Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Utlönd Þrír féllu í Líbanon í gær Þrír menn féllu og tíu særöust í átökum milli liösmanna Hiz- bollah-flokksins og Amal-þjóövarö- liðsins í suðurhluta Beirút í Líban- on í gær. Aö sögn talsmanna öryggissveita á svæöinu kom til vopnaviöskipta milh þessara tveggja flokka af og til og beittu þeir stórskotahöi, handsprengjum, eldflaugmn og vélbyssum.hvor gegn öðrum. Mikið eignatjón varð í átökunum í gær. Aö sögn heimilda var sex ára gamalt bara meöal þeirra sem féllu í gær. Aö minnsta kosti tvö hundruö sextíu og sex hafa fallið og nær tólf hundraö hafa særst síðan bardagar hófust milli þessara flokka um yílrráð yfir úthverfum í suðurhluta Beirút. Bardagamir hófust þann 6. maí. Palestínsk kona flýr með barn sitt úr flóttamannabúðum i Beirút í Símamynd Reuter Peres mætir gagmýni Barnaskölar Palestínumanna á vesturbakkanum hata nú verið opnaðir að nýju eflirfjögurra mánaða hlé vegna óeirða á herteknu svæðunum. ' Símamynd Reuter Shimon Peres, utanríkisráðherra ísrael, hittir í dag utanríkisráð- herra Evrópubandalagsríkjanna og búist er við að ísraelsmaöurinn mæti þar harðri gagnrýni vegna meðhöndlunar israela á Palestínu- mönnur' á herteknu svæðunum á vesturbckkanum og Gaza-svæö- inu. Til nokkurra óeirða kom enn á vesturbakkanum í gær þegar stuöningsmenn Mubarak Awad, bandarísks Palestína, sem á yfir höfði sér brottvísun frá ísrael komu saman til að lýsa andúð sinni á meðferö ísraelskra dómstóla á máli hans. Búist er við því aö hæstiréttur Ísraelsríkis felli úr- skurð í máli Awad í dag eöa næstu Mubarak Awad, bandaríski Palest- inumaðurinn sem á brottvísun frá ísrael yfir höfði sér. Simamynd Reuler daga og er íastlega búist við að rétturinn staðfesti brottvísun hans úr landi fyrir þátttöku í aögerðum Palestínumanna á herteknu svæðunum. Flugræninginn hvarf Atök í Suður-Afríku Þessi gamli maður slasaðist er handsprengjum var varpað að mannþyrp- ingu á kosningafundi í Soweto í Suður-Afriku í gær. Alls létust tiu manns á átökum í Suður-Afríku um helgina. Símamynd Reuter Suöur-afrískur stjórnmálamaður, sem var kynblendingur, og níu aðrir biðu bana í átökum í Suður-Afríku um helgina. Fullyrða sumir að morð- ið á kynblendingnum og dauða tveggja annarra þeldökkra manna, sem þátt tóku í stjórnmálafundi, megi tengja við væntanlegar sveitar- stjórnarkosningar í október á þessu ári. Stjómmálamaðurinn Pieter Jacobs var skotinn til bana úti fyrir kirkju í Alberton nálægt Jóhannesarborg á sunnudaginn og ekkja hans hefur greint frá því að honum hafi borist morðhótanir á meðan hann vann að rannsókn meints misferlis. Tveir menn létust og þrjátíu og átta særðust þegar varpað var hand- sprengjum að mannþyrpingu á úti- fundi í Soweto. Leiðtogi verkamannaflokksins í Suður-Afríku, Allan Hendrickse, kveðst ekki trúa að morðiö á Jacobs hafi verið af sljómmálalegum ástæð- um og túíkar hann það ekki sem árás á flokk sinn. Þegar kosið verður í október verð- ur það í fyrsta sinn sem þeldökkir, hvítir, fólk af asískinn uppruna og kynblendingar ganga til kosninga sama daginn. Hver kynþáttur fyrir sig mun kjósa á sérstökum stöðum. Andstæðingar aðskilnaðarstefnunn- ar og Afríska þjóðarráðið fordæma þegar kosningarnar. Sprenging í brautarstöð Tveir menn létu lífiö og þijátíu og fimm særðust þegar sprenging varð í járnbrautarstöð í Punjab-héraði á Indlandi á sunnudag. Brautarstööin var þéttsetin hindúum sem eru að flýja héraðið vegna ofbeldisverka Sikha gegn þeim þar. Að sögn lögreglunnar eru átján manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sinna. Sikhum var um helgina heimilað að snúa að nýju til Gullna hofsins í Amritsar eftir að trúarathafnir þar stöðvuöust um tveggja vikna skeið vegna umsáturs indverskrar lög- reglu og hers um vopnaða öfgamenn úr röðum Sikha í hofinu. Umsátrið endaði þann 18. maí þeg- ar fjörutíu og sex Sikhar gáfust upp. Aðgangur að hofinu er þó takmark- aður nú og öryggisgæsla þar mjög ströng. Indverska lögreglan er ákveðin í að sýna að öfgamenn geti ekki tekið hofið herskildi aö nýju og notað það sem virki. Að sögn sjónarvotta gekk erfiðíega að hemja mannfjöldann við hofið í gær. Nokkur hundruð pílagrímar voru komnir á staðinn og urðu að standa í biðröðum og sætta sig við nákvæma vopnaleit áður en þeir fengu að fara inn í hofið til helgi- halds. Sikhar, sem beijast fyrir sjálfstæðu heimalandi sínu í Punjab-héraði á Indlandi, hafa undanfarið staöið aö miklum hryðjuverkum í héraðinu tii að leggja áherslu á kröfur sínar. Hafa þeir myrt að minnsta kosti hundrað fimmtíu og fimm manns síðastliöna sex daga. Öfgamenn úr röóum Sikha myrtu í síðustu viku niu landbúnaðarverkamenn í Ajnala. Sikhar hafa nú myrt hundrað fimmtiu og fimm manns síðan á miðvikudag. Símamynd Reuter Farþegaþotan á flugvellinum í Panamaborg. Simamynd Reuler Flugræningi, sem hélt því fram að hann væri dauövona og krafðist eitt hundrað þúsund dollara og hælis einhvers staðar þar sem hann gæti dáiö í friði, rændi í gær farþegaþotu frá Kólumbíu. Flugræninginn neyddi flug- menn þotunnar til þess að fljúga til þriggja landa og stóð flugrániö yfir í alls ellefu klukkustundir. Að þeim loknum lét ræninginn lenda þotunni aftur í Kólumbíu og hvarf þar á brott um afturdyr hennar, meðan flug- mennimir óku upp að flugstöövarbyggingunni á vellinum. Flugræninginn, sem mun heita Albeiro Jimenez, kvaðst sem fyrr segir dauövona og aðeins leita að stað utan Kolumbíu þar sem hann gæti dáiö í friöi. Hann kvaðst síöar. vilja fþúga til Kúbu þar sem hann myndi þarfn- ast eitt hundrað þúsund Bandaríkjadala sem aögangseyris. Loks vildi hann fá að fara til Indlands. Flugmanninum tókst hins vegar aö sannfæra Jimenez um aö þotan hefði ekki nægt eldsneyti til alls þessa langfiugs og því var snúið aftur heim. Cannesverðlaun til Dana Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Baunar eru óðum að veröa stór- veldi í kvikmyndagerð. Dönsk mynd vannn óskarsverðlaun á þessu ári sem besta erlenda kvikmyndin og nú er það á hátíðinni í Cannes sem Dan- ir vinna sigur. í gær fór fram verðlaunaafhending hátíöarinnar og gullpálmann fyrir bestu myndina hlaut Pelle le con- querant, eins og Frakkar kjósa að nefna myndina, eða Sigurvegarinn Pelle eftir Billie August, einhver viðamesta og dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Mynd- in er byggö á samnefndri sögu Mart- ins Andersen-Nexö sem lést 1954. Þessi skáldsaga hefur freistað ann- arra leikstjóra, til dæmis Polanskys, og fjallar um líf verkalýðsleiðtogans Pejle sem fluttist frá Svíþjóð til Dan- merkur ásamt fóður sínum í lok 19. aldar. Myndin segir frá æsku Pelle og leikur Max von Sydow fóðurinn. Þessi verðlaun komu á óvart því lítið hafði verið fjallað um myndina og blaðamenn tahö hana frekar aka- demíska. Breska myndin A World Apart eft- ir Chris Menges, sem segir frá suð- ur-afrískri blaöakonu á sjöunda ára- um. Nýjasta mynd Chnts Eastwood, tugnum, fékk hin sérstöku Grand Bird, var einnig verðlaunuð fyrir Prix verðlaun auk þrennra verö- tæknivinnuogbestakarlhlutverkið. launa fyrir besta leik í kvenhlutverk- Sigurvegarar á kvikmyndahátiðinni í Cannes í gær voru danski leikstjórinn Billie August, leikkonan Johdi May og leikarinn Forest Whitaker. August fékk verðlaun fyrir myndina Sigurvegarinn Pelle, May fyrir hlutverk í mynd- innl A World Apart og Whitaker fyrir hiutverk I myndinni Bird. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.