Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 34
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. NÝTT DG GLÆSILEGT HÚTEL ( KEFLAVÍK OPNAR í JÚNÍ S(MI 92-15222 VÖRU- BflSrjðMR! H.M.F. og NUMMI sturtutjakkar SUNFAB stimpildælur. HAMWORTHY tannhjóladælur. NORDHYDRAUUK og HAM- WORTHY stjórnlokar. Loft- og rafmagnsstjórnbúnaður. Drifsköft - margar gerðir. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. lANDVEIARHF SMIDJUVEGI66. KÓPAVOGI.S91-76600 Vígvæðing í hdfunum Ógnun við öryggi okkar Talsverðar umræður hafa að undanförnu orðið um þá hættu sem fylgir kjamorkuvopnum á höfun- um. Gífurleg andstaða almennings gegn uppsetningu kjarnorkuflauga á meginlandi Evrópu og á Bret- landi, sem kom fram í stuðningi við aðgerðir friðarhreyfmga gegn flaug- unum, varð til þess að nú hggur fyrir samningur stórveldanna um að flaugamar verði teknar niður. Samningurinn mætti þó strax mikilli andstöðu forystumanna NATÓ og þegar ljóst var að af hon- um yrði komu þegar upp í þeirra röðum hugmyndir um að „bæta upp“ fækkunina á landi með því að fjölga kjarnorkuvopnum um borð í skipum, flugvélum og kaf- bátum. Þessum ráðagerðum fylgir búnaður uppi á landi, stjórnbúnað- ur, hafnaraðstaða og flugvellir. Hætta á kjarnorkuslysi Kjarnorkuknúnum kafbátum og kjarnorkuvopnum um borð í her- skipum og flugvélum fylgir gífurleg slysahætta. Þarf vart að fjölyrða um það hver áhrif slíkt slys gæti haft á fiskimið okkar. Talsmenh' hernaöaryfirvalda keppast við að fullvissa okkur um aö hættan sé nú næsta lítil: „Það verða ekki slys, við erum með svo fuilkomnar ör- yggisráðstafanir.“ En reyndin er önnur. Um þessar mundir eru í gangi réttarhöld í málsókn danskra verkamanna gegn bandaríska sjó- hernum. Þessir verkamenn voru í hópi þeirra sem fjarlægðu geisla- virkan ís og snjó við bandarísku herstöðina á Thule í Grænlandi en þar varð kjarnorkuslys 1968. Eldur kom upp í herflugvél með 4 vetnis- sprengjum innanborðs og brunnu sprengjurnar. Varð að fjarlægja 6,5 milljón lítra af menguðum snjó og ís. í dag, 20 árum síöar, eru enn að koma fram áhrif geislunarinnar sem verkamennirnir urðu fyrir. Bandaríski herinn hefur nýlega viðurkennt að alls hafi oröið 630 slys, tengd kjarnorkuvopnum, um borö í kafbátum sl. 20 ár. Margt bendir til að slysahættan sé síst minni hjá sovéska kafbátaílotan- um. Á írlandshafl, milli Bretlands og iriands, hafa aukin umsvif kafbáta valdið fiskimönnum miklum erfiö- leikum. Ótal smábátar hafa verið dregnir niður og þeir sokkið þegar þeir hafa fengið kafbát í veiðarfær- in. Þótt umferð kafbáta sé ekki eins mikil á miðunum hér viö land munu þó að jafnaði vera þar tugir kafbáta. Því er ljóst að þetta er mál sem skiptir okkur íslendinga miklu. Bann við kjarnorkuvopnum Með samþykkt Alþingis í maí 1985 var ítrekað bann við staðsetn- ingu kjarnorkuvopna hér á landi. Geir Hallgrimsson gaf út yfirlýs-- ingu skömmu áður um að: „sigling herskipa með kjarnorkuvopn um íslenska lögsögu er óheimil og jafn- framt koma þeirra til hafna hér- lendis“. Steingrímur Hermannsson hefur fullyrt að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfö hér, „hvorki á friðar- né ófriðartimum“. Stefna íslensku ríkisstjórnarinnar er því skýr. Hins vegar er ljóst að setja þarf reglur um það hvernig henni skuli framfylgt. Kjarnorkuveldin hafa virt stefnu okkar síðan 1985 að því leyti að hingað hafa ekki komið kjamorkubúin skip. Hins vegar Kjallarmn Ingibjörg Haraldsdóttir formaður miðnefndar Samtaka herstöðvarandstæðinga eru nú á Keflavíkurvelli flugvélar sem geta borið kjamorkuvopn. Ekki hefur verið gengið hart eftir því að Orionvélarnar, sem eru hér í 3 mánuði í senn, flytji ekki kjarn- orkuvopn hingað. Ennfremur er fiskveiðilögsaga okkar vettvangur kafbáta og engar gildandi reglur eru til sem hindra eða takmarka ferðir þeirra. Stefna Atlantshafsbandalagsins Með aöild sinni að Atlantshafs- bandalaginu (NATÓ) eru íslend- ingar þátttakendur í kjarnorku- bandalagi. Stefna bandalagsins kom skýrt fram nú á dögunum þeg- ar danska ríkisstjórnin sagði af sér og boöaði til kosninga vegna sam- þykktar þingsins um herskipa- heimsóknir. I henni fólst, eins og kunnugt er, ákvöröun um aö skip- stjórum herskipa, sem koma til Danmerkur, skuli tilkynnt form- lega sú stefna Dana aö ekki megi koma með kjarnorkuvopn til landsins. Þessi samþykkt þótti svo gróf móðgun við NATÓ að bæöi Bretar og Bandaríkjamenn fullyrtu aö með henni væru Danir aö svíkja hin aðildarríkin. Danskir hægri- menn gengu svo langt að telja sam- þykktina jafngilda vilja til úrsagn- ar úr bandalaginu. Sem betur fer létu danskir kjósendur hótanir hernaðarsinna innan lands sem utan ekki á sig fá og er enn meiri- hluti á danska þinginu fyrir af- vopnunarstefnu. Atburðirnir í Danmörku vekja mann þó til umhugsunar um and- stöðu NATÓ við alla viðleitni tii afvopnunar. Yfirgnæfandi meiri- hluti almennings á Norðurlöndun- um er t.d. hlynntur stofnun kjarn- orkuvopnalauss svæðis þar. NATÓ-hershöföingjarnir eru hins vegar andvígir slíku friðarfrum- kvæði og hafa reynt eftir mætti að hindra að úr því megi verða. Á sama hátt stóðu talsmenn NATÓ lengi gegn hugmyndum þeim sem fram komu á fundum leiðtoga stór- veldanna um fækkun meðaldrægu flauganna og komu strax fram með hugmyndir um að það yrðu að koma ný vopn í stað þeirra sem tekin yrðu niður. Mjög lítil umræða hefur farið fram hér á landi um þetta hernað- arbandalag sem íslendingar hafa veriö þátttakendur í í næstum 40 ár. NATÓ hefur oft tengt sig friði og talið sig „stærstu friðarhreyf- inguna“. Sá friöur er þó í skugga kjamorkuvopna og ef til styrjaldar kæmi myndu þau vopn ekki veita íbúum aðildarlandanna neina vörn. Flyst vígbúnaðar- kapphlaupið út á höfin? Sú víðtæka alda friðarhreyfinga, sem reis hæst í byrjun þessa ára- tugar, beindist einkum gegn upp- setningu kjarnorkuvopna á landi. Sú vígvæðing, sem fram fór í höf- unum og umhverfis þau, er heldur ekki eins augljós. Nú hafa friðar- hreyfingar í æ ríkara mæh hafið andóf gegn áformum um stóraukna hemaðaruppbyggingu á höfunum. Friðarsamband norðurhafa, sem em óformleg samtök friðarhreyf- inga umhverfis N-Atlantshaf, hafa undanfarin ár staðið fyrir aögerð- um í samstarfi við friðarhreyfingar við Kyrrahaf. í ár standa samtökin að aðgerðum um allan heim á tíma- bilinu frá 21.-29. maí undir kjörorð- inu „Disarm the Seas“ eða útrým- um vopnum á höfunum. Með því vilja samtökin beina athygli al- mennings að máhnu og einnig þrýsta á um að gerðir verði af- vopnunarsamningar um höfin. Ella er hætt við að þau kjarnorku- vopn, sem tekin eru niður á landi, verði einungis flutt um borð í kaf- báta og skip. Leiðtogafundur stórveldanna verður i Moskvu í lok þessa mánað- ar. Samtök herstöövaandstæöinga hafa því ákveðið að boða til fundar á Lækjartorgi fimmtudaginn 26. maí, kl. 17.30, og færa síöan sendi- ráðum Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna hér á landi áskorun til leiðtoganna um að þegar verði teknar upp viðræður um afvopnun á höfunum og brottflutning herliðs stórveldanna úr Evrópu. Við skulum minnast þess að þeir afvopnunarsamningar, sem voru undirritaðir í vetur, eru svar viö andstöðu almennings um allan heim gegn vígbúnaðarkapphlaup- inu. Þeir eru sönnun þess að ef rödd almennings heyrist nógu hátt neyðast jafnvel leiðtogar voldug- ustu ríkja heims til að hlusta. Ingibjörg Haraldsdóttir „Kjarnorkuknúnum kafbátum og kjarnorkuvopnum um borð í herskipum og flugvélum fyigir gifurleg slysa- hætta,“ segir hér m.a. „Við skulum minnast þess að þeir af- vopnunarsamningar, sem voru undir- ritaðir 1 vetur, eru svar við andstöðu almennings um allan heim gegn víg- búnaðarkapphlaupinu. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.