Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 32
48 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 i Borðbúnaður fyrir veitingahús -yeihúf- Bíldshöfða 18-sínii 688838 Tímarit fyrlr alla ■ Bílar til sölu 1987 Plymouth Voyager mini van, glæsi- legur bíll, með öllu, dökkrauður, verð 1.500.000. Sími 57233. Toyota Hiiux ’80 til sölu, vél ekin 50 þús. og afturdrif ekið 10 þús., góður bíll. Uppl. í síma 40294 e.kl. 19. Pontiac Phonix ’78 til sölu, allur nýyfir- farinn, skipti á ódýrari.Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-8953 M Ýmislegt Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 16199. TRÉSMIÐJAN K-M lnl«iliMkiiL«iUulmlMlnilmlinl>*iliiil>iilMilMl Smíðum timburhús, hurðir, glugga o.fl. Eigum teikningar að einingahúsum með sólstofu. Sími 666430. Við smíðum stigana. Stigamaðurinn, Sandgerði, símar 92-37631 og 92-37779. Marilyn Monroe sokkabuxur. Gæða- vara með glansandi áferð. Heildsölu- birgðir: S. A. Sigurjónsson hf., Þórsgötu 14, sími 24477. BMW-316 ’83. Tjl sölu er þessi glæsi- legi BMW, pottþétt ásigkomulag, ekinn 75 þús., verð samkomulag. Uppl. í síma 32010. Þessi eðalvagn er til sölu með Volvo B20 vél. Uppl. í síma 688341 e.kl. 19. Suzuki Swift GTi ’87, svartur, ekinn 16.000, Pioneer hljómflutningstæki + 4 hátalarar, sumar- og vetrardekk, verð 500.000. Uppl. í síma 42579 e. kl. 19. SÍMASKRÁIN Dmissandi hjálpartæki nútimamannsins á öllum blað- sölustöðum - Glös DUROBAR - POStUlín PILLIVUYT - Borödúkar - Serviettur - Hnífapör o.m.fl. Simaskráin geymir allar nauðsynlegar uppl., svo sem nöfn, símanúmer, heim- ilisföng, tollnúmer, nafnnr., kennitöl- ur, númer bankareikninga, skilaboð, eins löng og minnið leyfir, o.m.fl. Ótrúlega fiölhæf. Islenskur leiðarvís- ir. ÚTSÖLUSTAÐIR: Radiobúðin, Skipholti, Penninn, allar verslanir, Leikfangahúsið, Skólavörðustíg, Bókabúð Braga, Laugavegi, Tónborg, Hamraborg 7, Kópv., Bókabúð Böðv- ars, Hafnarfirði, Póllinn, Isafirði, Versl. Einars Guðfinnssonar, Bolung- arvík, Bókabúð Jónasar, Akureyri, Radíóver, Húsavík, K/F Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafvirkinn, Eskifirði, Hjá Óla, Keflavík. Heildverslunin Yrkir, sími 621951 og 10643. Meiming Ur leikritinu Gulur, rauður, grænn og blár. Hlaðvarpinn Gulur, rauður, grænn og blár Leikstjórn: Þór Tulinius, Ása Hlin Sva- varsdóttir Lýsing: Egiil Árnason Leikendur: Inga Hildur Haraldsdóttir, Ólaf- ia Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir Fjórar konur strita í leiðinlegri verksmiðjuvinnu. Þær eru dæmdar til að eyða megninu af tíma sínum saman, þær hafa ekkert um að tala við annað fólk. Á annan í hvítasunnu frumsýndi leikhópurinn Þýbylja leikverkið Gul- ur, rauður, grænn og blár í kjallara Hlaðvarpans. Verkið er spuni fjögurra leikara og tveggja leikkvenna ogfjallar um hóp- sálina. Um hvað talar fólk í leiðin- legri og einhæfri verksmiðjuvinnu? Þýbylja kemst að þeirri niðurstöðu aö umræðuefnið sé fjarri því að vera jafneinhæft og vinnan. Verkakon- urnar vaða úr einu í annað, allt frá kjarnmiklum slúðursögum upp í heimspekilegar vangaveltur. Konurnar fjórar eru einstaklingar en aUar draumlyndar og ósjálfstæð- ar. Eigi þær að standa sig þurfa þær að snúa saman bökum. Niðurstaðan er sú að þær mynda hóp, þær vinna saman, þær spila saman í lottói. Hóp- urinn bregst harðneskjulega við öllu því sem ógnað gæti tilveru hans. Draumar og þrár Eftir því sem líður á verkið kynn- umst við betur einstakhngunum inn- an hópsins. Hver kvennanna á sér sinn draum, ímyndunaraflið skapar þeim gerviveröld sem er léttbærari en vinnustaðurinn. Og þetta eru sannkallaðir ævintýraheimar. Ein er frumskógarguð sem tilbeðinn er af villtum ættbálki. Önnur er prinsessa sem hryggbrýtur hvern vonbiðilinn á fætur öðrum. Sú þriöja er nokkurs konar Evridís sém bíður eftir að feg- ursti maöur heims heimti hana úr helju. Meðan á biðinni stendur þylur Leildist Pétur L. Pétursson hún thbrigði viö Ljóðaljóðin um ágæti tilvonandi eiginmanns. Sú flórða er einhvers konar guðleg geimvera sem hefur vald yfir örlög- um dauðlegra. Þessir draumar eru sýndir sem innskot í daglega rútínu kvennanna og þarna skapast hið raunverulega leikhús. Með ljósabreytingum er hverri konu sköpuð eigin veröld sem skarast ekki við veröld annarra í hópnum. Þarna hefur Egill Árnason ljósameistari unnið gott starf því umbreytingin er algjör. Könnun og æfing En slíkur spuni verður sjaldnast annað en könnun leikara og leik- stjóra á einhverju afmörkuðu efni. Þarna er hópurinn tekinn fyrir og einnig einstaklingar innan hans. Kosturinn er aftur sá að hver leikari miðlar af eigin reynslu, af eigin efni- viði. Allur leikur verður sterkari fyr- ir vikið, leikararnir hafa tækifæri til að skapa sér sitt draumahlutverk og leika það. Þetta undirstrikar að sjálf- sögðu eigindir hvers leikara fyrir sig. Þannig er greinilegt að Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jóns- dóttir eru gamanleikararnir í hopn- um, þær völdu sér kómiskar rullur og vinna vel úr þeim. Inga Hildur Haraldsdóttir hlúir meir að tragedíunni. Hún hefur ræktað með sér meiri skapgeröarleik og á eflaust eftir að vera notuð mikið í hlutverk prímadonnunnar, hún yrði prýðis Ofelía. Bryndís Petra Bragadóttir spannar víðara svið en hinar. Hún hefur valið sér hlutverk sem flakkar á milli kómedíu og tragedíu. Sérstætt and- litsfall hennar gerir það að verkum að hún er jafnvíg sem hysterísk verkakona og guð frá öðrum hnetti. Hún er skapgerðarleikkonan i hópn- um og veit þaö. Mikil sköpunargleði Þór Tuliníus og Asa Hlín Svavars- dóttir halda um taumana og gæta þess að ekkert fari úr böndum. Þau gera það af næmleik og tekst að feta klifið, ekki eina einustu stund er um ofleik að ræða né neins konar „show ofT’. Þau eiga einnig heiðurinn af því að skrásetja hugmyndirnar sem fæðst hafa á æfingum og klæða hvert hlutverk í búning orða. Þegar á heildina er litið er um nokkuð skemmtilegan spuna að ræða. Þau varast að falla í þá gryfju að skemmta sér meira en áhorfendur og sneiða hjá „lókalhúmor”. Þó er eins og verkið sé í lengra lagi, en það er óvistlegum salarkynnum og óþægilegum stólum að kenna. Þetta er dæmi um þann mikla sköp- unarkraft sem kristallast hefur hjá litlum leikhópum í vetur. Fyrr eða síðar kemur að því að öll þessi orka beislast í einhverju miklu, þetta er gerjun og stutt í að vínið veröi til- búiö til neyslu. -PLP Eldur kviknaði í heyi á vörubílspalii á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á hvítasunnudag, líklegast út frá pústkerfi bif- reiðarinnar. DV-mynd GVA Alafoss samdi við Sovétmenn Um helgina tókust samningar við Sovétmenn um sölu á ullarábreiðum á vegum Álafoss. Hér er um aö ræða sölu fyrir um 25 milljónir króna eöa tæpa 600 þús. dollara. Að sögn Jóns Sigurðarsonar hjá Álafoss er samn- ingurinn aðeins einn hluti af ramma- samningi við Sovétmenn. „Við erum ánægðir með samning- inn og veröið sem við fáum, þrátt fyrir að alltaf vilji maður fá meira. Þó töluvert vanti upp á að Rússamir standi við rammasamninginn, sem við höfum gert við þá, er þetta einn áfangi á leiðinni. Það sem nú seldist eru svokallaðar værðarvoðir eða ábreiður sem litið hafa selst undan- farin sex ár. Út af fyrir sig er það ánægjulegt. Rammasamningur okk- ar hljóðar upp á 5-6 milljónir dollara en með þessum samningi hafa Sovét- menn keypt af okkur fyrir tæpar 2 milljónir dollara. Við erum bjartsýn- ir með framhaldið.” -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.