Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 21 Ustahátíðar- dagará Akureyri Gyifi Kti3tján330n, DV, Akureyri: Listahátiðardagar verða haldn- ir á Akureyri í næsta raánuði, nánar tiltekið dagana 3.-20. júní. Á fundi menningarraálanefndar bæjarins 29. apnl var dagskrá hátíðarinnar samþykkt, en hún samanstendur af þremur atriðum frá Listahátíð í Reykjavik, auk annarra atriða sem verða í gangi í bænum á þessum tíraa. Dagskráin hefst þann 3. júní með sýningu á verkum málarans Gunnlaugs Scheving, en þessi sýning er fengin úr safhi Lista- safns íslands. Þessi sýning verð- ur í „Glugganum" og stendur yfir til 20. júní. Þann 10. júní verða tónleikar í Gagnfi-æðaskólanum. Þar syngur finnski söngvarinn Jorma Hynn- inen viö undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara, lög eftir Sibelius, Hugo Wolf og Ralph Vaughan Williams. - Jorma Hynninen er mjög þekktur söngvari, hefur m.a. veriö í aðal- hlutverkum í Metropohtan óper- imni og syngur reglulega í La Scala, Vínaróperunni, Parisaró- perunni og fleiri þekktum söng- solum. Hinn 20. júní skemmtir „Black ballet jazz“ í skemmunni. Hér er um 17 manna bandarískan hóp að ræöa sem sýnir sögu dansins í Ameriku í 200 ár, með dansi, látbragðsleik og söng. Sýningin spannar allt frá afríkönskum trommu-ritúölum til „break“- dansins og annarra dansa sem dansaöir eru í dag. Fréttir 'Jlja . nogoTT Hvitlok tabletter^^ HVÍTLAUKUR Ufskraftur sjálfrar náttúrunnar. Alveg lyktar- og bragölaus. Mikilvægasta efniö I góðum hvltlauk heitir Allicin og llja Rogoff laukurinn inniheldur meira af þessu mikilvæga efni en nokkur annar hvitlaukur á markaðnum. Þaö er tryggt aö I hverjum 100 gr séu 440 mcg af Alliclni. Hinn þekkti vlsindamaður á sviöi hvitlauksrann- sókna, dr. Jerzy Lutomsky, álltur þennan hvitlauk bestan þvi hann er ekki unnlnn vlö upphltun eða gerjun sem hann álitur aö eyöl mikilvægustu etn- unum úr hvitlauknum. Fæst í apótekum, heilsubúöum, mörkuöum. Verð á mánaðarskammti aöeins kr. 360,- DREIFING: BIO SELEN UMB. SÍMI 76610 íslendingar eru mjög hræddir við flugur -alífafgrípur um sig nokkur hræðsla þegar skordýrin fara á stjá Samkvæmt heimildum, er DV aflaði sér hjá sérfróðum mönnum um skor- kvikindi, er alltaf eitthvað um bit af völdum skordýra. Aðallega er um bit af völdum flóa að ræða, starra- eða fuglaflóa. Starrahreiður fannst fyrst hér á landi á Hornafirði 1941 en vegna hag- stæðra veðurskilyrða fjölgaði starr- anum verulega á Reykjavíkursvæð- inu um 1950. Starrinn gerir sér hreið- ur í og við mannabústaöi og honum fylgir hin svokallaða starrafló eða hænsnafló en hún finnst einnig á hænsnum. Flærnar eru fyrst og fremst í hreiðrinu og ef fólk vill losna við þær verður það aö fjarlægja hreiðrin og eitra á eftir. Ekki nægir að loka hreiðurstaðnum því flæmar lifa i púpuformi í hreiðrinu yfir veturinn og vakna til lífsins vorið eftir. Ef enginn starri kemur í hreiðrið fara flærnar að ókyrrast en þær þurfa á blóði að halda til aö fjölga sér. Þá verða mennirnir fyrir barðinu á þeim. Ef fólk gengur í grasi eða er í ná- lægð starrahreiðurs er þaö nóg til þess að flóin kemst í fótin og stingur síðan. Það getur hent að einungis einn eða tveir úr fjölskyldunni verði fyrir óþægindum af völdum flónna en það skýrist af mismunandi viðbrögðum líkamans. íslendingar virðast afar viðkvæmir gagnvart skorkvikindum og þegar sögur um bit og stungur berast verða margir hálf„hysterískir“. Var áht sérfræðinganna að þessi viðbrögð fólks væru stórlega ýkt og ekki í neinu samræmi við hættu, eða öllu heldur hættuleysi, er stafaði af skor- dýrum. Til að mynda væru geitungar og hunangstlugur alls ekki eins hættulegar og fólk héldi og bitu að- eins þegar þeim væri ógnað. Fólki væri því ráðlegt að láta slík kvikindi algerlega í friði. Loks þvertóku viðmælendur blaða- manns fyrir það að stingandi skordýr gætu borist með heitu lofti frá Evr- ópu og þar með viröist botninn dott- inn úr þeim vangaveltum líka. HLH Sérðu líkama þínum fyrir nægu kalki til að varðveita burðarþol hans? Beinin eru máttarstoðir líkamans. Þessi mikilvægu líffæri þurfa nóg af kalki sem er helsta byggingarefni þeirra. Kalk er einnig nauðsynlegt fyrir tennur, hár og neglur og eðlilega starfsemi tauga og vöðva. Líkaminn framleiðir ekki kalk. Þess vegna verðum við að sjá honum fyrir því. Magna-kalk er hreint og ómengað og hentar þeim sérstaklega vel sem kæra sig ekki um aukaskammt af fítu og eggja- hvítuefnum, en þau fylgja oftar en ekki með í kalkríkri fæðu. Magna-kalk er því eðlilegt svar við nýjum neysluháttum þar sem neytendur vilja sjálfir ráða samsetn- ingu fæðunnar. Konur á meðgöngu eða með barn á brjósti þurfa ríflegan skammt af kalki. Einnig fólk um og yfir fimmtugt, einkum konur, til að hamla gegn beinþynningu. Mest er um vert að byggja upp kalkforð- ann strax í móðurkviði og viðhalda hon- um alla ævina. Magna-kalk. Hreint og styrkjandi. argus/sia_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.