Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 12
12 ÍJOl. .&£ flUOAQílAOUAJ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Sækerinn Nám í iðjuþjálfun!!! Hefur þú áhuga á að læra iðjuþjálfun? Vilt þú vita meira um starf iðjuþjálfans áður en.þú tekur ákvörð- un? Ef svo er gefst þér tækifæri til að ráða þig tíma- bundið (6-12 mánuði) í vinnu sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Reykjalundi. Við viljum gjarnan ráða áhugasama manneskju til starfa frá 1. september 1988. Upplýsingar gefur yfiriðjuþjálfi, Ingibjörg Pétursdóttir. Reykjalundur sími 666200 Nú stendur aöalgriUtímlnn yfir. Algengast er að grilla eða glóðar- stetkja lqöt en það er mjög auðvelt að glóðarsteikja Qsk. Glóðarsteikt karfaöök eru sérlega góð. Við byrj- um á því að laga kryddlög: 1 dl matarolía '/»dl vatn % dl sítrónusafi '/ msk. salt V: msk. grófmalaður, svartur pipar 'h dl öntsaxað dill Hræriö þessu öllu vel saman. Beinhreinsið 6 karfaflök, hvert um 200 g, haldið roöinu. Látið flökin liggja í leginum í klukkutíma. Á raeðan beðið er má laga krydd- smjöriö. 50 g smjör (mjúkt) 2 msk. flntsaxað dill 'A tsk. svartur pipar salt eftir smekk 1 tsk. sítrónusafi. Þetta er allt hrært vel saman, Forma má smjörið á ýmsa vegu og láta það kólna inni í ísskáp. Karfaflökin eru nú glóðarsteikt. Roðiö er látið snúa upp í fyrstu en flökin eru glóðarsteikt í 4 mín. á hvorri hliö. Meö karfanum er haft kryddsmjörið, soðnar kartöflur og gott brauð. Gangi ykkur vel. Skyndibitinn vinnur á Nú er svo komið hér á landi að matur er svo dýr að erlendir ferða- menn stytta dvöl sína hér á landi þar sem þeir hafa ekki efni á að kaupa sér mat. Auðvitað hafa þessir ferða- menn ekki efni á að fara á veitinga- hús heldur kaupa þeir mat í verslun- um og snæða í almenningsgörðum og á torgum. Svo virðist sem æ fleiri Reykvíkingar séu að taka þennan sið upp. Margar matvöruverslanir eru nú famar að selja tilbúinn mat. Þá hafa sprottið upp í Reykjavík sölu- tumar sem selja alls konar skyndi- bita. Staðan er því sú að æ færri fara á veitingahús en þeim fjölgar stöðugt sem fá sér einhvers konar skyndi- bita. Auðvitað er þetta hálfgert hall- ærisástand en veitingareksturinn er svo skattpíndur að líklegast tíðkast ekkert svipað í hinum vestræna heimi. Ráðherrar fjármála á íslandi í dag vilja að erlendir ferðamenn og aðrir snæði bitann sinn á bekkjum og í tröppum, oft í rigningu og roki, frekar en inni á huggulegum veit- ingastööum. Hverjir vom að tala um að gera ísland að ferðamannalandi? Nýr Hvítáilax eða... Það hefur nokkrum sinnum verið fjallað um það hér á Sælkerasíðunni að menn geti ekki verið vissir um hvort þeir séu að kaupa „nýjan Hvít- árlax“ eða eldislax. Dæmi er um aö kaupmenn hér í Reykjavík hafi verið svo óforskammaðir að auglýsa Hvít- árlax en selja svo eldislax. Vitaskuld er hægt að fá ljómandi eldislax en staðreyndin er sú að það er mikill munur á eldislaxi úr kvíum og „villt- um“ laxi. Ef kaupmenn auglýsa Hvít- árlax á viðskiptavinurinn rétt á að fá nýjan Hvítárlax og ekkert annað. Sælkerasíðan vill gera það að til- lögu sinni að laxveiðibændur sjái til þess að þær verslanir sem selja Hvít- árlax og ekki annan lax verði merkt- ar sérstaklega með smáskilti. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Sæl- kerasíðan hefur aflað sér selja t.d. verslanirnar Nóatún ávallt nýjan Hvítárlax. Sælkerasíöan ráðleggur öllum þeim er kaupa lax að spyrja afgreiðslufólkið að því hvort laxinn sé ekki örugglega úr Hvítá. Stundum er Hvítárlaxinn ekki úr Hvítá. Spyrjið því afgreiðslufólkið hvaðan laxinn er. Verslanirnar Nóatún selja þó „ekta“ Hvítárlax. Sælkerinn Sigmar B. Hauksson VERSLUNIN IÐUFELL Opið frá 9-20 mánudaga til föstudaga, 10-19 laugardaga. Eitt ódýrasta kjötborð landsins VERSLUNIN IÐUFELL Iðufelli 14 EKKI láta steinkast ■■eyðileggja I lakkið jr ^újung- Einfalt! Sjálflímandi PVC borði er settur á fyrir ferðalagið og tekinn af þegar heim er komið. Útsölustaðir: i=fcfcf«1stöðvarnar Valgeir Valgeir Sigurðsson, athafnamaður í Lúxemborg, hefur undanfarin ár framleitt brennivín sem hann kallar Svarta dauöa. Þá framleiöir Valgeir einnig vodka og ferskjusnaps. í bí- gerð er að hefja framleiðslu á léttum drykk, svipuöum ferskjusnapsinum, úr perum. Þessir drykkir njóta nú víða vinsælda. Sem kunnugt er hefur á fullu Valgeir fengið alþjóðleg verðlaun fyrir framleiðslu sína. Áfengisteg- undir þær sem Valgeir framleiðir hafa ekki verið á boðstólum hér á landi, að vísu hefur verið hægt að fá Svarta dauðann í Fríhöfninni í Kefla- vík og þeir sem sækja veitingahús Ólafs Laufdals fá þar vodkann sem Valgeir framleiðir. Áfengisiönaður- Valgeir Sigurðsson. inn er sennilega einn sá harðasti, samkeppnin er gífurleg. Það er því ánægjulegt aö Valgeiri hefur tekist að komast inn á þennan mjög svo erfiða markað. Þess má geta að Svíum hefur tekist svo vel upp að þeir selja nú áfengi fyrir hærri upphæð en þeir kaupa áfengi fyrir. Framleiðla á áfengi er orkufrek því eru öll skilyrði til áfengisframleiðslu góð hér á landi. Ástandið í byggða- málum þjóöarinnar er nú um þessar mundir mjög bágborið, heilar sveitir eru að leggjast í auðn og mörg kaup- tún eru í hættu. Mætti í því sam- bandi nefna Hellu og Búðardal. Hvemig væri nú ef stjómvöld fengju Valgeir til að flytja fyrirtæki sitt til íslands og hefja framleiðsluna hér? Ekki veitir nú af að fá fleiri útflutn- ingsfyrirtæki í gang. Áfengistegund- imar, sem Valgeir framleiðir nú, yrðu þar með íslensk framleiðsla. Einnig myndi skapast möguleiki á að framleiöa áfengi hér á landi fyrir erlend stórfyrirtæki. ísland er vel í sveit sett, mitt á milli tveggja stórra markaða, Evrópu og Bandaríkjanna. Sem sagt, sveitarstjómar- og stjóm- málamenn „grípið nú gæsina" og hafið samband við Valgeir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.