Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 59 Fólk í fréttum Arni Einarsson Ámi Einarsson, fulltrúi hjá Áfengisvarnaráöi, hefur verið í fréttum DV, en hann og Ingólfur Guðmundsson, námsstjóri í fræðslu um ávana- og fikniefni, sögðu upp störfum sínum vegna þess að heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra greiddu at- kvæöi með bjórfrumvarpinu á Al- þingi. Með afstöðu sinni bentu þeir á að viðkomandi ráðherrar hefðu sniðgengið upplýsingar um að bjór- inn leiddi til aukinnar áfengis- neyslu. Árni er fæddur 3. ágúst 1955 á Gilsárvöllum I í Borgarfirði eystrfi og lauk stúdentsprófi frá MT 1975. Hann var kennari við Staðarborgarskóla í Breiðdal 1975-1976 og skólastjóri þar 1976- 1977. Ámi var framkvæmdastjóri íslenskra ungtemplara 1978-1982 og í stjórn þeirra samtaka 1979- 1983, formaður 1980-1983. Hann hefur verið ritari samvinnunefnd- ar bindindismanna frá 1980 og í stjóm norræna ungtemplarasam- bandsins frá 1982. Ámi hefur verið fulltrúi í Áfengisvarnaráði frá 1982 og var í áfengismálanefnd ríkis- stjómarinnar 1983-1986. Hann vann í hálfu starfi hjá menntamála- ráðuneytinu við undirbúning að fíkniefnafræðslu í gmnnskólum 1983-1984 og hefur veriö formaður Samtaka skólamanna um bindind- isfræðslu frá 1985. Ámi var í vara- stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1984-1986 og gjald- keri Átaks gegn áfengi og öðrum fíkniefnum 1986-1988. Hann hefur verið í stjórn Æskulýðssambands íslands og varastjóm Æskulýðsr- áðs ríksins frá 1987. Ámi lauk kennsluréttindaprófi frá HÍ1982 og BA-prófi í uppeldisfræði frá HÍ 1988. Sambýliskona Áma er Svala Guðjónsdóttir, f. 3. apríl 1954, skrif- stofumaður. Foreldrar hennar eru Guðjón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdalsvík, og kona hans, Jó- hanna Sigurðardóttir verslunar- stjóri. Fósturdóttir Áma er ísold Grétarsdóttir, f. 29. ágúst 1972. Dóttir Áma og Svölu er Eygló, f. 6. september 1983. Systkini Áma em Guðleif, f. 23. september 1956, bankastarfsmaður á Seltjarnar- nesi, gift Ómari Valþóri Gunnars- syni bílsfjóra; Þórdís Sigríður, f. 25. júní 1959, fóstra á Breiðdalsvík, gift Jóni Elvari Þórðarsyni, verka- manni og bílstjóra; Þorleifur Ingi, f. 30. desember 1961, verkamaður á Fáskrúðsfiröi, kvæntur Huldu Lindu Stefánsdóttur verslunar- manni. Bróðir Árna, samfeðra, er Stefán Scheving, f. 19. maí 1960, verkamaður á Egilsstöðum. Foreldrar Áma em Einar Áma- son, b. í Felli í Breiðdal, og kona hans, Guðrún Þorleifsdóttir. Einar er sonur Áma, b. á Hólalandi í Borgarfirði eystra, Einarssonar, b. í Húsavík í Borgarfirði, Árnasonar, b. í Húsavík, Sigurðssonar, beykis á Eskifirði, Olafssonar, bróður Ei- ríks, fóður Sigurðar Breiöfjörð. Móðir Einars var Guðrún Einars- dóttir, b. í Barðsgerði, Einarssonar og konu hans, Lukku Sveinsdóttur, systur Jóns, langafa Þóreyjar, ömmu Eyþórs Einarssonar, for- manns Náttúmverndarráðs. Móðir Áma var Þórdís Hannesdóttir, b. á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá, bróður Steinunnar, móður Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Klepps- spítala, foður Agnars rithöfundar og afa Hrafns Gunnlaugssonar. Önnur systir Hannesar var Val- gerður, móöir Guðmundar Frí- manns skálds. Hannes var sonur Þórðar, b. á Ljótshólum í Svínadal, bróður Sólrúnar, langömmu Bjöms Magnússonar prófessors, föður Björns, prófessors í' guð- fræði. Þórður var sonur Þórðar, b. á Kúfustöðum í Svartárdal, Jóns- sonar, b. á Lækjamóti, Hallssonar á Húki, Björnssonar, bróður Ólafs, langafa Guðmundar, langafa Páls Péturssonar alþingismanns. Móðir Þórdísar var Sigríður Sig- urðardóttir, b. í Sandvík, Þórarins- sonar og konu hans, Ingibjargar Geirmundsdóttur, b. í Gilsárteigi, Eiríkssonar. Móðir Ingibjargar var Sigríður-Jónsdóttir, b. á Hólalandi, Ögmundssonar, b. í Breiðuvík, Oddssonar, b. á Nesi í Loðmundar- firði, Guðmundssonar, ættföður Galdra-Imbuættarinnar. Guðrún er dóttir Þorleifs, b. á Gilsárvöllum I, Jónssonar, b. á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, bróður Þorsteins, föður Knúts, full- trúa í Rvík. Jón var sonur Jóns á Nesi í Loðmundarfirði Þorleifsson- ar og konu hans, Guðrúnar Jóns- dóttur, systur Maríu, langömmu Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra. Móðir Þor- leifs var Guðrún Stefánsdóttir, b. í Ærlækjarseh, Gunnlaugssonar. Móðir Stefáns var Sigurveig Sig- urðardóttir, b. í Skógum í Óxar- firði, Þorgrímssonar og konu hans, Árni Einarsson. Rannveigar Gunnarsdóttur, b. á Ærlæk, Þorsteinssonar, ættföður Skíða-Gunnarsættarinnar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg, systir Halldórs, afa Halldórs Ás- grímssonar ráðherra. Guðbjörg var dóttir Ásgríms, b. á Grund í Borgarfirði, Guðmundssonar. Móðir Ásgríms var Ingibjörg Sveinsdóttir, b. á Snotrunesi, Snjólfssonar og konu hans, Gunn- hildar Jónsdóttur sterka í Höfn, Árnasonar, bróður Hjörleifs, langafa Jörundar, föður Gauks, umboðsmanns Alþingis. Afmæli Þorvarður Jóhann Lárusson Þorvarður Jóhann Lárusson skipstjóri, Sæbóli 46, Eyrarsveit, er fimmtugur í dag. Þorvarður fæddist aö Krossnesi við Grundarfjörð og ólst þar upp. Hann byijaði til sjós innan við fermingu, tók stýrimannapróf og hefur veri skipstjóri á bátum frá Grundarfirði frá 1966. Hann var lengi með eigin báta og þá m.a. Lunda SH 1 frá 1969. Þorvarður átti átta sysktini, en tveir bræður hans og ein systir eru látin. Þau voru: Guðmundur, sem lengi starfaði hjá ísal og var búsett- ur í Reykjavík; Lýður sjómaöur, sem lést af slysförum, ungur og ókvæntur í Grundafirði; og Jóna, sem var húsmóöir í Keflavík, en hún lést fyrir nokkrum árum. Systkini Þorvarðar á lífi eru: Lára, húsmóðir í Reykjavík; Guðni, verkstjóri í Sandgerði; Helgi, bú- settur í Njarðvíkum; og Guðrún, húsmóðir í Keflavík. Foreldrar Þorvarðar voru Lárus Guðmundsson, útvegsbóndi í Krossnesi, og kona hans, Sigurlaug Skarphéöinsdóttir af Gunnlaugs- ætt á Ströndum. Foreldrar Lárusar voru Guð- mundur Skúlason, útvegsbóndi í Krossnesi, og kona hans, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir. Guðmund- ur var sonur Skúla Jónssonar, b. á Suðurbár í Eyrarsveit, Jónssonar. Þorvarður tekur á móti gestum að heimih sínu laugardaginn 28.5. eftir klukkan 19. Þorvarður Jóhann Lárusson. Ósk Þórhallsdóttir Ósk Þórhahsdóttir húsmóðir, Garðbraut 65, Garði, varð sjötug 20,5. sl. Ósk fæddist að Bakka í Viðvíkur- sveit í Skagafirði, dóttir hjónanna Helgu Friðbjarnardóttur og Þór- halls Ástvaldssonar sem lengst af bjuggu í Litlu-Brekku í Skagafirði. Ósk er gift Frímanni Þorkelssyni, f. á Sveinastöðum í Grímsey, 13.9. 1917, syni Hólmfríðar Guðmunds- dóttur og Þorkels Árnasonar frá Básum í Grímsey. Börn Óskar og Frímanns eru Helga Hólmfríöur, f. 9.7.1940; Þór- hahur Þorkell, f. 23.10.1942; Dýrleif Eydís, f. 18.12. 1946; Anna, f. 16.3. 1948; Ægir, f. 9.1. 1951; Kristjana, f. 7.7. 1953. Einnig ólu Ósk og Frí- mann upp bróðurson Frímanns, Þorkel Árnason, f. 20.7.1944. Barnabörn Óskar eru tuttugu og tvö en langömmubömin sex. Ósk Þórhallsdóttir. Til hamingju með daginn 85 ára Guðmundur Guðmundsson, Skriðuklaustri, Fljótsdalshreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára Lára Halldórsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík, er áttræð í dag. Sveinbjörn Kristjánsson, Hring- braut 50, Reykjavík, er áttræður í dag. Guðmundur Hólm, Skeggjagötu 23, Reykjavík, er áttræður í dag. 70 ára Stefán Guttormsson, Mánagötu 12, Reyðarfirði, er sjötugur í dag. Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík, er sjötug í dag. Svanhildur Sigurjónsdóttir, Suöur- götu 77, Hafnarfirði, er sjötug í dag. 60 ára Þorgerður Bergsdóttir, Höfðabraut 16, Akranesi, er sextug í dag. Þuríður Oddsdóttir, Hhðarvegi 146, Kópavogi, er sextug í dag. Guðmundur Vilhjálmsson, Espi- lundi 11, Garðabæ, er sextugur í dag. 50 ára Svanborg Daníelsdóttir, Neðstaleiti 28, Reykjavík, er fimmtug í dag. Halldór Friðriksson, Aratúni 5, Garðabæ, er fimmtugur í dag. 40 ára Kristján Bogason, Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Freyja Guðmundsdóttir, Garð- braut 72, Gerðahreppi, er fertug í dag. Guðrún Kristjánsdóttir, Nökkva- vogi 18, Reykjavík, er fertug í dag. Ólafía Kr. Sigurðardóttir, Engi- hjalla 1, Kópavogi, er fertug í dag. Karl Helgi Gíslason, Bræðraborg- arstíg 38, Reykjavík, er fertugur í dag. Ágúst Jónsson, Skipholti 47, Reykjavík, er fertugur í dag. Elías Þorvaldsson, Fossvegi 17, Siglufirði, er fertugur í dag. Gylfi örn Ármannsson, Þórustíg 12, Njarðvík, er fertugur í dag. Unnþór P. Halldórsson, Setbergi 8, Þorlákshöfn, er fertugur í dag. Magnús Ólason, Flókagötu 63, Reykjavík, er fertugur í dag. Júlía K. Óskarsdóttir, Hagatúni 13, Höfn í Homafirði, er fertug í dag. Leiðrétting Missagt var í afmæhsgrein um Margréti Ásgeirsdóttur frá 26.4. að systir Margrétar, Geirþrúður, hefði veri forstöðukona Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík. Hið rétta er að Geirþrúöur veitti forstöðu barnadeild stöövarinnar. Er þessu hér með komið á framfæri og við- komandi aðilar beðnir afsökunar á þessum mistökum. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrír afmælið. Munið að senda okkur myndir ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ - VÍÐA UM LAND Ættfræöiþjónustan ráðgerir að halda nokkur byrj- endanámskeið í ættfræði í vor og sumar, þar af eitt í Reykjavík, en önnur úti á landi. Hvert námskeið stendur yfir í 3-6 daga. M.a. er stefnt að því að halda slík námskeið í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Isafirði, Blönduósi, Dalvík, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi o.fl. stöðum ef næg þátaka fæst. Skráning er að hefjast. Greiðslukortaþjónusta. Ættfræðiþjónustan tekur að sér að rekja ættir fyrir einstaklinga (4ra-6 ættliða ættartré) og semja niðja- töl fyrir fjölskyldur og ættarmót. Hjá Ættfræðiþjón- ustunni fást ennfremur hjálpargögn um ættfræði- heimildir og hentug eyðublöð til skráningar á fram- ættum og niðjatali. Geymið auglýsinguna! ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN, SÍMI (91) 27101

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.