Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Fréttir Akureyri: Peningaskáp með miklum verðmæt- um stolið Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyri: Peningaskáp meö miklum verö- mætum var stolið er brotist var inn í Shellnestið við Hörgárbraut á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Ekki er Ijóst hvenær nætur inn- brotið var framið en það kom í ljós klukkan fimm um morguninn er vaktmaður frá Securitas kom að húsinu. Farið hafði verið inn um glugga á skrifstofu fyrirtækisins og pen- ingaskápurinn, sem vegur um fimmtíu kíló, tekinn. í honum voru verðmæti upp á hundruð þúsunda, mest greiðslukortakvittanir, víxlar og fleiri skjöl sem nýtast þjófnum ekki. Skápurinn er þess eðhs aö ekki er hægt að opna hann með logsuðutækjum án þess að brenna innihaldið. Því er ljóst að þjófurinn mun ekki hafa nein not af þeim verðmætum sem í honum voru. Lögreglan á Akureyri biður alla þá sem urðu varir við mannaferðir nærri innbrotsstaönum að hafa samband við sig. Pétur Bjarnason, eigandi Nestis, segir fólk einnig geta leitað til sín með upplýsingar. Slökkviliðið í Reykjavík: Nokkur útköll en Irtið tión Slökkviliðiö i Reykjavík var kallaö nokkrum sinnum út um hvítasunnu- helgina. Tjón voru minni háttar í öllum tilfellum. Klukkan hálfsex á laugardag kviknaði í tjörupappa í nýbyggingu heilsugæslustöðvar við Hraunberg. Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum. Fjórir reykkafarar fóru inn og slökktu eldinn. Eldsupp- tök eru talin hafa veriö íkveikja. Um klukkan 18:30 fór brunavama- kerfi Kleppsspítala í gang. Þar hafði ofn ofhitnað. Skömmu áður hafði brunavarnakerfi í húsi Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg farið í gang vegna bilunar. Seinni hluta sunnudags kviknaöi eldur í heyi á vörubílspalli. Vörubíllinn var viö Rauðavatn þegar óhappið varð. Lík- legt er að eldurinn hafi kviknað út frá pústkerfi bílsins. Greiðlega gekk aö slökkva eldinn. Á sama tíma var tilkynnt um eld í óskráðri bifreið við írabakka. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda. Hann mun vera ónýtur. í gærmorgun kviknaði eldur í feiti- potti í Bleika pardusnum við Hamra- borg. Eldurinn var slökktur með dufttæki og slökkviliðið reyklosaöi síðan veitingastaðinn. -sme Akureyrarkirfga: Söfnunarbaukur brotinn upp Gylfi Kris^ánssan. DV, Akureyri: Hópur fólks lagði leið sína inn í Akureyrarkirkju aðfararnótt sunnudags. Fólkið virðist hafa átt greiða leiö ixm í kirkjuna því hún var ólæst. Ekki voru unnar neinar skemmdir í kirkjunni aörar en þær að söfhunarkassi í anddyrinu var brotinn upp og peningum sem voru í honum stolið. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang og handtók nokkra aðila vegna þessa máls. Þá var brotist inn í afgreiöslu Bifreiðastöðvarinnar Stefnis á Ós- eyri og stolið þaöan á milii 30 og 40 þúsund krónum í peningum. Kolbeinshausinn úti fyrir Skúlagötu er að hverfa undir uppfyllingu. Hug- myndir voru uppi um að steypa nýjan en engar ráðagerðir eru um slikt núna. DV-mynd GVA Kær var mér Kolbeinshaus - segir Pétur Pétursson þulur „Kær var mér Kolbeinshaus og það setur að manni trega þegar hann hverfur,“ sagði Pétur Pétursson, fyrrverandi útvarpsþulur, í samtali við DV en Kolbeinshausinn hverfur á næstu dögum vegna uppfyllingar. Pétur og Jón Múli Ámason minnt- ust stundum á hausinn þegar þeir voru viö þularstörf í gamla útvarps- húsinu þar sem Kolbeinshausinn blasti við. Pétur tók þessu þó með jafnaðar- geði og tók sér í munn orð Steins Steinarr: „Það bjargast ekki neitt. Það ferst, það ferst. Viö erum búin að horfa á eftir fleiri steinum sem margar minningar tengjast. Til dæmis eru Kríusteinninn við Ný- lendugötuna og Ufsakletturinn sem, var í Selsvörinni, báðir horfnir. „En þurfum við nokkurn Kolbeins- haus? Bankarnir eru búnir að setja þjóðina á hausinn og í staðinn fyrir Kolbeinshaus kemur Nordalshaus." -JBj Álverið: Tekur langan tíma að komast á fullan skrið segir Om Friðriksson tmnaðarmaður Ástand í álverinu færist smám saman í eðlilegt horf eftir að bráða- birgðalög voru sett á. Því heyrðist fleygt um helgina að starfsmenn skil- uðu ekki eðlilegum vinnuafköstum eftir að þeir hófu störf á ný. En að sögn Arnar Friðrikssonar trúnaðar- manns mun ekkert vera til í þeim orðrómi. „Það tekur nokkrar vikur að ná upp fullri framleiðslu á ný. Það er ekki kominn fullur straumur inn á kerin enn. Síöustu vikurnar hefur verið hægt smám saman á starfsem- inni og það tekur langan tíma að komast á fullan skrið,“ sagði Örn. í dag mun samninganefndin setjast á fund og kanna stöðuna. -gh I dag mælir Dagfari_____________ Barið á bónkum Jón Baldvin unni sér engrar hvíld- ar yfir hvítasunnuna, hann dró bankamenn úr hlýjum bólunum og skipaöi þeim að glugga í gjaldeyris- bækur sínar og það tafarlaust. Þetta gerði hann þó ekki í nafni fjármálaráöherra heldur sem sett- ur viðskiptaráðherra í fjarveru Jóns Sigurössonar. Jón Baldvin gegnir þá væntanlega störfum kirkjumálaráðherra líka en þaö breytir engu um að hann skipaði mönnum til verka á hvítasunnu- dag. Þessi töm Jóns Baldvins við- skiptaráöherra byijaði á laugar- dagsmorgun er hann messaði yfir gestum í Múlakaffi. Beindi hann ekki síst spjótum sínum aö Seðla- banka sém hafði láöst aö geta um hveijir keyptu erlendan gjaldeyri fyrir 1400 milljónir síðustu þijá dagana fyrir gengisfellingu. Ráö- herra veifaði bréfi bankans þar sem aðeins var tilgreint hvaða aðil- ar keyptu samtals fyrir 1.100 millj- ónir. Hvar eru þær fjórtán hundruð milljónir sem vantar á 2.500 millj- ónir sem sagt er að hafi runnið út á þrem dögum en gengið var fellt í framhaldi af því? Það vissugestir í Múlakaffi ekki og horfðu skömm- ustulegir niður í bolla sína. En ráð- herra gaf skýringu á þessu: Bank- arnir höfðu borgað skuldir sem þessu nam en Seðlabankinn ekki talið þörf á að greina ráðherra frá því um hvaöa skuldir væri að ræða. Hins vegar væri af og frá að Seðla- bankanum skyldi verða kápan úr því klæðinu að halda hlífiskildi yfir bönkunum. Og ráðherra sagðist hraöa sér á kontórinn og skrifa Seðlabanka nýtt bréf, ef fundar- menn væru því samþykkir, sem þeir voru. Ræðan í Múlakaffi var hvalreki á fjörur fjölmiðla sem höfðu úr litlu að moða þennan laugardag. Þvi var Jón Baldvin aðalnúmer í öllum fréttatímum allra fjölmiöla þann daginn. Nordal leist ekki á blikuna og sendi fjöl- miölum tilkynningu þess efnis aö Seðlabankinn hefði látiö viðskipta- ráðherra í té þær upplýsingar sem hann hefði beðið um. Það þurfti því enn að ná tah af ráöherra sem fuss- aði og sveiaði og sagði þessa til- kynningu Nordals hárjoganir og ekkert annað. En vegna ágangs fjölmiöla allan laugardaginn komst ráöherra ekki í það að skrifa bréfið fyrr en þá um kvöldið og lauk því ekki fyrr en komið var fram á nótt. Hvíldist svo um stimd en reis upp tvíefldur á hvítasunnumorgun og lét hraðboða hvata fór sinni til heimilis seðlabankastjóra og af- henda bréfið. Þar er krafist skýr- inga á 1.400 milljóna gjaldeyris- austri bankanna og skipun gefin um að þessar upplýsingar skuli komnar á skrifborð ráðherra í bítiö á þriðjudagsmorgun. Kom nú nokkurt fát á bankamenn því að fresturinn var stuttur. Og það er nú svo að þótt bankamir séu skot- fljótir að finna stöðu viðskiptavina sinna í tölvunum finu þá gegnir nokkuö öðru máli um fjárrreiður bankanna sjálfra, enda um öllu flóknari viöskipti að ræða, eins og allir hljóta aö skilja. Bölvandi yfir þessari afskiptasemi ráðherrans sátu þeir svo með sveittan skallann alla helgina við aö reyna aö finna út hvað sjóða mætti saman varö- andi þessar fjórtán hundruð millj- ónir. Þótt bankamenn vinni 13 mánuði á ári meðan aðrar stéttir vinna 12 þá eru þeir óvanir helgar- vinnu og sóttist því verkið seinna en ef þeir hefðu til dæmis haft 13. mánuð ársins til verksins. En mest gramdist þeim þó þessi hnýsni ráð- herrans. Af hVerju skyldu bankar ekki mega maka krókinn á yfirvof- andi gengisfellingu eins og allir aðrir? Er ekki hver sjálfum sér næstur í 'þessu sem öðru? En það var engin miskunn hjá Jóni Bald- vin enda Jón Sigurðsson væntan- legur heim hvaö úr hveiju og hætt- an á að hjólin færu að snúast hæg- ar þegar hann væri aftur tekinn við sem ráöherra banka- og við- skiptamála. Það var því víða unnið fram eftir í bönkum í gærkvöldi, skýrslum flett, tölvur voru rauð- glóandi og pappírum raðað. Það veröur fróðlegt að sjá útkomuna. Kannski það komi í ljós að útflytj- endur, sem sífellt voru að jarma um þörf á gengisfellingu og lýstu því yfir hver á fætur öörum að fyr- irtæki þeirra væru komin í þrot, hafi eftir allt saman verið gerðir út af bönkunum. En hvaö sem því líöur hafa tilþrif Jóns Baldvins vakið mikla athygli og raunar ekki ólíklegt að hann hafi haft það bak við eyrað þegar hann lét gamminn geisa í Múlakaffi með svo eftir- minnilegum hætti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.