Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Spumingin Telur þú að stjórnin muni sitja út kjörtímabilið? Magnús Halldórsson: Nei, þetta er engin stjórn til þess að sitja út kjör- tímabilið. Edda Hámundardóttir: Nei, hún hrekkur upp af í haust. íris Gunnarsdóttir: Nei, ég held ekki. Ásgrímur Guðmundsson: Já, ég reikna með því. Jón Víðir Njálsson: Já, ég held það, en er ekki ánægður með hana. Ingibjörg Einarsdóttir: Nei, ég myndi halda ekki. Lesendur Refur, lax og minkur: Hver á að tiyggja afkomu? Jóhann Guðmundsson skrifar: Ef ríkiö vill halda úti refarækt þá verður að tryggja afkomu refa- bænda næstu þijú árin!! - Eitthvað svipað þessu var boðskapurinn sem hljómaði á öldum ljósvakans í gærkvöldi (miðvikudaginn 18. maí) þegar viðtal var haft við fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Ég segi og meina; hér er nóg kom- ið af svo góðu, nú stoppum við og gerum dæmið upp. Ekki bara refa- ræktina heldur hka þá ævintýra- mennsku sem virðist blómstra í þessum atvinnugreinum, ef svo má nefna það sem hefur verið flokkað undir aukabúgreinar, en er aö verða eitt allsherjarfúafen í hönd- um ýmissa fyrirtækja sem hafa verið stofnuð utan um fiskeldi, aö- allega lax. Nú hefur refaræktin sungið sitt síðasta og henni á ekki að koma til hjálpar, hvað sem rauiar og tautar. Aö hjálpa refaræktendum til að fara yfir í minkaræktina yrði bara eitt ævintýrið enn. Áætlaður kostnaður við aöstoð við refabænd- ur er metinn á 300 til 500 milljónir „Minkurinn hefur unnið sér rétt til búsetu í landinu," segir m.a. í bréfinu. - Verður minkastofninn nýttur til að útrýma laxaseiðum? króna. Ekki er nú nákvæmninni Framleiðnisjóði lán. Hvaryrðislíkt fyrir að fara! Síðan eigi að útvega lán tekið? Erlendis, aö sjálfsögðu. En vel á minnst, lán, sem hver greiðir svo? Auðvitaö við, skatt- greiðendur, en ekki refabændur, minkabændur eða laxeldismenn. Ef rétt er að málum staðið á að gera nákvæma úttekt á þessum þremur búgreinum með tilliti til framtíðarmöguleika þeirra. Refa- ræktinni má að vísu sleppa, þar sem hún virðist nú þegar hafa sungið sitt síðasta, svo að ekki þarf að eyða tíma í þá athugun. Þá er það minkur og lax. Það er þess virði að láta kanna nákvæm- lega hvernig ástatt er um þessar atvinnugreinar en verði útkoman eitthvað svipuð og í refaræktinni, sem er alls ekki ólíklegt, þá legg ég til að minkastofninn verði nýtt- ur skipulega til að útrýma laxaseiö- um þeim sem hér eru til staðar svo að ekki þurfi að koma til þess að þeim þurfi beinlínis að henda. Minkurinn hefur nú einu sinni unnið sér fastan sess til búsetu í landinu og hann á það inni hjá okkur að hann fái góða máltíð und- ir lokin - áður en hann fer á fram- færi Framleiðnisjóðs. Athugasemd frá fræðslu- og skemmtideild Ríkis- útvarpsins, hljóðvarps Gunnar Stefánsson skrifar: LOja Ó. Ólafsdóttir skrifar í les- endabréfi DV16. maí um Sverri heit- inn Kristjánsson sagnfræðing m.a.: „Hefur það vakiö furðu mina hversu lítið útvarpið hefur endurflutt sígild erindi þessa gamla snillings... Hvers vegna var Sverrir Kristjáns- son ekki heiöraður sem skyldi á átt- ræðisafmælinu, einn vinsælasti út- varpsmaður allra tíma?“ Vissulega mætti gera meira af því að endurflytja efni látinna útvarps- manna sem vinsælda nutu á sinni tíð. Sverrir Kristjánsson var tíður gestur í dagskrá útvarps, en ekki er fjarska mikið af efni hans varöveitt, enda flutti hann oft erindi sín beint í hljóðnemann. Hins vegar var ákveðiö að heiðra minningu Sverris í vetur í tilefni af áttræðisafmæli hans og var það gert á KVÖLDVÖKU12. FEBRÚAR. - Um það var þá send til blaða svofelld kynning sem sum blaöanna birtu: „Á KVÖLDVÖKU á rás 1, klukkan 20:30, verður flutt hugleiöing Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, „Fög- ur er hlíðin“. Sverrir les sjálfur og er þetta upptaka frá árinu 1972. Sverrir Kristjánsson lést 1976. Hann Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, sem lést árið 1976. - Einn vinsæl- asti útvarpsfyrirlesari þjóðarinnar og alþýðufræðari um söguleg efni. var á sinni tíð einn vinsælasti út- varpsfyrirlesari þjóðarinnar og al- þýðufræðari um söguleg efni. í þessari hugleiðingu íjallar Sverrir um Fljótshlíð, en þar dvaldist hann löngum hjá bróður sínum, Klemens Kristjánssyni á Sámsstöðum. Rit- snilld Sverris nýtur sín ágætavel í þessari frásögn sem er endurflutt til að minnast höfundarins, en um þess- ar mundir eru áttatíu ár frá því að hann fæddist." Þjónustuieysi í Hafharfirði: Endðv nÍ77np iindnr cngar piæur, vii^wi pítur, engir ?,subs“! óli Garðarson skrifar: borða, svo viö fórum bara og feng- Maður hrópaði húrra. - Loksins um okkur kjúklingabita i staöinn, myndum við fá pizzur í fjörðinn. eftir 2ja tíma biö þama. Ég hef fariö nokkrum sinnum á En síðan, sunnudaginn 15. maí, Bleika Pardusinn í Hafnarfirði, og förum við aftur á Bleika pardusinn þvilík þjónusta! Alltaf eitthvert og ætluðum að reyna pizzumar - vesen.Þaðerusvonatveirmánuðir en nema hvað! Því miöur, pizza- síðan opnað var þaraa. Betur hefö- bökunarmeistarinn þeirra var ekki um við sleppt húrrahrópunum. á staðnum og engar pizzur þann Kvöldið sem Evrópusöngva- daginn! Allt í lagi, þá tökum við keppnin var í sjónvarpinu ætluð- bara „subs“ í staðinn (langt brauð um við aldeilis að gera okkur glað- með kjötfylhngu). Við fengum þaö, an dag og fá okkur pizzu og horfa en ekki fyrr en eftir rúmlega hálf- á Sverri og félaga á meðan. - En tíma. Á meðan við biðum heyrðum því miður, pizzudeigið var búið! Þá við að þær sem voru á bak viö að pöntuðum við okkur pítur og fran- steikja kölluðu fram til hinna: Þaö skar. En vití menn, við biöum í 2 er bara eitt „sub“-brauð eftir tíma, ótrúlegt en satt. Þegarviðsvo og pítubrauðin eru aö verða bú- spuröum hvers vegna þetta gengi in. svonaseint,varsvariö:Þaðerbara Ég hugsaði; Hvað fa þeir sem svobijálaöaðgera(semviðauövit- koma á eftir? - Engar pítur til á að vissum) - og svo hljóp kokkur- staðnum og klukkan rétt um hálf- inn bara út, sögöu stelpurnar í af- átta á sunnudagskvöldi! - Já, þvilík greiðslunni. þjónusta. Ég skora á eigendur Allt í lagL Þetta var nú sá dagur, „Bleika og Dinos“ aö bæta þjón- og mjög margir eins og við að fa ustuna á staðnum. sér eitthvaö svona fljótlegt að Kraftaverkamenn Haraldur Guðnason skrifar: Kraftaverk hafa oft gerst. Stein- unn sagði líka í útvarpinu í morgun að íslendingar séu kraftaverka- þjóð. Fyrsta kraftaverkið sem ég haföi spurnir af var þá er Jesú breytti vatni í vín, sjálfsagt við álíka fögnuð og lýðsins nú, þegar „hið háa Alþingi“ skenkti okkur áfenga bjórinn eftir sjötíu ára stríð hinna bjórþyrstu. - Já, krafta- verkamenn hafa verið uppi á öllum tímum og eru enn. Allir vita um Kristinn Finnboga- son. Ekki þurftí annað en kalla hann til þegar Tíminn var aö fara á hausinn. Hann rétti óðara við fjárhaginn. - Steingrímur Her- mannsson er eiginlega krafta- verkamaður. Sá og sigraði í Kefla- víkinni, sem fáir trúðu fyrirfram. Fór til ísraels á sínum tíma til aö kenna þeim þar í landi að rétta við bágan fjárhag. Og vill nú reyna að koma vitínu fyrir þá Shamir og Arafat íhaldið má muna fífil sinn fegri. Varla kvensterkir lengur. Flokkur- inn átti mikinn kraftaverkamann, Ólaf Thors, sem einn gat sameinað alla broddana, þar sem hver og einn togaði í sinn hagsmunaskæk- il. - Næstur honum kom Albert, sem byggði hallimar þeirra og var vinur hinna stóru og smáu. Þá var öldin önnur, er Gaukur bjó á Stöng. Kratar eiga hka sinn krafta- verkamann, Jón Baldvin. Hann veit hveijir eiga ísland og hann einn þorir, þorir að gera það sem íhaldið þorir ekki, t.d. að leggja sama skatt á fátæka og ríka. Sam- kvæmt kokkabók Jóns sterka er matarskatturinn mesta kjarabótin, en það skilja íslendingar ekki. Skatturinn jafnar tekjumuninn og Jón er ,jafnaðarmaður“ eins og alþjóð veit. - Þeir ríku éta nefnilega dýrari graut en láglaunalýöurinn, og það þýðir meira í kassa rósa- riddarans. Því hærri matarskattur, þeim mun betri kjör allra. Þess vegna væri langbest að hafa matar- skattínn Jóns sem hæstan. Svo eru jafnvel stórkaupmenn að spyrja: Er vitlaust gefið? Tala um ofsköttun, of dýrt fjármagn og op- inbera skriffinnsku. - Annað segir Káta (krata) maskínan. Alþýðubandalagiö (hálfkratar) á eiginlega engan kraftaverkamann, nema ef vera skyldi á heimsvísu. Sá er nú farinn að tala eins og þeir hörðustu í Garðastrætinu, - eða svo segir Víglundur. - Kvennahsta- menn hafa nú slegið íhaldinu við, eiga þó engan kraftaverkamann (eða kraftaverkakonu). Nú bendir allt tíl þess, að bændur (sunnlenskir, a.m.k.) hafi fengið sinn kraftverkamann. Jón H. Bergs hafði stjórnað Sláturfélagi Suður- lands farsæhega í 31 ár. En svo fundu bændur kraftaverkamann, og Jón látínn taka pokann sinn. Kraftaverkamaður bændanna er ungur og efnilegur og ekki háir honum minnimáttarkennd, eftir ræðubútum hans á fundum að dæma. Og hann getur svifið um loftin blá. Hann gæti kannski slegið tvær flugur í einu höggi, látið eitt og eitt „íjallalamb" detta niður til að minna á sig og hið nýja SS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.