Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Side 9
9
Hjónin Guömundur Baldvihsson og Guðný Guðjónsdóttir opnuðu Mokka-kaffihúsið á Skólavöröustíg fyrir 30 árum. Hér eru þau við opnunina, stolt af fallegri og mikilli expresso kaffivélinni sem
þau fluttu inn frá Ítalíu. Á veggjunum hanga listaverk fyrstu sýningarinnar sem haldin var á Mokka. Þær áttu svo eftir aö verða fieiri. Þeir sem áttu verk á fyrstu Mokka-sýningunni voru Bar-
bara Árnason, Benedikt Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Bragi Ásgeirsson, Jón Benediktsson - B-in fimm.
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988.
Og þau hafa staðið saman sem klettur i kaffihúsarekstrinum, þau Guðný
og Guðmundur, í 30 ár skenkt kaffi handa flestum ágætustu mönnum þessa
lands. „Enda eru kaffibollarnir orðnir margir," segir Guðný. Þau hafa alla
tíð verið i daglegri afgreiðslu sjáif, en verið svo með starfsstúlkur sér til
aðstoðar. Börnin hafa líka tekið þátt í rekstrinum og gera enn i dag. „Stað-
ur eins og þessi þarf mikla aðhlynningu. Þetta er barnið sem aldrei verður
fullorðið."
Segir hún að sumir vilji ekki láta
bendla sig þannig við kaffihús.
„Þeim fmnst sem þá haldi aðrir að
þeir geri ekkert annað en að hanga
á kaffihúsum og séu bara að slæp-
ast. En það er náttúrlega mesti mis-
skilningur," ségir Guðúý.
„Margt það fólk, sem kemur hing-
að, hefur þannig starfa að þaö vinnur
meira á kvöldin og jafnvel á nótt-
unni. Eins og listamenn, þeir vinna
mikið á þeim tímum. Því bregða þeir
sér daglega á kaffihús til að hitta og
vera í tengslum við annað fólk. Þetta
er ósköp eðlilegt.
En annars er alls konar fólk sem
kemur hingað, ekki bara listamenn.
Einn gesturinn, sem kemur hingað
daglega, sagði einmitt við mig að
helsti kosturinn við Mokka væri að
hingað kemur svo fjölbreytilegur
hópur fólks. Margir af fastagestun-
um eru fólk sem byijaði að koma
hingað þegar það var í menntaskól-
unum hér í kring en hefur haldið
áfram að koma. Svo hittir það jafn-
vel gömlu skólafélagana hér. Einnig
tek ég mikið eftir því að skólafólk
erlendis kemur hingað og hittir
gömlu vinina þegar það kemur heim
í fríum sínum,“
Fjölbreytilegt mannlíf
Guðný og Guðmundur bera virð-
ingu fyrir gestum sínum og eru treg
til að segja frá einhverjum spaugileg-
um uppákomum sem hljóta að hafa
átt sér stað á 30 ára ferli Mokka.
„Við heyrum margt og sjáum
margt en við megum ekki segja neitt
um gesti okkar,“ segir Guðný. „Við
viljum heldur ekkert vera að troðast
inn á fólk sem kemur hingað. Þótt
við höfum auövitað kynnst íjölda
fólks í gegnum þetta þá verða gest-
irnir að fá að hafa sitt næöi.“
Húsbóndinn tekur undir þetta og
segir að vissulega sé íjölbreytilegt
mannlíf á staðnum og að þau kynnist
ýmsu þótt hann vilji ekki fara nánar
út í það.
„Ég veit nú að hér hafa margir hitt
elskuna sína,“ segir Guðný. „Hér
hefur talsvert verið krunkað. Hvað
veit maður nema einhver stúlkan
hafi sagt já á Mokka. Meira að segja
starfsstúikur okkar hafa kynnst
mannsefnum sínum hérna.“
Já, ólíklegustu hlutir og oft afdrifa-
ríkir eru ræddir yfir bolla af kaffi á
kaffihúsi. Mál gerö upp, samningar
geröir, ný tengsl skapast, önnur slit-
in, sögur sagðar, sögur búnar til -
sagan á ýmislegt að rekja til kaffi-
húsa. Bara að veggimir gætu tal-
aö...
Undir það taka Guðný og Guð-
mundur.
„ Jú, hér hafa ýmsir atburðir átt sér
staö. Það fer ekkert fram hjá manni,“
segir Guðmundur. „En við reynum
að blanda okkur ekki í það sem hér
fer fram á milli manna.“
Alltaf verið nóg að gera
Aöspurð hvort eitthvaö hafi dreg-
ið úr ösinni nú á tímum, þegar aðrir
veitingamenn kvarti sáran, segja þau
svo ekki vera.
„Mokka er bara kaffihús. Það er
dálítið annað að fara út að borða eða
fá sér kaffi og kannski með því. Flest-
ir ráða við það. En það er orðið svo
mikið dýrara að fá sér heila máltíð,“
segir Guðmundur. „Fólk verður líka
að fá einhverja tilbreytingu. Margir
sem vinna hér í nágrenninu gætu
setiö í kaffitímum sínum á ágætis
kaffistofum á vinnustöðunum en fólk
vill tilbreytingu," segir Guðný.
Og Mokka er sannkallað kaffihús
að ítalskri fyrirmynd. Fyrir utan að
selja alvöru ítalskt kaffi þá búa þau
hjón á hæð fyrir ofan sjálft kaffihús-
ið. Rétt eins og þeir gera á Ítalíu.
„Já, mér skilst að ítalimir hafi
þetta svona. Séu þeir með rekstur
þá búa þeir í sama húsi. Þetta er
auðvitað mjög þægilegt fyrirkomu-
lag.“
Staðnum aldrei
verið breytt
Einn aðalsjarmann við Mokka
telja gestimir vera að kaffihúsið hef-
ur aldrei breytt uppmnalegri mynd
sinni. Þrátt fyrir ákveðið viðhald eru
innréttingarnar þær sömu og voru
fyrir 30 árum. Á veggjunum hanga
hátalarar sem aldrei hafa verið not-
aðir. Segir Guðmundur að hann hafi
í upphafi ætlaö að leika klassíska
tónlist af plötum en svo hafi hann
hætt við það. í dag, og reyndar alla
tíð, þakka gestir Mokka sínum sæla
fyrir þögnina. Enginn glymskratti.
Segja þau Guðný og Guðmundur að
fólk hafi það mikið á orði hve gott
sé að finna stað sem er laus við tón-
hstina sem annars tröllríði alls stað-
ar.
Og því er ekki að neita, andrúms-
loftið er afslappaðra fyrir vikið.
Hvinur expressovélarinnar er eina
hljóðið sem rýfur þögnina, fyrir utan
lágvært skvaldur gestanna.
Kaffið framleiðslu-
leyndarmál
Og þetta kröftuga kaffi og ljóm-
andi súkkulaði er framleiðsluleynd-
armál, og hefur verið í 30 ár.
„Það fær enginn að vita hvemig
við gerum þetta, ekki einu sinni
stúlkumar sem hafa unnið hjá okk-
ur. Við emm mikið spurö en ekkert
verður um svör,“ segir Guðný og
hlær.
Enda em leyndardómar og vin-
sældir kaffihússins fólgnir í því. Ex-
presso, cappucino, caffe latte, rizt-
ritto eða súkkulaði - allt þeirra að-
ferðir.
Gott að ræða málin hér
í einu homi Mokka sitja þrír sett-
legir herrar sem virðast í djúpum
samræðum. Blaðamaður leyfir sér
þó að ónáða aðeins.
„Okkur fmnst óskaplega þægilegt
að skreppa hingaö og fá okkur
cappucino," segja þeir Reinhold
Kristjánsson og Benedikt Guðbjarts-
son, báðir lögfræðingar. „Við vinn-
um héma rétt hjá og bregðum okkur
oft á Mokka ef við þurfum að ræða
alvarleg mál við menn. Andrúmsloft-
ið er einstakt og kaffið sömuleiöis.
Við komum hér einu sinni til tvisvar
í viku og þá alltaf um tíuleytið á
morgnana. Það fer vel saman að
ræða máhn og fá sér kaffisopa, þann-
ig nýtum við tímann vel.“
Margir gestir Mokka-kaffis hafa
komið reglulega allt frá opnun eða í
heil 30 ár. Einn þeirra er.Hafsteinn
Vestmann hstmálari.
„Hér drakk ég meira að segja mitt
fyrsta kaffi," segir hann. „Hingað er
svo gott að koma - viðmótið gott,
kaffiö og andrúmsloftiö. Maður hittir
fólk, les blöðin og hefur það nota-
legt. Þetta hefur bara verið fastur
punktur í mínu lífi. Staðurinn hefur
ekkert breyst frá því ég kom héma
fyrst. Það er notalegt. Eg bý hérna í
hverfmu en þótt ég hafi búið annars
staöar og langt frá í bænum þá hefur
maður alltaf séð sér fært aö líta inn
á Mokka."
Gera sér langa
ferð á Mokka
Á tali við Hafstein er Sigurður
Þórir, hka myndlistarmaður.
„Ég fór að að koma hingað 17-18
ára, þá í landsprófi. Síðan hef ég
komið á Mokka. Jafnvel þótt ég hafi
búið í Hraunbæ á þessu tímabih þá
lét maður það ekki á sig fá og barðist
um í snjóhörku til að komast hingað
og hitta almennilegt fólk,“ segir Sig-
urður. „Svo þegar ég er á ferðinni í
einhveijum útréttingum þá lít ég nú
ahtaf inn.“
Jörmundur Ingi Reykjavíkurgoði
segist koma einu sinni til tvisvar á
dag á Mokka.
„Yfirbragðið á staðnum er svo
þægilegt. En aðalkosturinn finnst
mér vera að hér hefur aldrei verið
útvarp. Hér kemur svo breiöur hóp-
ur fólks, það er líka góður kostur.
Hingað kem ég eins og aðrir tíl að fá
fínt kaffi, kíkja í blöðin og hitta fólk,“
segir Jörmundur.
I gestabókina góðu hefur Sigurður
Sigurðsson, íþróttafréttamaður út-
varpsins, ritaö:
„Hingaö ætti knattspyrnuiandsliðið
að koma fyrir næsta leik
þá yrðu úrslitin kannski -
já áreiðanlega önnuren venjulega. “
En eftirfarandi vísa á líklega best við
Mokka og gesti:
„Með yndisþokka þjónin lokka
í húsakynni björt og hlý.
Inn í Mokka mun ég skokka
efmig langar sopa í. “
Það var ritað J.Þ. undir en því miður
voru eigendumir ekki alveg vissir
hver átti þá stafí, en engu að síður
er vísan góð.
En hvemig kom það th að farið var
að heha upp á expresso kaffi - þetta
kaffi sem menn koma langar leiðir
th að renna niður innan um líf og
hst á Mokka? Þetta kaffi sem orðið
er eitt aðalmerki ítalskrar menning-
ar. Fyrir tæpum 30 árum var sagan
riijuð upp svona í Tímanum:
„Um síðustu aldamót geröist sá at-
burður á Norður-ítahu sem olh því
að ítalir tóku algjörlega forystuna í
kaffigerð, maður að nafni Luigi Bezz-
era gerði sér nýstárlega „kaffi-
könnu“. Það er að segja vél sem átti
að ná öllum „kraftinum" úr kaffi-
baununum. Þessar thraunir tókust
svo afbragðsvel að drykkurinn, sem
hlaut nafnið „Espresso caffe" á ít-
ölsku, varð brátt mjög eftirsóttur."
-RóG.