Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1988. 57 Sviðsljós Hápunktur dagsins var sprautuboltakeppni á milli lögreglumanna og slökkvi- liðsmanna. Dagur slökkviliðsins Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Dagur slökkviliðsins var haldinn hátíðlegur um land allt um daginn, þar á meðal á ísafirði. Þar var slökkvistöðin opin almenningi til skoðunar og kynningar. Eins og gera mátti ráð fyrir var yngri kynslóðin í miklum meirihluta þeirra sem heim- sóttu slökkviliðið og var þar margt sem þurfti að skoða. Slökkvistöðin var opnuð að morgni klukkan tíu þennan dag með því að brunalúður var látinn blása. Strax þá fóru gestir að streyma að og þegar upp var staðið höfðu 180 manns skrif- að í gestabókina. Ljóst er að ekki skrifuðu allir í bókina þannig aö óhætt er að fullyrða að á þriðja hundrað manns hafi heimsótt slökkviliðið. í vetur var haldin teiknimynda- samkeppni í grunnskólanum í sam- vinnu við slökkviliðið. Krakkamir sendu fjölda mynda inn og á degi slökkviúösins voru veittar viður- kenningar fyrir myndirnar. Alhr krakkarnir fengu barmmerki frá slökkviliðinu og bekkirnir fengu við- urkenningarskjal. Hápunktur dagsins að margra mati var sprautuboltakeppni sem haldin var efst í Hafnarstrætinu eftir hádegi á laugardaginn. Þá kepptu lögreglu- menn við slökkvihðsmenn í áður- nefndum sprautubolta. í þeim leik voru tvö þriggja manna lið og hver hðsmaður meö vatnsslöngu. Vatns- krafturinn var síðan notaöur til aö koma boltanum í mark andstæðings- ins. Leiknum lauk með sigri lög- reglumanna. Lækkuö fargjöld fyrir böm og gamalmenni Hinn níræði en síungi gamanleikari, George Bums, fær hér koss frá tveim- ur flugfreyjum þegar hann kemur um borð í flugvél hjá Continental Airlines flugfélaginu. Það fyrirtæki hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða lækkuð fargjöld fyrir böm og gamalmenni og hefur George Burns tekið að sér að vera talsmaður í auglýsingaherferð fyrirtækisins. Aflakóngar vertíðariimar 1988 ómax Garöaraacaa, DV, Vestmarmaeyjum: Vestaannaeyjabáturinn Suðurey VE 500 varð aflahæsti netabáturinn á vertíðinni með rúmlega 1200 tonn og myndin að ofan var tekin þegar báturinn var nýkominn úr síðasta róðrinum á vertíðinni með um 10 tonn. Áhöfoin gaf sér tíma til aö stilla sér upp fyrir ljósmyndara DV áður en löndun hófst. Glæsilegur hópur harðskeyttra stráka, tahð frá vinstri Jó- hann Pálsson, Jóhannes Ólafsson, Óttar Egilsso.n, Tómas ísfeld, Valur Sigurðsson, Garðar Garðarsson, Benedikt Guðnason, Sigurjón Ingvars- son, Sigurður Ólafsson og „kalhnn", Sigurður Georgsson, lengst til hægri. Þetta eru aflakóngar vertíðarinnar 1988. DV-mynd ómar Robert Plant og Jimmy Page komu fram ásamt félögum sinum i hljómsveit- inni Led Zeppelin á afmælistónleikum Atlantic Records hljómplötufyrirtækis- ins. Simamynd Reuter 40 ára afmælis- tónleikar Hlj ómplötufyrirtækiö Atlantic Records hélt upp á 40 ára afmæli sitt um daginn og í tilefni af því tókst forráðamönnum fyrirtækisins að fá hljómsveit-' ina frægu, Led Zeppelin, til þess að troða upp á sérstökum afmæhshljómleik- um í New York. Það var í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilaöi saman frá því upp úr slitnaði hjá þeim félögum á sjöunda áratugnum. Hljómsveitin Led Zeppehn gaf út flestar sínar hljómplötur hjá Atlantic Records fyrirtækinu. Fjöldi annarra frægra hstamanna kom fram á þessum tónleikum. Ólyginn sagði... f ' .. jjflL I % i . mam fsik ■ Wk i ‘ > “W p;;, \'i ■ :''':!'■ , ' Timothy Dalton leikur í næstu Bondmynd sem gerð verður og, aldrei þessu vant, veröur tekin upp í Mexíkó. Fram- leiðendur myndanna hafa hingað til tekið upp flest meginatriðin í Pinewood-kvikmyndaverinu í Bretlandi. Það þykir orðiö svo dýrt að taka upp þar að reyna á aö taka upp næstu mynd í Mex- íkó. Framleiðendurnir telja sig geta sparað tæpar 200 milljónir með þessum flutningi. Frank Sinatra var næstum farinn á vit feðra sinna um daginn. Hann á að sjálf- sögðu einkaþotu sem hann flýgur í á milli landshluta í Bandarikj- unum þegar hann þarf að skemmta. A einni slíkri ferð, þeg- ar hann var á flugi yfir Nevada, misstu hreyflamir á vél hans afl og hún byrjaði að hrapa. Hún var kominn hættulega langt niður þegar hreyflarnir tóku við sér aftur og Frank náði að bjarga sér. Móðir Franks fórst einmitt í'1 flugslysi á svipuöum slóðum í Nevada. Madonna er nýfarin að leika á sviöi á Bro- adway í leikritinu „Speed the Plow“. Uppselt var á allar fyrstu sýningarnar löngu áður en leik- ritið hófst, en leikritið er sýnt í leikhúsi sem tekur 300 manns í sæti. Vegna þessarar miklu að- sóknar eru uppi áform um að flytja leikritiö í annað leikhús sem tekur 1060 manns í sæti. Tal- ið er að fólk streymi á sýningam- ar, eingöngu til þess aö sjá Ma- donnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.