Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 49 Fréttir Vigdís ræddi við Dukakis - hlaut heiðursdoktorsnafhbót á hvrtasunnudag Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, tók við heiðursdoktorsnafnbót i lögum frá kvennaháskólanum Smith College í Northamton í Massachusettsfylki á hvítasunnudag. Fimm konur auk forsetans hlutu heiðursdoktorsnafnbót sama dag. Vigdls Finnbogadóttir, forseti ís- lands, hitti á ferð sinni um Bandarík- in Michael Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts og væntanlegan for- setaframbjóðanda demókrata . Vigdís Finnbogadóttir hitti ríkis- stjórann á skrifstofu hans í Massac- husetts í gær. Það fór vel á með ís- lenska forsetanum og forsetafram- bjóðandanum bandaríska. Fundur þeirra stóð í hálfa klukkustund eða öllu lengur en áformaö hafði verið. Sama dag var haldin íslandskynn- ing í Boston sem Útflutningsráð ís- lands stóð fyrir með stuðningi íjöi- margra íslenskra fyrirtækja. Þar var m.a. sýndur fatnaöur og á borðum var íslenskur matur. Vigdís tók við heiðursdoktorsnafn- bót í lögum frá kvennaháskólanum Smith College í Northampton í Massachusetts á hvítasunnudag. Forsetinn tók við nafnbótinni við hátíölega athöfn í skólanum um leið og skólasht fóru fram. Sjö hundruð stúlkur útskrifuðust frá skólanum sama dag en sex konur hlutu heið- ursdoktorsnafnbót. -JBj A Islandskynningu í Boston ræddi forsetinn við gesti. Hér ræðir Vigdís Finnbogadóttir við Raymond Flynn, borgar- stjóra Boston, og Ingva Ingvason, sendiherra íslands í Bandaríkjunum. Að baki þeim standa Ingjaldur Hannibals- son og Kornelíus Sigmundsson forsetaritari. DV-símamyndir Olatur Arnarson Vigdís Finnbogadóttir tekur i hönd Valborgar Sigurðardóttur sem fylgt hefur forsetanum á ferð hennar um Bandarikin. Valborg útskrifaðist frá Smith College 1945 og er eini íslendingurinn sem hefur Masters gráðu þaðan. •I Höfðabakka 9 Sími 685411 teirKerasmio og. myndskreyttur af Sigrúnu Eldjárn myndlistarmanni Sendum í póstkröfi Hæstiréttur: Stytti dóm um eitt og hálft ár yfir kynferðis Hæstiréttur hefur kveðiö upp dóm, yfir fimm barna fóður á fimmtugs- aldri sem hafði kynferðismök, önnur en samræði, við unga dóttur sína. Maðurinn stundaði þetta athæfi í tíu ár. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa átt kynferðismök við tvö önnur böm sín, dreng og stúlku. Maðurinn var sýknaður af þeim ákæruliöum. afbrotamanni Hæstarétti þykir hæfileg refsing fangelsi í tvö og hálft ár. í Sakadómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. í Hæstarétti dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Magnús Thoroddsen, Guð- mundur Jónsson, Guðrún Erlends- dóttir, Hrafn Bragason og Arnljótur Bjömsson prófessor. -sme Sjómannasambandið mun leggja fram krófii um 15% hækkun á verði Að sögn ÓskarS Vigfússonar, for- manns Sjómannasambands íslands, mun sambandið leggja fram kröfu um 15% hækkun á fiski á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins sem hald- inn verður í dag klukkan þrjú. Um- ræður um verð hafa enn ekki hafist og vildi Óskar engu spá um framgang viöræðnanna. Á síðasta fundi, sem haldinn var á föstudag, var ekki tekin ákvörðun um lágmarkverð á fiski en verðlagn- ing á humri á humarvertíð í sumar var gefin frjáls. Lágmarkverð á öðr- um sjávarafla gildir til næstu mán- aðamóta. -StB Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1/2”-10“ Din 2448/1629/3 St 35 oOO o O Oooo OOO sindraAstálhf BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.