Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 48
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Stakk eiginkonu sína með hníf Til ósættis kom meðal fullorðinna hjóna á heimili þeirra í nótt. Eigin- maðurinn beitti hníf og stakk honum í síðu eiginkonunnar. Hún var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Konan er ekki í lífshættu. Eiginmaðurinn var handtekinn. Hjónin höfðu bæði neytt töluverðs magns áfengis þegar til ósættisins kom. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta til meðferðar. -sme Logreglan í Reykjavík: Yfiibugaði mann með hníf Óskað var aðstoðar lögreglu í gær- morgun vegna manns sem hótaði að skaða sjálfan sig með hníf. Það var í heimahúsi í Reykjavík að drukkinn maður tók upp hníf og hótaði að skaöa sjálfan sig. Þegar lögreglan kom hafði mannin- um tekist að særa sig lítillega. Það tókst að yfirbuga manninn og eftir skamma viðdvöl á lögreglustöð var manninum runnin reiðin og honum því sleppt. -sme Heiftug áflog hestamanna Lögreglan í Kópavogi varð að sker- ast í leikinn þegar þrír hestamenn flugust heiftarlega á við hesthús Hestamannafélagsins Gusts í Kópa- vogi. Áflogin voru aðfaranótt hvíta- sunnudags. Einn mannanna ökklabrotnaði auk smærri meiðsla. Mennirnir voru all- ir mikið drukknir. -sme Eldur í elliheimili Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eldur kom upp í Elliheimilinu Skjaldarvik skammt utan Akureyrar um miðjan dag í gær. Eldurinn kviknaöi í ruslatunnu á snyrtingu og fór brunakerfi hússins í gang. Fljótlega gekk að ráða niður- lögum eldsins og skemmdir urðu ekki miklar. LOKI Blöskraði manninum ekki sölulaunin? DeiK um forkaupsrétt: Sami aðili seldi íbúðina tvisvar Bæjarþing Reykjavíkur hefur úrskurðaö í máli þar sere deilt er um forkaupsrétt að ibúð í þiíbýlis- húsi. Miðhæð hússins hefur verið seld tveimur aöilum og samimaður undirritaði háða kaupsamningana sem seljandi. í úrskurði dómara var fyrri kaupandanum dæmd íbúðin en seljandi hefur áfrýjað dóminum til Hæstaréttar. Sá sem seldi íbúðina var sonur eiganda hinnar umdeildu íbúðar. En móðir hans er nú látin. Jafh- framt því átti hann íbúð í saraa húsi og þvi forkaupsrétt að íbúð móður sinnar. Fyrri kaupandi og sonurinn rituðu undir kaupsamn- ing 21. júlí 1987. Sonurinn var með skriflegt umboð móöur sinnar til að ganga frá sölu af hennar hálfu. Sonurinn, sem er eigandi að íbúð á þriðju hæð í sama húsi, og eigandi íbúðar á fyrstu hæö höfðu báðir forkaupsrétt að miðhæöinni. Eig- andi fyrstu hæðar hefur nú fallið frá forkausprétti sínum skriflega. Kaupsamningarnir eru nánast samhljóma. Eina breytingin er sú að í seinni samningi fylgir bílskúr ekki og er heildarverð og fyrsta greiðsla 250 þúsund krónum lægra. Fyrri kaupsamningurinn var gerð- ur 21. júlí 1987 og sá síðari er dag- settur 27. ágúst 1987. Fyrsta greiðsla, samkvæmt þeim samn- ingi, var innt af hendi 10. ágúst. Kaupandi, samkvæmt fyrri samn- ingi, taldi ekki nokkurn vafa á að fallið hefði verið frá forkaupsrétti þar sem tekið var við 500 þúsund króna greiðslu við samningsgerð. Sú fjárhæð var greidd til baka með vöxtura 28. júlí. í fyrri kaupsamningi, frá 21. júlí, segir: „Kaupandi hefur kynnt sér ítarlega þinglýst ákvæði varðandi gagnkvæman forkaupsrétt og er ijóst að eigandi 3. hæðar hefur munnlega hafnað forkaupsrétti en skrifleg yfirlýsmg frá honum ligg- ur ekki frammi og ennfremur þarf að afla skriflegrar höfhunar frá eig- ' anda 1. hæðar hússins þegar skrif- leg yfirlýsing eiganda 3. hæöar hússins liggur ffamrni. Er undirrit- un seljanda með fyrirvara um aö ofangreindir eigendur 3. hæðar og 1. hæðar hússins hafni forkaups- rétti sínum." Þennan hluta kaupsaránings taldi dómarinn jafngilda skriflegri yfirlýsingu eiganda þriðju hæðar, þaö er sonar seljanda. 1 dóminum segir einnig að skrifleg yfirlýsing hafi þurft að koma til svo að hægt yrði að þinglýsa henni því að munnlegri yfirlýsingu verður ekki þinglýst. -sme Suzukibifreið hjónanna er mikiö skemmd eftir grjóthruniö. A innfelldu myndinni eru hjónin, Sigurvin Guómunds son og Guódís Guðmundsdóttir, á heimili sinu i gærkvöld. DV-mynd BE Grjóthrun í Óshlíð: Hjón hætt komin er grjót hrnndi yfir bíl þeirra Hjón voru hætt komin á Óshlíðar- vegi á sunnudagskvöld þegar grjót skall á bíl þeirra. Manninum tókst að hafa stjórn á bílnum og aka hon- um stórskemmdum í burtu. Hjónin sluppu óslösuð en fundu bæði til höfuðverkjar. Það voru aðallega tveir nokkuð stórir steinar sem skullu á bílnum sem er mikið skemmdur eftir. Óhappið varð skammt noröan við krossinn. Töluverð hætta er á grjót- hruni á Óshlíöarvegi og ekki síst á vorin þegar leysingar eru hvað mest- ar. Mikil mildi þótti að ekki fór verr en raun varð á í þetta skiptið. -sme Kennarasamband ís- lands skrifaði undir Veðrið á morgun: Norðaustan- átt og hlýtt sunnanlands Á morgun verður norðaustan- gola eöa kaldi um allt land. Létt- skýjað á Suður- og Vesturlandi en þokuloft við norðaustur- og austur- ströndina. Fremur svalt veröur fyrir norðan en hlýtt sunnanlands. Kennarasamband íslands skrifaði undir kjarasamning á fostudags- kvöld. Þetta var gert þrátt fyrir að samningurinn nái ekki fram þeim markmiðum sem KÍ hafði sett fram, m.a. um bættan kaupmátt og lækkun kennsluskyldu. Ákvörðun um undir- ritun byggðist á því að þannig er fé- lagsmönnum gefinn kostur á að sam- þykkja samning á þeim grundvelli sem fyrir liggur eöa búa ella við ákvæði bráðabirgðalaga. Að sögn Svanhildar Kaaber, for- manns KÍ, er búist við að kjörgögn verði send út í vikunni og þá ættu úrslit jafnvel aö liggja fyrir í næstu viku. Ef félagsmenn KÍ fella samn- inginn munu þeir búa við ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar sem samþykkt voru á fóstudaginn. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.