Og það er heita loftið á uppleið, eða bólurn- ar, sem við leitum mest að því þá getum við komist hærra.“ - Enhverertilgangurinnmeðsvif- drekaflugi? „Það er náttúrlega sú tilfmning að svífa frjáls í loftinu eins og fuglinn fljúgandi. Útivera og ferskt loft spila að sjálfsögðu inn í og ekki síst félags- skapurinn. Svifdrekamenn eru ekki fjölmennir en með þeim er góð sam- staða og félagsskapur. Að komast sem hæst og lengst En takmarkið með fluginu er að komast sem hæst og sem lengst, að því keppum við. Sá sem hefur haldið sér lengst á flugi í einu var í loftinu í sex og hálfan tíma. Hann fann góð- ar bólur og náði alltaf að hækka sig. Og þá höfum við náð að fljúga á ann- að hundrað kílómetra í einu svifi hér á landi, en erlendis hafa menn kom- ist mun lengra enda aðstæður sums staðar betri, eins og til dæmis í Ölp- unum.“ Nú lenti Aki Snorrason hjá okkur þar sem Kristján og Þorsteinn voru að ljúka við að setja dreka sína sam- an. „Ég er flugmaður," sagði Áki. „í vinnunni flýg ég DC-8 þotum en í frítímanum er ég á svifdrekum. Mér finnst mun skemmtilegra að fljúga drekunum en þotunum," sagði Áki og sagði flesta sína frítíma fara í svif- ið. Kristján og Þorsteinn voru nú bún- ir að koma drekunum saman og reiöubúnir að fara í loftið. Á drekun- um voru þeir með hæðarmæli og hraðamæh en önnur verkfæri voru ekki með í ferðinni. Til öryggis voru þeir með neyðarfallhlíf, sams konar og fallhlífarstökkvarar eru með sem varafallhlíf. Dýrt og tímafrekt? - Er þetta ekki dýrt sport og tíma- frekt? „Það er hægt að fá notaða dreka fyrir byrjendur á um 35 þúsund krónur. En um leið og menn fá dellu vilja þeir fá fullkomnari og dýrari dreka. Þá erum við farnir að tala um þetta 90-150 þúsund krónur og drek- inn minn kostar um 180 þúsund krónur," sagði Kristján. „Hvað tímann varðar þá fer náttúr- lega enginn timi í sportið nema þegar gefur til flugs. Og þegar gefur verð- um við eiginlega að grípa tækifærið og fá okkur lausa úr vinnu jafnvel þótt það sé um miðjan dag. Það er aö vísu auðvelt fyrir okkur þar sem við erum með eigin fyrirtæki en við verðum þá bara í staðinn að vinna frameftir á kvöldin. Það fer nefnilega.. ekki alltaf saman gott flugveður og frí.“ - Hvað er gott flugveður? „Það má gjarnan vera smávindur en það sem við leitum helst eftir er órói í loftinu. Ef það er órói í loftinu er hægara að finna bólur og upp- streymi." Ekki um annað að ræða - Hvemig tekur fjölskyldan þessu sporti ykkar? „Hún tekur þessu í rauninni mjög vel þó svo við séum að heiman tím- unum saman í fríum og verðum jafn- vel að vinna fram á nótt til þess að vinna upp það sem ekki var gert í hefðbundnum vinnutíma. En hvað ^ eiga konurnar okkar svo sem að gera annað en taka þessu vel. Þetta er slík della að viö getum ekkert við hana ráðið,“ sögðu þeir Kristján og Þor- steinn hlæjandi, en þeir hafa verið með svifdrekadelluna í níu ár. -ATA r V . ■ • V* '■;:■:■■■ - . ■ .* ‘ ..................... . ','.■ , .... ,... : ........U., Vj 1 ■! Svífandi eins og fuglinn fljúgandi! Þorsteinn kominn á loft og þaðan varð honum ekki haggað næstu stundarfjórðungana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.