Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 13 Sjálfstæðissinnar á Nýju Kaledóníu teknir til fanga í gær. Eru þeir grunað- ir um þjófnað og morðtilraun. ' Simamynd Reuter Handtökur á Nýju Kaledóníu Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Á frönsku eyjunni Nýju Kaledóníu ólgar enn og kraumar þrátt fyrir aö sérstök sex manna sendinefnd Mic- hels Rocard, forsætisráöherra Frakkiands, hafi nú í tæpa viku dval- iö á eyjunni til aö rannsaka aðstæður og fá hin andstæöu öfl til aö ræða saman. Eru það annars vegar innfæddir og hins vegar Evrópubúar, flestir af frönskum uppruna, en hvor hópur- inn um sig er um helmingur eyjar- skeggja. í gær voru þrettán innfæddir hand- teknir, grunaöir um þjófnaö, tilraun til morðs og ýmislegs annars. Af þeim var funm síðan sleppt en sjö munu koma fyrir dómstóla, þar á meðal eiginkona annars helsta leiö- toga sjálfstæöishreyfingar inn- fæddra. í nótt skaut hermaður einn inn- fæddan til bana er hann taldi aö lífi sínu væri ógnað. Ríkisstjórn Rocards lætur lítið eftir sér hafa um ástandiö á Nýju Kaledó- níu og bíður eftir skýrslu sendi- nefndarinnar. Undanfarna daga hafa birst í frönskum dagblöðum, sérstak- lega Parísarblaðinu Le Monde, nýjar upplýsingar um árásina 5. mai á hell- inn á eyjunni Ouvéu, skammt frá Nýju Kaiedóníu, þar sem aðskilnað- arsinnar héldu í gíslingu tuttugu og þremur lögreglumönnum. í árásinni féllu nítján innfæddir og tveir her- menn. Nýju upplýsingarnar benda til að árásin hafi ekki verið óhjákvæmileg, möguleiki hafi verið á að semja og að kosningahagsmunir Jacques Chiracs, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafi ráðið ákvörðun yfirvalda en árásin átti sér stað einungis þrem- ur dögum fyrir seinni umferð for- setakosninganna. Að auki er dauði sumra sjálfstæðissinnanna talinn miklu frekar hrein og klár aftaka en að þeir hafi fallið í bardaga. Menn innan hersins rannsaka þetta mál og víst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. í Moskvu má sjá þessa dagana sovéska og bandaríska fána útstillta í til- efni leiðtogafundar stórveldanna sem hefst um næstu helgi. Símamynd Reuter Enn deilt um afvopn- unarsamninginn Ekki er ljóst hvort Reagan Banda- ríkjaforseti hefur með sér til Moskvu samning um útrýmingu meðal- drægra kjamavopna staðfestan af Bandaríkjaþingi. Umræðurnar um samninginn fara enn fram í öldunga- deildinni. George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hitti um sextán þingmenn öldungadeildar- innar í gær og sagði hann eftir fund sinn með þeim að ef ekki tækist að fá samninginn staðfestan áður en Reagan og Gorbatsjov hittast um næstu helgi myndi það slæva ánægju manna með leiðtogafundinn. Reagan Bandaríkjaforseti og Gor- batsjov Sovétleiðtogi undirrituðu í desember síðastliðnum í Washington samning um eyðingu meðaldrægra kjamavopna og hefur öldungadeild Bandaríkjaþings haft samninginn til meðferðar síðan. Sovésk þingnefnd mælti í gær með staðfestingu samningsins en opin- berir embættismenn sögðu að loka- ákvörðunin væri háð aðgerðum öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Reag- an leggur af stað til Helsinki á mið- vikudagsmorgun og heldur áfram til Moskvu á sunnudaginn. Talið er mögulegt að samningurinn verði ekki staðfestur fyrr en á mánudag- inn. í Helsinki mun Reagan ræða við Mauno Koivisto forseta, Harri Hol- keri forsætisráðherra og Kalevi Sorsa utanríkisráðherra. Ekki er heldur tahð útilokað að komið verði á fundi Reagans og jólasveinsins því að Reagan er sagður hafa spurt Hol- keri að því í Washington hvort Sveinki vaeri á ferðinni á sumrin líka. Útlönd Stúdentar réðust á menningarstofnun Bandaríkjanna Hópur róttækra stúdenta í Suöur- Kóreu réðst í gær á menningarstofn- un Bandaríkjanna í borginni Kwangju og varpaði að henni eld- sprengjum. Um eitt hundrað stúdentar tóku þátt í aðgeröunum fyrir utan menn- ingarstofnunina og tókst þeim að varpa nokkmm bensínsprengjum að byggingunni áður en óeirðalögreglan dreifði þeim með táragasi. Árásin olli engum skemmdum á eignum og engan starfsmann stofn- unarinnar sakaði. Heimildir herma hins vegar að fjórir lögreglumenn hafi meiðst í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Fyrr um daginn kom til harðra átaka milli um tvö þúsund stúdenta og sveita óeirðalögreglu eftir að stúd- entamir efndu til minningarathafn- ar um þá sem féllu í Kwangju-upp- reisninni fyrir átta árum. Taliö er aö nær tvö hundruð manns hafi fall- ið þegar uppreisnin var bæld niður og hafa undanfama daga orðið mikl- ar óeirðir í Suður-Kóreu vegna þess að fólk hefur safnast saman til að minnast hinna fóllnu. Stúdentarnir höfðu efnt til minn- ingarathafnar við háskólann í Chonnam. Róttækir stúdentar hafa undan- farna daga ráðist að fleiri miðstöðv- um að koma í veg fyrir að Kórea um Bandaríkjamanna í Suður- sameinist að nýju í eitt ríki í stað Kóreu. Saka þeir Bandaríkjamenn þess að vera áfram skipt í tvennt. Lögreglumenn stökkva yfir eld eftir bensínsprengjur sem stúdentarnir beittu í átökunum við þá. Simamynd Reuter Ódýr sérfargjöld tll spennandi borga með spennandi flugfélagi Áætlunarflug SAS teygir anga sína víða. Aþena, Lissabon, Barcelona, Madrid, Malaga, Milano, Róm, Nice, París, Briissel, Vín, Búdapest, Istanbul, Tel Aviv, Stuttgart og Moskva eru spennandi áfangastaðir sem þú getur ferðast til á ódýrum sérfar- gjöldum SAS. SAS er þekkt fyrir góða þjónustu við farþega sína og þér líður vel um borð hjá okkur. Með SAS kemstu örugglega á áfangastað — hvert sem er! Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofum og hjá SAS, símar 21199 og 22299. S4S Laugavegi 3, símar 21199 / 22299

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.