Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Mertning Gægst í gegnum Glerbrot Leikstjórn, klipping, og upptökustjórn: Krlstin Jóhannesdóttir. Aóalhlutverk: Björk Guómundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guómunds- dóttir, Helgi Skúlason, Pétur Einarsson, Margrét Ákadóttir og Björn Baldvins- son. Það var gaman að bera saman íslenska dagskrárgerð í Sjónvarp- inu að kvöldi hvítasunnudags. Fyrst kom lag úr undankeppni Eurovision en strax þar á eftir kom sjónvarpsleikrit Kristínar Jóhann- esdóttur. Og hvílikur munur. Eurovisionlagið sameinaði aUt það versta í íslenskri dagskrárgerð. AUt lagðist á eitt, léleg kvikmynda- taka, léleg sviðsmynd og umfram allt léleg lýsing. Glerbrot Kristínar Jóhannesdóttur sneiddi fagurlega hjá þessum meginpyttum íslensks sjónvarps svo umm var á að horfa. Sálartötrarnir þvegnir í upphafi leiksins sjáum við Lán- eyju (Margrét Ákadóttir), húsmóð- urina sem haldin er hreinlætisæöi. TU að þvo nægir ekki ein þvotta- vél, þær eru að minnsta kosti átta og dugir ekki tU. Það eru ekki fotin sem eru skítug heldur sálarlifið. Líney er stjúpa Maríu og eins og aUar stjúpur í góðum sögum hefur hún biturt bragð í munni og hatar stjúpdóttur sína. Hún fær því fram- gengt að María er rúin öUu per- sónufrelsi sínu og send á hæU. Á hælinu á María heldur dauf- lega vist. Þetta er vistheimUi og þar er ræktað með stúlkunum hatur á öUu karlkyns, djöfulhnn býr í karl- manninum og þar með glötunin. Karlmaðurinn er einnig að ein- hveiju leyti guðakyns, María kemst aUavega að raun um að engl- Ur sjónvarpsleikritinu Glerbroti ar eru karlkyns. í karlmanninum er einnig fólgin bæði glötun Maríu og frelsun. Hún sker gat á englamynd og flýr inn í helgidóminn, beint í faðm vinar síns (Bjöm Baldvinsson). Hann er prinsinn í ævintýrinu og flýja þau Leiklist Pétur Pétursson saman yfir sjó og land en hniga að lokum örmagna niður og deyja drottni sínum alsæl. Ave Discordia, ave Eris Ekki er að efa að Glerbrot á eftir að verða þjóðinni þvílíkt þrætuepli og fyrra sjónvarpsleikrit Kristínar, Líf tfl einhvers. Astæðan er að leik- ritið er sýnt um svipaða „skin- helgi“ og Líf tíl einhvers og fjallar ekki um óUka hluti. Efni beggja leikritana markast af átökum ungUngsstúlkna við eigið kynferði, en kynferði kvenna virð- ist óhemjumikið tabú meðal þjóð- arinnar. En hvað sem fólk nú las út úr Lífi tU einhvers er Glerbrot ekki kynórar og tiöaverkir. Þar er tekið fyrir sjálft frelsi manneskj- unnar til að hugsa og hrærast í eig- in tilfinningum. Glæpurinn gagn- vart Maríu er sá að faðir hennar og stjúpa selja frelsi hennar fyrir von um betra líf. Með því ganga þau á grundvaUarrétt hennar og eru því réttdræp. Ríkið sem fær umráðarétt yfir Maríu er gjörspillt og er valdbeit- ingin algjör. Þetta vald er ekki ósvipað því ríkisvaldi sem heldur réttarhöld í sögu Kafka, marghöfða skrímsl. Ekki dugir að berjast, flóttinn er eina ráðið. Öguð leikstjórn Kristín veit hvað hún vfll og fær það. Leikstjórn er hnitmiðuð og öguð sem og aUur umbúnaður. Ögunin er jafnvel of mikU og fær myndin á sig blæ tUgerðar. Með slíkri leikstjóm kaUar hún fram vandaðan leik. Björk Guðmundsdóttir bliknar ekki við hUð atvinnuleikaranna. Hlutverk hennar er náttúmlegra en annarra, draumurinn er henn- ar. Það fer því vel á því að leikur hennar sé svo eðhlegur sem raun ber vitni. Hlutur annarra hefur á sér yfirbragð fágunar, þau em þátt- takendur í draumi Maríu. Gaman er að sjá hve gömlu góðu atvinnu- leikaramir hafa náð góðum tökum á sjónvarpsleik. Veruleiki eða martröð Óhemju markviss lýsing Snorra Þórissonar og VUhjálms.Þórs Guð- mundssonar, seiðmögnuð „míní- maUstatónhst" Hilmars og hrífandi sviðsmynd Guðrúnar Sigríðar Har- aldsdóttur, aUt leggst á eitt. Gler- brot hefur á sér mynd martraðar. TU að undirstrika hve martröðin er íjarræn er aUt tal dempað þann- ig að það ómar Ukt og um bergmál væri að ræða. Þetta hefur þann ókost að draga allan mátt úr leikur- um í sterkustu senunum. Hljóð- setning hefði mátt vera betri í þeim. Kristín er að verða einhvers kon- ar Magna mater íslenskra sjón- varpsáhorfenda á tyUistundum. Það er vonandi að Sjónvarpið hafi áræði tU að sleppa henni lausri enn eina ferðina, hún tryggir góða „horfun“ þótt ekki séu alUr að skemmta sér. -PLP Jarðarfarir Björg S. Sigurðardóttir lést 5. maí sl. Hún fæddist að Syðri-Brekkum í Skagafirði, en fluttist ung að Hof- staðaseU með foreldrum sínum, Kon- kordíu Ingiríði Stefánsdóttur og Sig- urði Björnssyni. Um tvítugt fluttist hún tU Reykjavíkur og bjó þar ætíö síðan. Hún giftist Sigurði Gíslasyni, en hann lést árið 1947. Þau hjónin eignuðust eina dóttur. Útfór Bjargar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Níelsína H. Hákonardóttir lést 11. maí. Hún fæddist 6. júní 1907 á Akra- nesi. Foreldrar hennar voru Hákon HaUdórsson og fyrri kona hans, Þóra Níelsína Helga Nielsdóttir. Eftirlif- andi eiginmaður Nielsínu er Magnús Ólafsson. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Stefanía Þórðardóttir, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness fóstudaginn 13. maí, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju í dag, 24. maí, kl. 14.15. Guðrún Sigurðardóttir, áður Flóka- götu 61, andaöist á Elli- og hjúkr- unarheimUinu Grund 10. þ.m. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Útfór Valentínusar Alberts Jónsson- ar, fyrrverandi bónda að Réttarholti, Gnúpverjahreppi, sem lést 14. maí sl„ fer fram frá Stóru-Núpskirkju, Gnúpverjahreppi, í dag, 24. maí, kl. 15. Lára Jóhannsdóttir, Stóragerði 9, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 25. maí kl. 15. Útfór Guðríðar Sigurjónsdóttur, Hvassaleiti 51, fer fram frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 25. mai kl. 15. Útfór Vilborgar Jórunnar Þórarins- dóttur frá Hrauni í Dýrafirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 24. maí, kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Sigurlaug Friðjónsdóttir, Langholts- vegi 99, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 25. maí kl. 15. Kolbrún Kristjánsdóttir, Skjólbraut 1, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 15. Binna Berndsen Mann, sem andaðist 16. þ.m. á heimili sínu í Needham, Mass., Bandaríkjunum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 13.30. Útför Guðmundar Jónssonar frá Kaldbak, Ránargötu 6, Reykjavík, verður gerð frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 24. maí kl. 13.30. Vilhjálmur Guðmundsson frá Stóra- Nýjabæ, Krísuvík, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. maí, kl. 15. Andlát Bergur Helgi Ólafssonfrá Ánastöð- um, Neshaga 14, Reykjavík, lést í Landspítalanum 21. maí. Albert Imsland, lést laugardaginn 21. maí. Valdimar Unnar Valdimarsson, Skeljagranda 2, Reykjavík, lést af slysfórum laugardaginn 21. maí. Elínborg Sigurðardóttir frá Melabúð, Hellnum, lést 20. maí í sjúkrahúsi Akraness. Elín Þórðardóttir, langholtsvegi 166, andaðist að kvöldi föstudagsins 20. maí. Lára Samúelsdóttir, Laugavegi 53b, andaðist í Borgarspítalanum 20. maí. þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30. Þetta eru þriðju tónleikamir á vegum Styrktarfé- lags íslensku óperunnar. Á efnisskránni eru verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, S. Rachmaninoff, M. Ravel og F. Liszt. Miðaverð er kr. 400 og afsláttur til Styrkt- arfélaga íslensku óperunnar, ellilífeyris- þega og námsmanna er 15% (eða kr. 340). Skólaslit og tónleikar í Söngskólanum Fimmtánda starfsári skólans er nú aö ljúka og hafa um 150 nemendur stundað nám viö skólann í vetur, 115 fullt nám en um 35 háfa sótt hlutanám í kvöld- skóla. Skólinn útskrifar að þessu sinni einn söngkennara, Ingu Jónínu Back- man. Sex nemendur luku VIII. stigi sem er lokapróf úr almennri deild. Vortón- leikar á vegum skólans verða sem hér segir: VIII. stigs tónleikar: miðvikudag- inn 25. maí kl. 20.30 í tónleikasal Söng- skólans að Hverfisgötu 45, Sólrún Hlöð- versdóttir, Ragnheiöur Lárusdóttir og Þórdís Þórhallsdóttir, fimmtudaginn 26. mai kl. 20.30 í tónleikasal skólans, Ólöf G. Ásbjömsdóttir og Stefán Amgríms- son. VIII. stigs og söngkennaraprófstón- leikar: Mánudaginn 30. mai kl. 20.30 í Norræna húsinu: Björk Jónsdóttir, VIII. stigs og Inga J. Backman, söngkennara- próf, LRSM. Píanóleikarar úr starfsliði skólans, sem fram koma með nemendun- um á þessum tónleikum, em Catherine Williams, David Knowles, Jómnn Viðar og Kolbrún Sæmundsdóttir. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis nema á tón- leikana í Norræna húsinu, þar er verð aðgöngumiða kr. 300. Skólaslit og loka- tónleikar Söngskólans verða í íslensku ópemnni 29. maí, skólaslitin kl. 15 og lokatónleikar kl. 16. Aðgöngumiðasala er við innganginn. Að tónleikunum loknum er boðiö upp á kaffiveitingar í skólanum. Píanótónleikar í Bústaðakirkju Fyrstu sjálfstæðu og opinbem píanótón- leikar Jónasar Seen verða í Bústaða- kirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 20.30. Níu ára gamall hóf Jónas nám hjá Kol- brúnu Óskarsdóttur og 11 ára innritaðist hann í Tónlistarskólann í Reykjavík en kennari hans þar var Árni Kristjánsson. Sautján ára gamall lauk hann einleikara- prófi frá skólanum. Hann hefur sl. tvö ár kennt píanóleik við Nýja tónlistarskól- ann. Viðfangsefnin á tónleikunum em tvær sónötur eftir Beethoven op. 109 í E-dúr og op. 110 í As-dúr. Eftir hlé leikur Jónas h-moll sónötu Fr. Liszts. Tilkyxmingar Keppni um hártískulínur Nýstárleg keppni stendur nú yfir hjá tímaritinu Hár & fegurð. Keppt er um hártískulínur fyrir veturinn ’88 -’89. Keppnin er flokkuð í tvo flokka og er áhersla lögð á permanent í öðr- um flokknum og litanir í hinum og er það gert til að reyna að auka vídd- ina í tískulínum. Svona keppnir gefa einstaklingum gott tækifæri til að spreyta sig og láta hæfileikana njóta sín. Það verður gífulega stór sigur fyrir þann sem vinnur þessa keppni þar sem mynd af vinningsmódelinu verður birt á Norðurlöndunum og víðar í heiminum, einnig verður vinningsmyndin sett á plakat sem dreift verður víða. Kristbjörg Bjarnadóttir, Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. maí kl. 13.30. Tónleikar Tónleikar í Islensku óperunni Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur tónleika í íslensku óperunni ÞAKKARAVARP Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig á 70 ára afmælisdegi mínum 14. maí sl., með heimsóknum, skeytum, símtölum og gjöfum, í rituðu og mæltu máli. Sérstakar þakkir til stjórnar og starfsfólks Búnaðarfé- lags islands. Bændum landsins óska ég allra heilla. Megi almættið vera með ykkur öllum. BJÖRN BJARNARSON Hagamel 34, Reykjavík Upp og niður Kór Öldutúnsskóla í Víðistaðakirkju Söngmennt í barna- og unglinga- skólum er ærið misjöfn hér á landi. Sums staðar er tónhstin algjör hornreka og lítið sem ekkert gert til að sinna þeim skyldum sem skólalögin munu, í orði kveðnu að minnsta kosti, leggja kennaralið- inu á heröar. Annars staðar er reynt af veikum mætti að smala saman í söng, hálftíma í viku eða svo, og jafnvel veitt undirstöðu- fræðsla í hljóðfæraleik. Já, þetta er víst ansi mikið upp og niður og lítið er víst gert af því að halda músík meistaranna að bömum hér á landi. Reyndar segja þeir af kunn- ingjum mínum sem þekkja best til þessara hluta að músíkfræðsla í 99 tilfellum af 100 sé fyrir neðan allar hellur í skólum þessa lands. Einn er þó sá skóli sem virðist leggja talsverðan metnað í músíkina, sérstaklega kórsöng, en þaö er Öld- utúnsskóli í Hafnarfirði. Þar hefur starfað um árabil einn ágætur músíkant, Egill Friðleifsson, og sinnt söngkennslu og annarri mús- íkfræðslu af mikilli alúð og nær- fæmi. Ár eftir ár hefur hann náð saman krakkakórum og þjálfað þá þannig að stundum hefur söngur Tónlist Leifur Þórarinsson Öldutúnskórsins verið á „heims- mælikvarða". Kórinn er nú býsna stór, varla undir 100 krakkar (mest stúlkur) en Egill skiptir honum niður í deildir eða hópa A og B og síðan er „litli kórinn“ með yngstu nemendunum. Kórinn var með tónleika undir stjóm Egils í Víöi- staðakirkju á laugardaginn. Efnis- skráin var Ijómandi blandá'af smá- lögum frá ýmsum löndum: þjóðla- gaútsetningar eftir Jón Ásgeirsson, Ave Maria o.fl. eftir Kodaly, Meist- ari Jakob og negrasálmur og margt fleira í þeim dúr. Einnig dýrlegur messukafli eftir Palestrina og Jesu Rex eftir G.B. Martini. Þá var til dæmis smellið lag eftir Þorkel Sig- urbjömsson, saklaust og fyndið, og framflutt furðuleg bamagæla eftir Hjálmar Ragnarsson við texta Vil- borgar Dagbjartsdóttur. Það var hápunktur tónleikanna en það var líka gaman að heyra lög eftir Sall- inen og Wessman frá Finnlandi og reyndar allt sem ekki verður upp talið, líka Hafnarfjörð eftir Friðrik í lokin. Að vísu var kórinn ekki alveg eins lifandi og hreinn eins og mig minnir að hann hafi stundum verið áður en það var mikil bjart- sýni í loftinu og hstrænn ylur, þrátt fyrir skuggaleg málverk á veggj- um. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.