Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 36
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988, Lífsstfll DV Kvörtunamefnd Neytendasamtakanna - segir Elfa Björk Benediktsdóttir, starfsmaður samtakanna Elfa Björk Benedfktsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna. • „Hér vantar tilfinnanlega smá- máladómstól sem tæki á kvörtunar- málum í verslun. Það fer engin að leggja út í lögfræðikostnað út af tvö- þúsund króna hálsbindi," segir Elfa Björk Benediktsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin reka kvörtun- amefnd í samvinnu viö Kaupmanna- samtökin og SÍS. Nefndin hefur gefið góða raun og fer þeim fjölgandi sem leita til hennar með ágreinings- mál. „Formleg kvörtunarmál eru komin Neytendur vel á fimmta tuginn nú í ár. Þau leys- ast allflest í gegnum síma, þegar mönnum er runnin reiðin." Allir hafa rétt fyrir sér Elfa tekur að jafnaöi við 300 sím- hringingum á mánuði. Til aö anna þessu hefur símatíminn tferið rýmk- aður og ér nú frá kl. 9 til 13. „í 90% tilfella er um fót að ræða. Helsta ástæðan er lélegur fatnaður, oftast úr viskósa, og lélegar með- feröarmerkingar. Ef í hart fer getur reynst erfitt að sanna nokkuð. Fötin eru oft ónýt eftir smátíma, enda seg- ir Iðntæknistofnun að viskósi rakni upp og hlaupi í hnökra. Yfirleitt leys- ast málin því kaupmenn vilja ekki selja lélega vöru.“ Að sögn Elfu spretta tískuvöru- verslanir upp eins og gorkúlur og lognast út af jafnfljótt. Oft skilja þær eftir sig slóð af kvörtunarmálum og getur þá reynst erfitt að eltast við eigendur. Annað sem veldur erfið- leikum er að þessar verslanir eru sjaldnast í Kaupmannasamtökun- um. „Þá verður nefndin óstarfhæf, því aðilar í samtökunum skuldbinda sig til að hlýta úrskurði hennar. Ef svo er fer málið fyrir lögfræðing þegar allt annað hefur veriö reynt.“ En í flestum tilfellum leysast málin áður en til lögfræðings kemur. Að sögn Elfu er oft reiði í spilinu. „Það hleypir illu blóði í fólk ef kaupmaður staðhæfir að það hafi ekki þvegið flíkina rétt. Þá fýkur í það og allir verða reiðir. Málin leys- ast flest með tilkomu þriðja aðila. Þó eru nokkrir kaupmenn sem láta ekki segjast. Það er kjánaskapur að gera sér ekki grein fyrir hve slæm auglýs- ing felst í Ulu umtali.“ Hvað er gert? Til að hafa samband við Kvörtun- arnefndina verður fólk að hafa reynt til þrautar að ná samkomulagi. Þá hringir það og kvartar. „Þá byrja ég á því að hringja í selj- anda og fá hans hlið á málinu. Þá reyni ég að meta málið og fá álit, t.d. Iðntæknistofnunar. Því næst hringi ég aftur í seljanda og skýri málið fyrir honum. Ef hann lætur ekki segjast sendi ég bréf, og hringi kannski einu sinni í viku í mánuð. Ef það dugar ekki til fer málið í lög- fræðing.“ í máli Elfu kom fram áö viö það að fara í lögfræðing lyki málum oft- ast nær því fólk legði ekki útí lög- fræðikostnað nema það vaeri alveg visst um að vinna málið. Það eru því fá mál sem fara þá leiðina. -PLP Bílaleiga SH l£iörétting á verðkönnun í verðkönnun sem birt var hér í blaðinu á dögunum var missagt að Nissan Micra, og Mazda 323 bifreiðar kostuðu kr. 1.700 á dag hjá bílaleigu SH. Þetta var alrangt. Bílarnir kosta kr. 1.280, og er kílómetragjald kr. 12,80. SH bílaleigan er því í hópi ódýrari bílaleiga. Er hér með beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. -PLP Ný tegund eggja - sem ekki auka kólesteról í blóði Anna Bjamason, DV Denver Innan árs er talið líklegt að komin verði á neytendamarkaö í Bandaríkj- unum ný tegund eggja sem ekki auka kólesteról í blóði og muni jafnvel stuðla að lækkun þess. Þetta þykja góðar fréttir fyrir þá sem eru sólgnir í egg og einnig fyrir framleiðendur fiskilýsis, en slíkir finnast margir á íslandi. Galdurinn við framleiðsluna er aö fóðra hænumar á ákveðnum omega fitusýrum sem eru í fiskilýsi en fyrir- fram var vitað að þessi efni draga úr hættu á hjartasjúkdómum og hjartaáfalli. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að það er bæði fisk- lykt og fiskbragð af þessari nýju eggjategund, en næringarfræðingur við háskólann í Salt Lake City hefur þegar fundið lyktarlausar Omega fitusýrur og með notkun þeirra verð- ur ekkert aukabragð af eggjunum. Frekari tilrauna er þó þörf og er reiknað með að ár líði áður en „hættulausu" eggin koma á mark- að. Þessar tilraunir voru kostaöar af framleiðendum fiskilýsis. Nýju eggin voru prófuð á tólf manneskjum sem aUar höíðu eðlilegt kólesterólmagn í blóði. Meginniðurstaðan var sú að fjögur „fiskegg" á dag lækkuðu lítil- lega kólesterólmagnið í blóði þeirra. Vitlaust verðmerkt Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Ef vitlaust er verðmerkt er það mál seljanda en ekki kaupanda. Samkvæmt samningslögum er óheinúlt að breyta vöruverði eftir á nema hægt sé að sýna fram á aö kaupandi hefði átt að vita að mistök hafi átt sér staö. Og erfitt getur verið að sýna fram á slíkt. Algengt er að vitlaust sé verð- merkt í verslunum. Þó nokkur dæmi eru um að fólk hafi fest kaup á vöru sakir ótrúlega lágs verðs á merkingu. Fyrir hefur komið að kaupmenn hafi viljað rifta kaupum sakir rangrar verðmerkingar. En það getur reynst erfitt. Við kaup á vöru kemst sjálfkrafa á samningur milli kaupanda og seljanda. Til að rifta þessum samn- ingi þarf samþykki beggja. Ef var- an hefur verið merkt á of lágu verði og einhver hefur fest kaup á henni getur seljandi ekki rift kaupunum nema hann geti fært sönnur á aö kaupandi hafi vitað að um mistök væri að ræða. Og það er hægara sagt en gert. -PLP Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_____ Kostnaður í apríl 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.