Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Page 35
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. 47 Knattspyma unglinga 5. flokkur - C-riðill Haukar unnu Þór, Þ, H í góðum leik Leikur Hauka og Þórs, Þorlákshöfn, kom verulega á óvart hvað gæði varðar. Haukastrákarnir sigruðu, 2-1, og geta Þórsdrengirnir svo sann- arlega borið höfuðið hátt því þeir veittu Hafnarfjarðarliðinu harða keppni og að tapa með minnsta mun gegn toppliði C-riðils er vel af sér vik- ið. Þór teflir bara fram A-liði. Þór tók forystu þegar Teitur Guð- mundsson skoraði með fóstu skoti úti við stöng, algjörlega óverjandi. Þór hafði yfy, 1-0, í hálfleik og var jafnræði með liðunum. í síðari hálfleik jafnaði Grímar Jónsson fyrir Hauka og stuttu seinna náðu þeir að skora sigurmarkið þeg- ar Haraldur Sturluson fékk boltann óvaldaður fyrir framan markið og renndi snyrtiiega fram hjá mark- verði Þórs. Liðin sóttu stíft undir lokin-og meö smáheppni hefði leikurinn getað endað með jafntefli. Gott lið Hauka var skipað eftirtöld- um leikmönnum: Gunnar Guð- mundsson, Sigurþór Guðmundsson, Óöinn Rafnsson, Páfl Pálsson, Grím- ar Jónsson, Davíð Ólafsson, Harald- ur Öm Sturluson, Jón A. Kristjáns- son, Helgi Pálmason, Helgi Þórðar- son, Baldur Guðmundsson og Örvar Guðmundsson. Þjálfari: ' Valdimar Sveinbjömsson. Lið Þórs, Þ., sem kom verulega á óvart: Aðalsteinn Jóhannsson, Ágúst Grétarsson, Óskar Þórðarson, Karl Kristjánsson, Ottó Halldórsson, Sig- urbjörn Þórðarson, Teikur Guö- mundsson, Friðmar Bogason, Sig- urður Jónsson og Þorsteinn Jónsson. Þjálfari: Hólmar Sigþórsson. -HH Loksins birtist myndin af Reykjavikurmeisturum KR í 3. flokki kvenna. Stelpurnar stóðu sig afburðavel í mótinu og sigruðu í öllum sínum leikjum. í fremri röð frá vinstri: Jóhanna Bragadóttir, ísabella Markan, Dóra Fjölnisdóttir, Helga Anna Steinsen, Sara Smart, Brynja Steinsen, Kristín Loftsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Guðrún Norðfjörð, Anna Kristinsdóttir og Guðrún G. Stefánsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Ásta Jónsdóttir liðstjóri, Hildur Norðfjörð, Nanna Magnúsdóttir, Margrét Arnarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Margrét Grétarsdóttir, Snjólaug Birgisdóttir, Berglind Bergþórsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Hulda Þórisdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Hrund og Arna Steinsen þjálfari. DV-mynd HH 3. flokkur karla - A-riðill: Huginn Helgason skoraði tvö mörk gegn ÍK Týrarar frá Vestmannaeyjum léku sl. laugardag gegn ÍK á grasvellinum í Kópavogi. Vestmannaeyjaliðið varð að sigra til að missa ekki af mögu- leika á úrslitasæti. í sömu ferð léku þeir gegn Selfossi og sigruðu þá reyndar einnig, 5-0. Drengirnir sóttu því 4 stig í þessari ferð til megin- landsins. ÍK-strákarnir léku undan sterkum austanvindi fyrri hálfleik- inn sem var tiltölulega jafn. Það voru Týrarar sem tóku foryst- una með snyrtilegu marki Einars Gíslasonar. ÍK-strákamir voru ekk- ert á því að leggja árar í bát og náðu að jafna stuttu seinna með hörku- skoti Eiríks Gunnsteinssonar. Hug- inn Helgson, framherji Týrara, var í miklum ham í þessum leik og náði forystu, 2-1, með fóstu skoti. ÍK- drengirnir börðust vel og ætluðu greinilega að selja sig dýrt og upp- skáru fyrir vikið jöfnunarmark þeg- ar Svavar G. Svavarsson skoraði beint úr frísparki meö fóstu skoti í bláhorniö. í síðari hálfleik var á brattann að sækja fyrir ÍK því mótvindur var sterkur. Týr sótti mun meira og bætti við tveim mörkum þeirra Hugins Helgasonar og Hugins Egilssonar. Lokatölur uröu því 2-4, Tý í vil. Týr var betri aðilinn í þessum leik. En að öllum líkindum er þetta einn besti leikur ÍK í riðlinum. Lið Týs: Magnús Steindórsson, Þórð- ur Jóhannsson, Huginn Egilsson, Haraldur Bergvinsson, Ásgeir Hilm- arsson, Huginn Helgason, Sigurður Gylfason, Nökkvi Sverrisson, Einar Guðjónsson, Ingólfur Kristjánsson, Tómas Helgason og Einar Gíslason. Lið ÍK: Hörður Eggertsson, Magnús Björnsson, Svavar G. Svavarsson, Þorvaldur Einarsson, Hlífar Rúnars- son, Aðalsteinn Gunnlaugsson, Rúnar Höskuldsson, Ragnar Sverris- son, Pétur Aðalsteinsson, Eiríkur Gunnsteinsson, Snorri Bergþórsson, Frosti V. Össurarson, Haukur Gýlfa- son, Sævar M. Sævarsson, Guð- mundur Ómarsson og Jóhann Ólafs- son. -HH 4. flokkur - A-riðill: Týr V. sigraði Breiðblik, 2-0 Frá hinum bráðskemmtilega leik A-liða 5. flokks Hauka og Þórs frá Þorláks- höfn. Þórsarar sækja fast að marki Hauka. DV-mynd HH Það voru heldur betur sviptingar í leik Týrara í 4. fl. um síðustu helgi. Á laugardeginum töpuðu þeir stórt gegn Akranesi, eða 8-0, en daginn eftir sigruðu þeir Bhkana, 2-0, í hörkuleik á grasvellinum í Kópa- vogi. Staðan í hálfleik var 0-0. í síðari hálfleik komust Týrarar heldur betur í gang og maöur leiks- ins, Rútur Snorrason, skoraði bæði mörkin, hið seinna úr vítaspyrnu eftir að honum hafði verið brugðið í opnu færi. Drengurinn er einnig leik- maður með 3. flokki Týs og er greini- legt á öllu að hér er mikið efni á ferð- inni. -HH 30%-reglan í fámennum byggðarlögum getur oft verið erfitt að halda úti knatt- spymuliði. í þrem litlum byggðar- kjörnum á Suðurlandi datt mönn- um því það snjallræði í hug að senda sameiginlegt mfl.lið á ís- landsmótið. Nú bar svo við að að- eins einn leikmaður var valinn úr einu héraðanna. Þetta fannst sum- um heldur þunnur þrettándi, hér yröi skynsemin að ráða og gáfu þá skýringu að þar sem þeir borguðu 30% af kostnaði væri mjög eðlilegt að þeir fengju í það minnsta 3 leik- menn í liðið. Það virðist hafa orðið ofan á því allt er í góðu gengi og liðinu vegnar bara bærilega. Segið svo að kvótaskiptingin komi ekki að gagni víðar en í... -HH - Það sem kemur mér mest á óvart með þennan dreng er að hann skuli þó alltaf finna réttu leiöina inn í búningsklefa!!! Gústi „sweeper“: Umsjón Halldór Halldórsson Vegna flutnings hefur heimasíminn breyst og er 91-674237. Hafið samband sem hingað til. -HH Frá leik Víkings og Vals í 4. flokki. Vikingar í sókn. Einbeitingin leynir sér ekki hjá leikmönnum beggja liða og Benedikt Ófeigsson i marki Vals er greinilega til í allt. Leiknum iauk með sigri Víkings, 5-2. Vikingsdrengurinn lengst til vinstri er enginn annar en Helgi Sigurðsson sem skoraði 3 mörk í leiknum. DV-mynd HH 3. flokkur - B-rióill: IA-FH, 3-1 (2-1) Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi Leikurinn var oft á tíðum mjög skemmtilegur og voru Skagamenn allan tímann mun betri, þó var það FH sem tók forystu eftir 8 mín. þegar Hilmar skoraði beint úr hornspyrnu en FH lék undan vindi í fyrri hálf- leik. Síðan voru það tvíburabræð- urnir Arnar og Bjarki sem náðu for- ystunni fyrir Skagamenn fyrir hálf- leik en þá höfðu þeir meðal annars misnotað 3 dauðafæri. í síðari hálf- leik héldu Skagamenn uppteknum hætti og sóttu nær látlaust og fengu mörg tækifæri til að bæta við mörk- um. Það kom síðan í hlut Ágústs að skora þriðja mark Skagamanna. Þá skaut Þórður, markvörður Skaga- manna, fram hjá úr vítaspyrnu á síð- ustu mínútu. Drengjalandsliðið áNorðurlandamótið í Svíþjóó' Drengjalandshð íslands á NL U15 í Vesterás 1.7-8.7 1988 hefur verið valið og er skipað eftirtöldum drengj- um: Arnar B. Gunnlaugsson ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson ÍA Friðrik Ingi Þorsteinsson Fram Guðmundur Páll Gíslason Fram Gunnar Þór Pétursson Fylki Ásgeir Baldursson UBK Kjartan Páll Magnússon Stjörnunni Kristinn Ingi Lárusson Stjörnunni Lárus Orri Sigurðsson ÍA Nökkvi Sveinsson Tý Pétur Hafliði Marteinsson Fram Sigurður Fr. Gylfason Tý Sigurður Ómarsson KR Steingrímur Örn Eiðsson KS Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ægir Þormar Dagsson KA Þjálfari er Lárus Loftsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.