Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 22
22 AKUREYRI Blaðbera vantar á Ytri-Brekkuna sem fyrst. Uppl. á afgreiðslu DV á Akureyri í síma 25013. Kennarar athugið Við Laugaskóla í Dalasýslu eru lausar til umsóknar tvær kennarastöður. Kennslugreinar m.a. ísl. og erl. mál. Allar upplýsingar um stöðurnar veitir Guðríður Aadnegárd yfirkennari í síma 91-51459 eða 93-41363. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst. Laus staða Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði vð íslenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerð- ar sams konar kröfur um menntun og til lektors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og storf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 18. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 19. júlí 1988 Laus staða Laus er til umsóknar hálf staða lektors í hjúkrunar- fræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla Islands. Aðalkennslugrein er heilbrigðis- fræðsla. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir á sviði hjúkr- unarfræði, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík, fyrir 17. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 18. júlí 1988 BIREIÐAR TIL SÖLU Pontiac 6000 STE 1987. Ekinn 1800 km. Bíllinn er hlaðinn aukahlutum m.a. „anti-lock“ bremsum. Verð kr. 1.350.000. Litur blár. Oldsmobile Calais Supreme sedan árg. 1987. Blár. 4ra dyra, 6 cyl, rafmagn í rúðum og læsingum. Veltistýri, hraðastillir, tölvumælaborð, sóllúga, UXl útvarp. Ekinn 13000 km. Verð 1.180.000. Buick Century 4ra dyra sedan árg. 1985. Blár. Vökva- og veltistýri, rafm. rúður og læsingar. Hraða- stillir, „power bremsur“, útvarp og kassetta, ekinn 60 þús km. Verð kr. 850.000. Nissan Sunny 1988 rauður 4x4 ekinn 12000 km. Verð kr. 700.000. Uppl. í símum 91-40760. 985-25610. 985-24306. LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1988. Mountbatten lávarður á Stöð 2:_ Hannnáði að sameina Mountbatten lávarður var síðasti landstjóri Breta á Indlandi. Hann var sendur þangað árið 1947 um það leyti sem landið var að fá sjálfstæði sitt. Óeirðir voru miklar í landinu en Mountbatten, sem sjálfur var í vafa hvort hann ætti að taka starfið að sér, náði strax hylli og sameiningu þjóðarinnar. Um þetta {jallar mynda- flokkur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á miðvikudagskvöld. Myndaflokk- urinn, sem er breskur, er í sex þátt- um. Geysimikil vinna var lögð í þætt- ina þannig að þeir mættu sýna sem best raunverulega atburði. Leikarar voru valdir af mikilli kostgæfni og eru margir af þekktustu leikurum Breta í myndaflokknum. Fyrsti þáttur hefst árið 1947. Mountbatten var þá nýkominn heim til Bretlands eftir að hafa verið her- foringi í breska hemum í Suðáust- ur-Asíu. Breska stjórnin óskaði eftir að Mountbatten færi til Indlands sem landstjóri en sjálfur var hann í vafa. Reyndar var Winston Churchill ekki meðmæltur sjálfstæði Indlands á þessum tíma. Hvattur til fararinnar Þegar Mountbatten sagði frænda sínum, Georg sjötta, konungi Bret- lands, frá beiðni stjórnarinnar hvatti hann Mountbatten eindregið til að taka aö sér starfið. Georg sjötti, faðir Elísabetar drottningar, hafði tekið við krúnunni af bróður sínum Ját- varði, sem varð að segja af sér er hann kvæntist Wallis Simpson. Eiginkona Mountbattens, Edwina, var samþykk því að þau hjónin færu til Indlands en þau áttu eina stálpaða dóttur á þeim tíma. Þaö varð úr að fjölskyldan flutti til Indlands í mars 1947. Það var ekki bara vegna sjálf- stæðis Indlands sem Mountbatten tók að sér starfið. Miklar óeirðir voru miUi trúarhópa í landinu og kyrrð varð að komast á. Það var meðal annars verkéfni Mountbattens. 24. mars áriö 1947 var Mountbatten settur inn í embætti landstjóra með mikilli viöhöfn og glæsibrag. Athöfn- in fór fram í höll landstjórans í Delhi sem nú er bústaður forseta landsins og tákn þess að þama hafi verið bresk nýlenda. í hópi frægra leiðtoga Mountbatten eignaðist strax góða félaga sem vom Pandit Nehm, stjómmálaleiðtogi og faðir Indiru Gandhi, og hinn andlegi leiðtogi Ind- veija, Mahatma Gandhi. Mountbatt- en hafði mikil völd í landinu og not- aði það vald. 14. ágúst 1947 var sjálfstæði Ind- lands lýst yfir og fáni landsins, hvít- ur og grænn, dreginn að húni. Fólkið í landinu óskaði eftir að Mountbatten yrði gerður að ríkisstjóra landsins sem hann þáði. Stuttu síðar reið yfir önnur blóðsúthelhng meðal óeirðar- manna í landinu. Koma Gandhi til Kalkútta kom á friði um tíma en í Punjab-ríki héldu blóðsúthellingar áfram og tíu millj- ónir manna vom á flótta. Þegar óeirðirnar bárust til Delhi óskaði Nehra eftir hjálp frá Mountbatten. Meðan hann reyndi að koma á friði gekk kona hans í hjúkmnarstörf til að hjálpa særðum og hungmðum. Það varð síðan áfall öllum heimin- um er Gandhi, leiötogi þjóðarinnar, var myrtur. Indveijar voru djúpt særðir og snéru sér að friðarhugsun- um og íhugun. Meö því móti sýndu þeir hinum látna virðingu sína. Haldið heim Það var komið að kveðjustund fyrir Mountbatten og Edwinu. Þau héldu til Bretlands 21. júní 1948 með virðingu heillar þjóðar í farteskinu. Þau hjónin höfðu breytt lífi milfjóna manna með hugrekki sínu, viljastyrk og náinni samvinnu við indverska leiðtoga. Indverska þjóðin gleymdi þeim aldrei. Mountbatten lávarður var gerður að aömíráli breska flotans nokkrum ámm eftir heimkomuna. Hann lifði viðburðaríku lifi sem vel virtur yfir- stéttarmaður. Það var því mikið áfall Lávarður og lafði Mountbatten. Myndin var tekin árið 1947. fyrir Breta er hann var myrtur ásamt dóttursyni sínum áriö 1979. Hermd- arverkamenn úr írska lýðveldis- hemum komu fyrir sprengju í báti hans þar sem hann var á skemmti- ferð með bamabami sínu sem var arftaki titilsins. Gaf Agöthu Christie ráð í ævisögu Agöthu Christie segir hún frá því að einu sinni hafi hún fengið nafnlaust bréf þar sem stungið var upp á „plotti“ í eina sögu. Agatha Christie, sem alltaf hafði fundið upp „plottin" sín sjálf, leist svo vel á þessa uppástungu aö hún skrifaði sögu þar sem uppástungan var not- uð. Mörgum árum síðar hitti hún Mountbatten lávarð á veitingahúsi. Hann hvíslaði að henni: Gott að þú gast notað „plottið". Þannig komst Agatha Christie að því hver hafði sent henni bréfið því enginn gat vitað um þetta nema þau tvö. í þáttunum fer fjöldi góöra leikara með hlutverkin. Þeir hafa flestir hlotið frama sinn í leikverkum Sha- kespeares. Nicol Williamsson sem Mountbatten Með hlutverk Mountbattens í þáttunum fer leikarinn Nicol Will- iamson. Hann er virtur leikari í Bret- landi meðal annars fyrir leik sinn á sviði í Inadmissible Evidence árið 1966 og Hamlet árið 1970. Nicol þykir svipa nokkuð til Mountbattens í út- liti. Frægasta hlutverk Williamsons á sviði er Sherlock Holmes í The Seven Per Cent Solution. Williamson er Skoti. Hann lék í Inadmissiable Evidence, bíómynd sem gerð var af John Osbomes áriö 1967. í þessu verki lék hann ekki bara á sviöi í London og í bíómynd heldur einnig á Broadway þar sem hann hlaut Tony-verðlaunin árið 1966. Hann lék jöfnum höndum í kvikmyndum og á sviði. Má þar nefna myndir eins og The Bofors Gun, Laugther in the Dark, The Reckoning, aðalhlutverk fékk hann í Hamlet og í The Jemsalem File. Hann snéri aftur til Bretlánds á svið- ið árið 1973 til aö leika Macbeth, Twelfth Night og Corolanus. Hann hafði með höndum eins hlut- verks sýningu í Midwinter Spring áður en hann hélt til Broadway þar sem hann lék á móti stjörnunum George C. Scott og Julie Christie. Hann snéri sér aftur að kvikmynda- leik og lék í myndum eins og The Wilby Conspiracy, Robin and Mari- on, þar sem hann lék með Sean Connery og Audrey Hepburn, og fleiri myndum. Nick Wilhamson hlaut þann heiöur að setja upp eins manns sýningu í Hvíta húsinu. Fyrir sjónvarp lék hann aðalhlutverkið í Macbeth fyrir Shakespeare-þáttaröð sem BBC lét framleiða og lék í þáttaröð hjá CBS um Kristófer Kólumbus. Nicol Williamson leikur í nýrri Disney-mynd, Retum to Oz. Janet Suzman leikur lafðina Janet Suzman, sem leikur lafði Mountbatten, er ein af vinsælustu leikkonun Englands. Hún hefur eins og Williamson leikið í mörgum Shakespeare verkum. Hún nam við London Academy of Music and Dramatic Art og útskrifaðist þaöan árið 1962. Fimm mánuðum seinna var hún komin í Shakespeare-leik- húsiö þar sem hún lék La Pucella í Wars of the Roses. Þá lék hún Violu í Twelfth Night, Laviniu í Titus Andronicus, Ophehu í Hamlet, Por- tiu í The Merchant of Venice, Rosa- hnd í Loves Labours Lost og Kather- ine í Taming of the Shrew. Árið 1973 fékk hún hlutverk Kleópötru. Suzman færði sig um set yfir í West End og lék í Heho Goodbye í Kings Head leikhúsinu. Fyrir hlut- verk sitt í því leikriti hlaut hún Even- ing Standard verðlaunin. Hún hlaut þau aftur árið 1976 þegar .hún lék Masha í The Three Sisters. Þá lék hún í Hedda Gabler, The Good Wo- man of Setzuan, Boo Hoo og Duchess of Malfi og með Shakespeare-leik- húsinu í The Greeks. Janet Suzman hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda. Má þar nefna A Day in the Death of Joe Egg og Nic- holas and Alexandra. Hún var út- nefnd til óskarsverðlauna árið 1973. Þá lék hún í kvikmyndum eins og The Black Windmill, The Voyage of the Damned, The House on Garibaldi Street, Nijinský, Priest of Love og The Draughtman’s Contract. í sjónvarpi hefur hún leikið tals- vert fyrir BBC. t.d. Family Reunion, The Three Sisters, aöalhlutverkið í St. Joan, lafði Macbeth í Macbeth, Charlotte Bronte í Solo, Heddu Gabl- er og í Anthony og Cleopoatra. Fyrir ITV sjónvarpsstöðina hefur hún leik- ið Florence í Miss Nightingale og Violu í Twelfth Night. Þá hefur hún leikið f Clayhanger og fyrir CBS f Robin Hood. Hitti Indiru Gandhi Ian Richardson leikur Pandit Nehm. Hann var vissulega áhyggju- fullur yfir hlutverki sínu því sjálfur forsætisráðherra Breta, frú Thatc- her, sagði honum að gera hlutverk- inu góð skil og gera það vel. „Annars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.