Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Qupperneq 3
3
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988.
dv Fréttir
Sunnlend-
ingar vilja
álver í
Þorlákshöfn
Sunnlendingar eru óhressir með
að ekki skuli hafa verið rætt um
Suðurland sem hugsanlegan stað
fyrir nýtt álver sem fái hvort eð er
orku frá þessum landshluta. Hingað
til haíi menn helst rætt um Eyjafjörð
og Austurland til viðbótar við
Straumsvík. Að dómi Sunnlendinga
er álver hing vegar best komið í Þor-
lákshöfn.
Að sögn Guðna Ágústssonar, þing-
manns Sunnlendinga, þykir mönn-
um tilvalið að hafa álver í Þorláks-
höfn en með tilkomu brúar við Ölfus-
árósa séu nú fimm þorp á Suðurlandi
tengd saman í eitt svæði, Árborgar-
svæðið. Þar sé nóg af vinnuafli og
orkan komi úr þessum landshluta.
„Suðurlandið er ekki nýlenda sem
á að sjá öðrum landshlutum fyrir
ódýrri raforku sem Sunnlendingar
verða síðan að kaupa til baka á
mörgu sinnum hærra verði,“ sagði
Guðni og bætti við: „Mér finnst Frið-
rik gera of mikið úr pólitískri sam-
stöðu um þetta mál. Það hefur ekki
verið rætt enn í stjórnarflokkunum
og því engan veginn útkljáð."
_____________________-SMJ
Flugfélag Norðuriands:
Fjölgun
farþega
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Farþegum í áætlunarfiugi Flugfé-
lags Norðurlands fjölgaði um 12%
fyrstu 6 mánuði ársins miðað við
sama tíma í fyrra og er útlit fyrir að
farþegar í áætlunarflugi félagsins
verði vel yfir 20 þúsund í árslok.
Twin Otter flugvél frá félaginu var
í síðasta mánuði í áætlunarferðum
fyrir Gronlandsfly AS milli Jakobs-
havn og Syðri-Straumfjarðar á Vest-
ur-Grænlandi með farþega og vörur.
í júlí og ágúst verður Twin Otter vél
einnig staðsett á Grænlandi á vegum
Grenlandsfly, í þetta skipti í tengsl-
um við olíuleit í Jamesonlandi.
Af öðrum verkefnum, sem félagið
annast um þessar mundir, má nefna
flutning fjailgöngumanna til Watk-
insfjaUgarðsins á Austur-Grænlandi.
Twin Otter vél, búin skíðum, lendir
á skriðjökh við rætur Gunnbjamar-
flaUs og verða farnar aUs 6 slíkar
ferðir.
Hjá Flugfélagi Norðurlands vinna
nú 27 starfsmenn, þar af 12 flugmenn
og 8 flugvirkjar.
Reikningar Flugstöðvar:
Færðirfram
yfir áramót
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra og Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráðherra hafa
komið sér saman um að í ár verði
framkvæmt við Flugstöðina í Kefla-
vík fyrir tæpar 120 mUljónir. Verk-
tökum verða einungis greiddar tæp-
ar 57 mUljónir á þessu ári en afgang-
inn fá þeir snemma á næsta ári.
Ráðherramir hafa einnig komið
sér saman um frekari framkvæmdir
á næsta ári fyrir rúmar 50 miUjónir.
HeUdarfjárþörf Flugstöðvarinnar á
því ári er áætluð um 275 miUjónir.
Áætlað er að byggingu Flugstöðv-
arinnar verði að fullu lokiö um
haustið 1989. Það sem ríkissjóður á
eftir að greiða tU stöðvarinnar fyrir
þann tíma nemur um 391 mUljón
króna á verðlagi þess tíma.
Þegar Flugstöðin verður fuUbúin
má því búast við að endanlegt verð
hennar veröi nærri 3,5 miUjöröum
króna. -gse
UM HELGINA — LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.13-17
Á Akureyri — Höldur s/f
Á Akranesi — Garðabraut 2
í Njarðvík — Bílanes
COLT OG LANCER
NYTT UTLIT — NY TÆKNi
BILL FRA HEKLU BORGAR SIG
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500