Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Sænskt Kastljós Reykjavík, 18. júlí Kæri vin! Ég var aö gjóa augum á Sjón- varpiö seinnipartinn í gær en þá var varpað á skjáinn tónleikum sem fram fóru á Miklatúni. Þarna komu fram fremstu popprirar þjóö- arinnar að mér skildist og frömdu hávaða til heiðurs Nelson Mandela sem situr í steininum í Suöur- Afríku. Mér er til efs að poppararn- ir hafi hugmynd um hvers vegna Mandela þessi var settur inn á sín- um tíma, enda þykir það víst ekki fínt að tíunda ástæður þess að kall- inum var stungið í tukthús. Það er líka miklu hagstæðara að gera hann að píslarvotti og skammast út í stjórnvöld í Suður-Afríku en að rækta sinn eigin garð og styðja og styrkja góð málefni hér heima fyrir. En frekar hefði ég viljað að poppgoðin hefðu nú tekið sig til og haldið tónleika til ágóða fyrir Krísuvíkursamtökin í stað þess að troða uppá okkur innanhússvanda annarra þjóöa. En það var víöar spilað en á Miklatúni því fyrirbæri sem nefnist Reiðhöllin sá ástæðu til þess aö flytja inn afdankaða breska hljómsveit sem átti að skaffa periinga til ágóða fyrir reið- list í landinu. En fyrirtækið klikk- aði gjörsamlega vegna þess hve fáir lögðu á sig að hlusta á sveitina þótt reiðlistin sjálf væri í veði. Ef ég man rétt var hið opinbera látiö gefa fé í Reiðhöllina, þegar hún var reist, á þeim forsendum að hér væri um menningarhöli að ræða. Ætli Jóni Baldvin verði ekki send- ur reikningurinn fyrir tapið á Stat- us Kö, en mér er til efs að hann borgi jafnvel þótt hljómleikamir flokkist ekki undir landbúnaðar- mál. Af öðrum hávaða má nefna að ráðist var á lögreglumann við skyldustörf á dögunum og hann laminn. Ef þetta hefði skeð í Sví- þjóð má gera ráð fyrir að Sjón- varpiö hefði fjallað um málið og rætt við lögreglumanninn og móö- ur hans. Ástandið er nefnilega orð- ið svoleiðis að Sjónvárpið er hætt að gera fréttaskýringaþætti, Kast- ljós, en flytur inn Kastljós frá Svíum í staðinn vikulega. Eins og þú veist hefur Sjónvarpið tekið upp þann hátt að bjóöa verkefni út í æ ríkara mæli, en ég hélt að útboðið næði aðeins til aðila hér innan- -iands. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að vikuiega er nú sænskt Kastljós á skjánum. Þannig höfum við fengið að fylgjast með vanda- málum lögreglunnar í Svíaríki, skoðunum Svía á átökum ísraela og araba, svo eitthvað sé nefnt. Mér dettur stundum í hug hvort hér sé um einhver vöruskipti að ræða þar sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins hefur verið iðinn við að filma fyrir Svía. Nú er ég mjög hlynntur því að fá sem mestar og bestar fréttir frá Norðurlöndum, en væri ekki hægt að koma Hrafni í filmuvinnu fyrir Norðmenn og Dani líka svo Kastljósin kæmu víðar að en nú. Það er alltaf verið að ræða um Sjón- varpið og nú síðast er birt langt viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur í Nýju lífi þar sem hún er litlu blíð- ari á manninn en Ingvi Hrafn á sínum tíma þegar rætt er um yfir- stjórn Ríkisútvarpsins. Sigrún seg- Bréftílvinar Sæmundur Guövinsson ir að útvarpsstjóri hafi á sínum tíma boðið sér stöðu dagskrárstjóra en svikið það og síðan hafi hann boðiö sér stöðu fréttastjóra þegar hann var kominn með brottrekstr- arbréf Ingva Hrafns upp í ermina en svikið það líka. Ljótt er ef satt er, ég segi nú bara það. Og svo kom skuggi dagskrárstjórans fram á síðum Morgunblaðsins og úthúðaði formanni Starfsmannafélags Sjón- varpsins fyrir aö dirfast að hafa skoðun á því hvernig bæri að reka þessa stofnun. Mikið er langlund- argeð þitt, Matthias minn, aö birta annað eins og þetta í hinu virðulega Morgunblaði. En tjáningarfrelsið verður auðvitað að hafa sinn gang. Óneitanlega væri það nú skemmti- legt ef Sjónvarpið hefði kjark til þess að efna til umræðuþáttar þar sem almenningi gæfist kostur á aö fræðast um hvaða stefnu Sjón- varpið fylgir hvað varðar fréttir og aðra innlenda dagskrárgerð. Þetta er þó sameign allrar þjóðarinnar og því réttlætiskrafa að við fáum að fylgjast með því sem þar gerist á annan hátt en með lestri skam- margreina starfsmanna í blöðum og tímaritum. En það er svo sem víðar deilt. Til dæmis í ríkisstjórn- inni. Þó held ég að þar sé eitthvað að rofa til því bæði Þorsteinn og Steingrímur eru búnir að lýsa því yfir að það dugi ekki lengur að vera alltaf að hnotabítast. Og ef menn eru sammála um að hætta að rífast þá hljóta sættir að vera á næsta leiti og þá hefúr Þorsteinn ekki hvesst sig til einskis. Svo eru flokk- amir sennilega ekkert spenntir fyrir kosningum í bráð af ótta viö Kvennalistann og sennilega eru kellurnar líka dauöhræddar við kosningar nú af ótta við stórsigur. Svo má ég ekki gleyma að segja þér frá því að Valur KEA-stjóri lét til- leiðast að taka við Landsbankanum og létti þar með þungu fargi af þjóð- inni. Alltaf er nú gott til þess að vita að enn skuli finnast menn meöal vor sem eru reiðubúnir að leggja á sig illa launuð erfiðisstörf í þágu almannaheilla. Svo er bara að bíða og sjá hver verður talinn hæfur til þess að taka við KE A. Það minnir mig á að þegar Valur tók þar við stjóm af Jakobi Frímanns- syni þótti sumum Akureyringum það skítt að sækja þyrfti utan- bæjarmann til starfa. Frammá- maður á Akureyri færði þetta eitt sinn í tal við mig í ölæði og sagði aö ráðning Vals hefði ekki farið fram í stjórn KEA heldur á fundi í Frímúrarastúku bæjarins. Mér var svo sem sama en Valur hefur rekið KEA með miklum myndarskap og vafamál að innfæddum Eyfiröingi hefði tekist betur upp. Annars er allt með felldu hérlendis um þessar mundir nema hvað fréttir herma að annaö hvert vertshús í borginni sé að fara á hausinn vegna þess að aðsókn er með eindæmum dræm. Það ætti þó ekki að koma að sök þótt tuttugu hús færu yfir um því þaö er víst verið að innrétta álíka marga veitingastaði til viöbótar. Og nú er slegist um hverja kjallara- kompu því allir ætla að opna bjór- kjallara áður en bjórflóðið steypist yfir okkur næsta vor. Þaö er sjálf- sagt ekkert verra að gera út á bjór- inn en mink eða ref svo ekki sé minnst á laxinn sem á eftir að gera okkur öll að milljarðamæringum, allavega á pappírnum. Ég vonast eftir korti frá þér eftir að þú ert kominn í sólina á Ítalíu. Bestu kveðjur, Sæmundur ERÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 12 A Valur Arnþórsson tekur við staríibankastjóra við Lands- bankann. Hann kemur í stað 1: Jónasar Haralds X: HelgaBergs 2: Stefáns Hilmarssonar B Þettamerki,maðuraðsá,hefurveriðnotaðvíðar fN en hér á landi, þar á meðal hj á merku bandarísku [/bókaforlagi. Hér er það merki l - 1: Búnaðarfélags íslands \f \J X: Búnaðarbankans 2: SparisjóðsMýrasýslu F í slenskur kraftaj ötunn gekk undir nafninu ÚRSUS í Dan- mörku og víðar erlendis á stríðsárunum og næstu ár á eftir. Hans rétta nafn var 1: Gunnar Salómonsson X: Lárus Salómonsson 2: Helgi Salómonsson G Nýlega lenti farþegaþota á öðrum hreyflinum á Keflavíkur- flugvelli. Hún var af gerðinni 1: Douglas X: Boeing 2: Airbus C Þegarþúsérðþettamerkiþá ,i —___________ veistuaðveriöeraðtalaum W9 ÆmÆÆ/ 1: Heimilistæki •• y/ X: Tölvur 2: Mótorhjól D Búið er að draga í Evrópukeppni félagsliða. íA dróst á móti liðinu Ujpest Doza. „Þekki ekki haus né sporð á lið- inu,“ sagði Sigurður Lárusson hjá ÍA, en við vitum að það erfrá 1: Rúmeníu X: Búlgaríu 2: Ungveijalandi H Hverbýöurbónusreikning? 1: Alþýðubankinn X: Iðnaðarbankinn 2: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sendandi ___________________ Heimili E Örn Arnarson var þekkt og ástsælt skáld. En þetta var skáldaheiti og í raun hét skáldið 1: Magnús Sigurðsson X: Magnús Stefánsson 2: Magnús Ólafsson Rétt svar: A □ E □ B □ F □ C □ D □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svarseðlin- um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum og veit- um þrenn verðlaun, öll frá Póst- versluninni Primú í Hafnar- firði.Þaueru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó ogreiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasett, kr. 1.560,- 1 öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í tíundu getraun (var vitlaust merkt þriðja) reyndust vera: Helga Hermannsdóttir, Kirkju- stíg 9,580 Siglufirði (töskusett), Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, Barðaströnd 23,170 Seltjarnar- nesi (vasadiskó og reiknitölva), Páll Janus Traustason, Sigtúni 27,450 Patreksfirði (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lausn var: X-2-1-X-2-X- 1-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.