Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Sandkom Saltfiskur í hlöð- unni Bændurí Haganesvíkl Fljótumeru óhressirmeð aðhafavcrifl sviptir leyfi til rauðniagaveiöa og skiljaekkert íþessariósví&ii ráðuneytisins. Yfirmaður veiðieftir- litsins segir hins vegar að þegar bændumir séu famir aö safna salt- fiskstæðum í heyhlöður sinar verði að grípa í taumana. En hvers eiga þeir að gjalda? Fullvirðisréttur þeirra er sífellt skertur og þrengt aö þeim á allan hátt. Þegar þeir svo fara að stunda sjóinn og verka saltfisk til aö hafa eitth vaö í heyhlöðum sínum koma yfirvöld og segja lok, lok og læs. Mér finnst freraur aö það ætti að verðlauna svona úrræðagóða bændur á þessum síöustu og verstu. tímum. Húsvíkingur lentií óskemmtUegri reynslunúá dögunum. Hannvarað komaheimtii sínafdansleik áhótelinuen maðurinn býr á 3. hæö íjölbýlishúss þar í bæ. Þegar hann var að kiöngr- ast upp stigann heyrði hann másað á eftirsér: „Fullur?" Maðurinnsneri sér viö og stóð þá au#ti til auglitis við krókódíl., ,Þegi þú,“ sagði maður- inn og hélt áfrara ferðinni. Skömmu síðar heyrðist aftur: „Fullur?" „Ef þú ekki þegir skal ég snúa þér við svo ranghverfan snúi út," sagði maður- inn og hélt áfram. Sköromu síðar endurtók sagan sig. „Fullur?" heyrö- ist sagt fýrir aftan raanninn. Hann sneri sér viö, óð með höndina upp í krókódílinn og hreinlega sneri hon- um viö svo innhverfan sneri út Hélt hann nú áfram, en hafði ekki fariö langt þegar hann heyröi másað fyrir aftansig:,,ftu]luf?“ „Þegarégverð forseti.. SigrúnÞor- steinsdóttirúr Vestmamtaeyj- umætlarsér hiðótrúlega.aö sigraVigáisi Fmnbogadótt- uríforseta- kosningumí sumar. Sigrún mætti í viötal á Stjörn- unni í síðustu viku og eftir að hafa hlustað á „fólk á götunni", sem spurt var hvort það myndi lgósa Vigdísi eða Sigrúnu, svaraði Sigrún spum- ingu fréttamanns. Þótt allir sem spurðir voru segðust ætla aö kjósa Vigdisi talaöi Sigrún eins oghún væri þegar komin til Bessastaða. Sagði hún m.a. eftir að hafa lýst yfir hvemig hún hygðist starfa þan „Þannig mun ég starffækja þetta embætti þegar ég er orðin for- seti...“ - Já, það vantar greinilega ekki sjálfsálitið sums staðar. Óþarf i að þjarma að þeim í „guilkoma- dálki“Víkur- blaðsinsá Húsavikvar knattspymaní l.deildgerðað umtalsefniá dögunum. Þar errættum samstöðu norðanliðanna í deildinni og skýrt frá þvi að heyrst hafi að norðanliðin ætli að hafa þann háttinn á i sumar að gera sem mest jafntefli í innbyrðisleikjum ainum, vinna sið- an Reykjavikuriiöin en gera síðan jaíhtefli eðatapa fýrir dreifbýlislið- unum á suövesturiiominu sem einn- ig eiga i baráttu við Reykjavikurvald- iö. Þetta hafi aö mestu gengið eftir í 1. uraferö mótsins. Leiftur hafi gert jafhtefli víð Skagamenn en Völsung- ar tapað fyrir Keflvikingum. Segir síðan aö eins og kunnugt er sé staða útgerðar og fiskrinnslu á Suöumesj- um ákaflega veik og því sé óþarfi að þjarma verulega aö þessum byggðum á knattspymuvöllunum. Umnsjón: Gytti Krlstjinsson Fréttir Hvitasunnuhelgin: Stórslysalaus þrátt fyrir mikla ölvun Hvítasunnuhelgin var stórslysa- laus um allt land þrátt fyrir að ölvun væri víða töluverð. Veður var frekar erfitt til ferðalaga og þykir ljóst að þess vegna hafi verið minna um ferðalög en endranær um hvítasunn- una. Hópur unglinga safnaðist saman við Hafravatn. Mikið bar á ölvun og varð lögregla að hafa afskipti af fólki þar. Skemmdir voru unnar á áhöld- um skáta. Ölvun var talsverð í Reykjavík og í nágrannabyggðum. Umferðaróhöpp voru mjög fá. í Árnessýslu dvaldi margt fólk í sumarbústöðum. Lögreglan tók 16 ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur. Fátt var á Þjórsárbökkum eða innan við 20 tjöld þegar mest var. Tveir ökumenn á vélhjólum lentu í slysum á laugardagskvöldið, annar að Flúðum en hinn í Þjórsár- dal. Þeir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Hvorugur mun vera al- varlega slasaður. í Borgarfirði var margt fólk í sum- arbústöðum en fátt á Geirsárbökk- um. Dansleikir á Logalandi voru vel sóttir. Töluverð ölvun var í Borgar- firöi. Lítið var um umferðaróhöpp. Útafakstur varð á Vatnsskarði á föstudagskvöld. Ekki urðu slys á fólki. Lögreglumenn um land allt hafa svipaða sögu að segja. Töluverð ölv- un var um helgina en óhappalít- ið. -sme Akureyri: Mikill erill hjá lögreglu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri haföi í mörgu að snúast um helgina og sagði varðstjóri að helgin heföi verið óvenjuerfið hjá þeim. Gott veður var á Akureyri um helg- ina og mikiö um aðkomufólk í bæn- um. M.a. kom stór hópur ungs fólks í bæinn á laugardag úr Borgarfiröin- um. Þangað höfðu unglingamir farið og fjaldað en flúðu undan óveöri norður til Akureyrar. Unglingamir vora frá Reykjavík og af Suðumesjum. Þeir tjölduðu á tjaldstæðinu nærri sundlauginni og gekk talsvert á hjá þeim, m.a. fór hópur í sundlaugina aðfaranótt sunnudagsins en lögreglan kom og rak hann burt. MikO ölvun var í miðbænum um nætur og þrátt fyrir að ekki kæmi til alvarlegra atburða þar fengu margir að gista fangageymslur lögreglunn- ar. Ljósi punkturinn við helgina var sá að ekki var neitt slys tilkynnt til lögreglunnar en um hvítasunnuhelg- ina á síðasta ári urðu m.a. tvö bana- slys fyrir norðan. Jón Baldvin um Kvennalistann í Reutersfrétt: Hópur fallegra andlita með fallegar hugmyndir í fréttaskeyti frá Reuter í gær er sagt frá velgengni Kvennabstans og vitnað í tvær kvennalistakonur, þær Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Einarsdóttur, þar sem þær skýra frá starfsemi og stefbu listans. Einnig er vitnað í tvo af ráðhermm lands- ins, þá Steingrím Hermannsson ut- anríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra, þar sem þeir segja álit sitt á Kvennalist- anum og velgengni hans að undan- fömu. Þar mun Jón Baldvin hafa ságt: „Þétta er hópur fallegra andhta meö fallegar smáhugmyndir". Steingrím- ur Hermannsson segir í sömu frétt, til skýringar á velgengni hstans: „Fólk er að hta í áttina til draums sem við öll mundum vilja fá upp- fylltan en er ekki alltaf hagkvæmur." DV innti Guðrúnu Agnarsdóttur, þingmann Kvennahstans, álits á þessum orðum ráöherranna tveggja. „Velgengni Kvennahstans í kosning- um og skoðanakönnunum hlýtur að vera gömlu flokkunum mikiö um- hugsunarefni. Menn hafa að sjálf- sögðu sína skoðun og skýringar á henni. Ef rétt er eftir ráðhermnum haft finnast mér þó ummæh þeirra segja meira um þá sjálfa en orsakir velgengni Kvennalistans," sagði Guörún. -gh Skólahljómsveit Varmárskóla ásamt hljómsveitarstjóranum Birgi Sveins- 'syni. Hljómsveitin heldur utan til tónleikahalds þann 26. þ.m. DV-mynd KAE Flöskur og ýmislegt drasl var skilið eftir á tjaldstæðinu á Akureyri eftir heimsókn unglinga þangað. DV-mynd gk Enn pláss í júmbó Vel hefur gengiö aö selja hinar verðiö, sem við náðum með hag- ódýru sumarferölr til Kölnar á veg- stæðum samningum við Cargolux, um VR, BSRB og nokkurra ann- helstþráttfyrirgengisfelUngu.Þær arra verkalýðsfélaga. Að sögn Pét- ferðir sem eftir er að seija hækka urs Maack hjá VR eru nú aðeins ekki því búið er að selja upp f áætl- 184 sæti eftir af þeim 19% sem upp- aö heildarmagn miða. Þannig hefur haflega vom í boöi. Brottfarardag- verið unnt að gera upp við flug- ar eru fjórir og ferðast veröur með félagið Lyon Air á heppilegum júmbó-breiðþotum í fyrsta skipti í tíma." íslensku leiguilugi. Verðið fyrir 3ja Flestir, sem keypt hafa þessar vikna ferð er 9.500 kr. (án flugvall- ferðir, ætla að ferðast með flug og arskatts). bíl fyrirkomuiaginu - ferðast þann- „Það er búið að selja um 90% ig á eigin vegum. Þó munu nokkrir miðanna," segir Pétur. „Uppselt er ætla að dvelja í sumarhúsum í Sa- í síðustu ferðina sem verður 11. arburg og Leiwen á vegum VR. ágúsL, en það em laus sæti i hinar Meðlimir í verkalýðsfélögunum og þijár ferðirnar sem verða 9. og 30. fjölskyldur þeirra eiga kost á að fá júní og 21. júlí. Það má segja að miöa í þessar ferðir. þetta dæmi hafi gengiö upp. Lága -ÓTT. Skólahljómsveit Varmárskóla: Fer í tónleikaför til Austurríkis og Ítalíu Þann 26. þ.m. fer fríður hópur 40 unghnga í 15 daga tónleikaför um Austurríki og Ítalíu. Hér er á ferð- inni skólahljómsveit Varmárskóla undir hljómsveitarstjóm Birgis Sveinssonar. Unghngamir em á aldrinum 12 til 19 ára og stunda flest- ir nám við tónlistárskólann í Mos- fellsbæ. „Við höfum unnið markvisst að þessari ferð í tvö ár,“ sagði Birgir í samtah við DV. „Fjáröflun hefur al- farið verið í höndum unghnganna og hafa þeir meðal annars staðið fyrir tveimur skemmtunum í vetur. Auk þess gaf hljómsveitin út kassettu á dögunum og byrjuðum við að selja hana í vikunni. Við viljum skila kæra þakklæti til sveitunganna sem stutt hafa okkur í þessari fjáröflun." Að sögn Birgis mun hljómsveitin halda á milh 10 og 12 tónleika í Aust- urríki og Ítalíu. Hún mun m.a. halda tónleika í Vínarborg, Salzburg og Lignano. Síðustu tónleikamir munu svo verða haldnir í Verona. Auk þess má búast við að hljómsveitin fái boð um aö halda fleiri tónleika á meðan á ferðalaginu stendur. Hljómsveitin naut stuðnings Hans Ploders, formanns austurrísk- íslenska félagsins við undirbúning ferðarinnar. Auk þess lögðu hönd á plóginn ræðismenn íslands í Vínar- borg og Salzburg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin fer í hljómleikaför út fyrir landsteinana. Árið 1983 héldu unglingamir 15 tónleika á hálfum mánuði á Ítalíu og er þetta fjórða utanlandsförin sem þau fara. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.