Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 40
56 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Sviðsljós Sunnukórinn á ísafirði. DV-mynd BB Sunnukórinní hljómleikaferð til Ungveijalands Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafirdi: Miklar annir hafa verið undanfar- iö hjá kórfélögum í Sunnukómum á ísalirði þar sem kórinn hefur verið t að æfa undir væntanlega Ungverja- landsferö sem farin verður í júní. Kórinn var með tónleika í sal grunnskólans á ísafirði fyrir skömmu en þeir tónleikar voru und- irbúningur fyrir ferðina. Á efnis- skránni vora íslensk lög eftir ýmsa höfunda, til dæmis ísfirsku höfund- ana Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson yngri. Einnig voru flutt ungversk lög eftir Béla Bartok. Einsöngvari með kórnum var Margrét Bóasdóttir, söngkona og fyrrverandi stjórnandi kórsins, og einleikari á hljómleikunum var Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Stjórn- andi kórsins er Beáta Joó. Aðeins var um þessa einu hljóm- ieika að ræöa fyrir utanlandsferðina vegna anna. Kórinn mun þó koma fram á hljómleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í byrjun júní á ísafirði og nágrenni. 50 ára afmælishátíð Um daginn hittust nemendur, 21 að tölu, á 50 ára afmælishátíð skólasystkina frá Siglufirði í Hreðavatnsskála en þau voru öll nemendur þriðja bekkjar í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar árið 1955. Flestir nemendurnir verða fimmtug- ir á þessu ári eða eru orðnir það þegar. Þriðji bekkur á þessum árum var fyrir 17 ára nemendur á þessum árum, þó aldurskerfið sé ekki það sama í dag. Á þessari mynd má sjá bekkjarmynd sem tekin var á árinu 1955 af hópn- um. Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Steinsson, Ágúst Björnsson, Ragnar Páll Einarsson, Jakob Ármannsson, Gunnar Ragnars, Magnús Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson, Sveinn Gústafsson. Miðröð frá vinstri: Sigríður Jóhannsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Svana Jónsdóttir, Herdis Haraldsdóttir, Camilla Jónsdóttir, Dóróthea Stef- ánsdóttir, Sigriður Sigurðardóttir. Fremsta röð frá vinstri: Sigurjóna Lúthersdóttir, Þórdís Jónsdóttir, Sólveig Stef- ánsdóttir, Alda Guðbrandsdóttir, María Ásgrimsdóttir, Edda Þráinsdóttir. a Dallasbúar voru hrifnastir af íslenskum pylsum með öllu, af því sem fslendingar höfðu upp á að bjóða. Fyrir skömmu var haldinn alþjóða- basar í Dallas í Texas með þátttöku fulltrúa frá 50 löndum, þar á meðal frá íslandi. Tilgangurinn með þess- um basar er aö kynna Texasbúum menningu þessara þjóða, og var auk þess boðið upp á skemmtiat- riði, mat og vörur frá þátttökulönd- unum. Hver þjóð hafði afmarkað svæði til afnota til að kynna sitt land. íslendingar, sem búa í Norður- Texas, höfðu ýmsar vörur á boð- stólum.og gáfu auk þess sýningar- gestum yfir 3000 bæklinga, bækur og uppskriftir að íslenskum mat til kynningar á íslandi. Hátíðin hófst með skrúðgöngu, þar sem fulltrúar klæddust þjóð- búningum frá sínu landi, og sómdi íslenski búningurinn sér vel þar á meðal. Alþjóðadags barna var einnig minnst á hátíðinni með skrúðgöngu. íslendingar höföu til sýnis og sölu ýmsa muni til að kynna landið fyrir Texasbúum, þar á meðal handprjónaðar lopavörar, niðursoðna sjávarrétti, íslensk frí- merki og landakort og fleira, en mesta lukku vöktu þó ljúffengar íslenskar pylsur með sinnepi frá íslandi. Annað af stærstu dagblöð- unum í Texas, „The Dallas Morn- ing News“, skrifaöi um sýninguna og þar voru íslensku pylsunum gerð góð skil. I félagi Islendinga í Norður-Texas eru 24 félagsmenn, en alls munu búa um það bil 60 íslendingar á þessu svæði. íslendingar á svæðinu gengu um með fána og spjöld til þess að vekja athygli á landinu. í Dallas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.