Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1988. 53 Lífsstíll Á hægu svifi yfir Mosfellssveitinni. Fyrir neóan má meðal annars sjá Korpúlfsstaði. DV-myndir ATA Svifdrekaflug Iikist helst flugi fuglsins Kristján Richter og Þorsteinn Marel taka drekana ofan af bílnum uppi á toppi Úlfarsfells. Svifdrekaflug er að verða æ al- gengara hér á landi eins og annars staðar í heiminum .Þó er fjöldi virkra svifdrekamanna ekki mikill, eða um þrjátíu manns á öllu lapdinu. Mun fleiri svifdrekar eru til en fjöldi svifdrekamanna segir til um því margir drekanna eru sjaldan notaðir og liggja og rykfalla í geymslum. Þó má segja að flestir þeirra sem prófa svifdrekafl'ug fái dellu. Og þeir sem á annað borð fá bakter- íuna verða illa haldnir. Svífa um loftin Þeir sem reynt hafa svifdreka- flug, annaðhvort af eigin raun eða úr nálægð, geta vel skilið þessa dellu. Það hefur ætíð verið æðsti draumur mannsins að geta svifið um loftin blá eins og fuglinn frjáls. Enn sem komið er hefur engin íþrótt komist nær flugi fuglsins er einmitt svifdrekaflugið þó seint náist alger samjöfnuður. Svif- drekamenn svífa án vélarafls um loftin og láta vind og loftstrauma um það að halda sér á lofti og jafn- framt til að hækka flugið og ná ein- hverjum vegalengdum. Svifdrekamenn nota yfirleitt hæðir og fjöll til að komast á loft. Flug svifdrekanna er það eðlilegt að jafnvel hinir raunverulegu fugl- ar hta á þessa menn í svifdrekum sem samkeppnisaðila og jafnvel óvinsamlega vargfugla. Það er til dæmis algengt á vorin, þegar svif- drekamenn fljúga nálægt Úlfars- felli í Mosfellssveit, að svartbakur- inn, sem verpir í hlíðum íjallsins, ráðist að drekamönnunum. Fugl- inn flýgur að drekunum og gargar, skellir sér niður á vængina til að reynaað trufla flug „óvinarins" og þegar ekkert annað dugar dritar fuglinn á drekana og mennina sem í þeim hanga og eiga sér einskis ills von. Dýrt sport Svifdrekaflug er nokkuð dýrt sport en þó er hægt að fjárfesta í ódýrum, notuðum byrjendadrek- um á þetta 35 þúsund krónur. Þeir sem lengra eru komnir og vilja ein- ungis það besta þurfa aö kaupa dreka á 150-200 þúsund krónur. Drekarnir eru einnig nokkuð fyrir- ferðarmiklir og til að komast á flug- stað þarf oftast helst að eiga jeppa. Á jeppanum þarf að vera sérstök grind til að flytja drekana. Þá má þess einnig geta að ekki fer alltaf saman frítími drekamanna og hag- stætt flugveður þannig að flug- drekamennirnir þurfa að sæta lagi og bregðast skjótt við þegar veöur gefur til svifdrekaflugs. Þá þarf helst að vera einhver vindur og ókyrrð í lofti. Oft þurfa þeir að taka sér frí úr vinnu upp á það að vinna fríið af sér síðar. Eins hættulegt og menn vilja gera það Margir eru þeirrar skoðunar að svifdrekaflug sé mjög hættuleg íþrótt. Eigi skal lagður á það dómur hér en að sögn svifdrekamanna sjálfra eru óhöpp og slys mjög sjaldgæf. Eitt banaslys varð þó hér á landi fyrir nokkrum árum en kunnugir telja að það hafi orðið vegna runu óhappa og óaðgæslu. Svifdrekamenn telja að íþróttin sé ekki hættulegri en hver drékamað- ur vill gera hana og byrjendur fljúga sína fyrstu metra nánast á Dægradvöl jafnsléttu á meðan þeir eru að átta sig á eiginleikum drekanna. Njóta frelsisins Hvað sem öðru líður er einstak- lega freistandi að fylgjast með svif- drekamönnum svífa um loftin blá. Þar eru þeir aðeins háðir loft- straumum og vindum en njóta um leiö frelsisins .Þeir geta flögrað um eins og fuglinn frjáls og notið um leið útiverunnar, góða loftsins og náttúrufegurðarinnar fyrir neð- an. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.