Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 7
8 7 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. \ Fréttir Blankir hóteleigendur: Halda stóvfé með móbnðelum og áfiýjunum tð Hæstavéttar Eigendur þriggja hótela halda rekstri sínum gangandi í áraraöir þrátt fyrir að veðskuldir á eignum þeirra séu gífurlegar og kröfuhafar hafi reynt aö fá eignirnar seldar á nauðungaruppboðum. Eigendur Hótel Arkar, Hótel Borgar og Gestgjafans í Vest- mannaeyjum hafa alhr farið þá leið að mótmæla nauðungaruppboðum á eignum sínum. Nú síðast mót- mælti Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótel Arkar, uppboði á hóteli sínu. Líklegt er að Helgi Þór áfrýi síðan úrskurði uppboðsréttar til Hæsta- réttar og fari þá sömu leið og eig- endur hinna hótelanna hafa gert. Innan skamms verður rekið mál í uppboðsrétti Árnessýslu um ágreininginn sem kom upp við upp- boðið. Niðurstöðum þess máls mun Helgi Þór áfrýja. Allir þeir sem DV hefur rætt viö eru sammála um að niðurstöðurnar verði Helga í óhag. Nauðungaruppboði, sem fram átti að fara á Gestgjafanum og fleiri eignum Pálma Lórenssonar 3. des- ember 1986, var mótmælt. Það mál verður flutt í Hæstarétti 6. júni. Með mótmælunum og áfrýjuninni hefur Pálma tekist að halda eignum sínum og rekstri gangandi á annað ár frá því að átti að selja eignirnar á uppboöi. Uppboðsmál á Hótel Borg er skemmra á veg komiö. Á öllum þessum eignum hvíla gífurlega háar fjárhæðir. Til dæmis er höfuðstóll skulda á Hótel Örk nærri 140 milljónir króna, það er án alls áfallins kostnaðar. Lögmaður, sem DV ræddi við, sagði að ekki væri útilokað að eig- endur hótelanna gætu komið fram mótmælum á ný eftir að Hæstirétt- ur hefur dæmt í þessum málum. Þannig er hugsanlegt að eigendur þessara hótela vinni sér inn annan frest. Þess skal getið að málsmeðferð eins og hér hefur verið lýst er ekki einungis bundin við hótel eða veit- ingarekstur. Uppboðsréttarmál á Bárugötu 11, eign Líknarfélagsins Vonar, fer einnig þessa leið. Lög- maður sagöi, í samtali viö DV, að þeir sem þannig færu að sætu á stórfé á útúrsnúningi. -sme TOOg MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS !* Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVERVHIEKKIGÐUGÓÐKAUP?-TT\S~ Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. ieiðbeinandi verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.