Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 38
Lífsstíll ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Aki Snorrason var í loftinu þegar Kristján og Þorsteinn drösl- uðu blaðamanni upp á Úlfarsfell. Hann lenti skömmu síðar til að líta á mannskapinn. Áki flýgur DC-8 þotum en í fritímum svifur hann á drekum. DV-myndir ATA Kristján Richter uppi á toppi ann sinn. að verða klár. að bregða sér í gallann og þeysast út í loftið. Þá er bara Þorir yarla að stíga upp á stól vegna lofthræðslu - en svífur samt um loftin blá á svifdreka „Ég er svo lofthræddur að ég lenti í vandræöum þegar ég þurfti að mála þakið á húsinu mínu, sem þó er ein- lyft einbýlishús. Þegar ég málaði þakskeggiö þurfti strákurinn minn að leiðbeina mér neðan af götunni því ég þorði ekki að opna augun til Dægradvöl að líta niður,“ sagði Kristján Richter, sérstakur áhugamaður um svif- drekaílug. í góðu flugveðri í síðustu viku fór DV með Kristjáni og Þorsteini Marel upp á Úlfarsfell til að fylgjast með svifdrekaílugi. Uppi á Úlfarsfelli voru þegar komnir nokkrir áhuga- samir svifdrekamenn og þeim átti eftir að fjölga. En hvemig getur lofthræðsla og svifdrekaflug farið saman? Lofthræðsla og flughræðsla sitt hvað „Lofthræðsla og flughræðsla eru sitt hvað,“ sagði Þorsteinn Marel, en vinir hans þekkja hann betur undir nafninu Steini Tótu, enda er hann úr Vestmannaeyjum. „Ég er til dæmis svo lofthræddur að ég þori varla upp á stól. Ég ætlaði að koma drekanum mínum fyrir uppi á vegg í vinnunni um daginn og þurfti aö standa uppi á stól til þess. Þá'komu vinnufélagar og ætl- uöu að stríða mér og hristu stólinn sem ég stóö á. Ég varð svo skelkaöur að ég nánast lagðist í gólfið og þurfti að fá annan til aö koma drekanum fyrir,“ sagði Þorsteinn. Þverhníptir hamrar! - En hvernig er það fyrir loft- hræddan mann aö steypa sér fram af þverhníptum hömrum upp á von og óvon? „Viö steypum okkur ekki fram af þverhníptum hömmm, við foröumst það eins og heitan eldinn. Við þver- hnípi myndast oft svdptivdndar og loftstreymið verður illútreiknanlegt. Við hlaupum þess í stað með drekana á móti vdndi og komumst þannig á loft. Þannig er það einnig með nýgræð- ingana í sportinu. Það er ekkert ver- ið að henda þeim undirbúningslaust fram af fjallstoppum. Þeir eru látnir Það má sjá vitt og breitt um landið úr svifdreka. Hér sést hluti höfuðborgarsvæðisins í baksýn. UTSALA I AFSLÁTTUR xO á bolum, skyrtui HERRARfKI fVPiP DÓMUR OG HERRA peysum, jökkum o.fl vörum frá CIAO 24. til 28. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.