Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 2
Fréttir LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Megninu af 2,5 miUjarða skattahækkun náð í gegnum tekjuskattinn: Hækkun tekjuskatts leggst jafht á flesta launþega Þó ráöa megi af yfirlýsingum Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráö- herra aö meginþátturinn í nýrri skattheimtu ríkisstjórnarinnar felist i skatti á fjármagnstekjur gerir áætl- un fjármálaráðuneytisins ekki ráö fvrir aö þessi skattur gefi nema um 200 til 300 milljónir króna í tekjur til ríkissjóös. Þá standa enn eftir 2.2 til 2,3 milljarðar af þeirri fjárhæð sem ríkisstjórnin hefur samþvkkt að inn- heimta i nýjum skattaálögum. Ráö- gert er aö megnið af þeirri upphæö komi í ríkissjóð í gegnum hækkun á tekjuskatti einstaklinga. í fjármálaráöuneytinu voru lagöir skattur á ijármagnstekjur skilar litlu inn í ríkissjóð fram þrír kostir unt hugsanlega hækkun á tekjuskatti. í fyrsta lagi aö hækka skattprósentuna. í öðru lagi aö bæta viö nýju skattþrepi. í þriöja lagi aö leggja á sérstakan tekjuskattsauka sem yröi lagður á eftir á eins og eignarskattur. Þar sem riýtt skattþrep hefur það í för með sér aö hætt er við aö það komi mis- jafnlega niður á fjöiskyldum eftir því hvort þær hafa eina fyrirvinnu eða tvær hneigjast stjórnvöld nú aö því að nota hinar tvær aðferðirnar. Ráðgert er aö skattprósentan veröi hækkuö um 1,5 til 2 prósent, eða úr 35,2 prósentum i 36,7 til 37,2 prósent. Hvert prósentustig sem bætist við núgildandi kerfi gefur ríkissjóði um 700 milljónir í tekjur sé miðaö viö aö núverandi skattleysismörk haldi sér. Sé miðað viö að stjórnvöld hækki skattprósétuna um 2 prósent munu allir þeir sem eru fyrir ofan skatt- leysismörk greiöa 5,7 prósent hærri skatt en í dag. Hækkun skattprósent- unnar mun hins vegar hafa þaö í för meö sér aö skattbyrði þeirra sem hafa háar tekjur mun aukast lítillega umfram skattbyrði þeirra sem hafa lágar tekjur. Sé enn tekiö mið af 2 prósenta hækkun mun skattbyrði þess sem er meö 50 þúsund krónur á mánuöi aukast um 0,2 prósent, þess sem er meö 100 þúsund um 1 prósent og þess sem er með 150 þúsund á mánuði um 1,5 prósent. í stjórnarmyndunarviðræðunum var einnig rætt um hugsanlegan tekjuskattsauka. Hugmyndin er sú aö þessi skattur verði lagður á viö eftiráuppgjör á sama tíma og eignar- skattur er lagður á. Þessi hugmynd hefur ekki verið útfærö aö fullu en gert er ráö fyrir aö tekjuskattsauk- inn leggist á þá sem hafa 130 til 150 þúsund krónur á mánuöi eöa meira. Þaö fer eftir útfærslu á þessum tekju- skattsauka hversu miklar tekjur rík- issjóös verða af honum. Af öörum sköttum, sem rætt hefur veriö um, má nefna skatt á fjár- magnsstofnanir, sambærilegan þeim sem bankar greiöa. Slíkur skattur gæfi ríkissjóði ekki umtalsverðar tekjur. Einnig er gert ráö fyrir aö lög um sérstakt gjald á erlendar lántök- ur verði framlengd. Þar sem útflutn- ingsgreinamar yröu að öllum líkind- um undanþegnar þessu gjaldi er heldur ekki talið aö þaö skili miklu. -gse íslenskur heimsmethafi í nákvæmnisskotfimi: Sló tuttugu ára gamalt heims met í nákvæmnisskotfimi íslenskur nákvæmnisskotmaöur, Birgir Sæmundsson, búsettur í Þorlákshöfr), kom heim til íslands í síðustu viku með nýtt heimsmet í farteskinu. Setti hann það á dög- unum í svokallaðri Heavy Bench nákvæmnisskotfimi í Ohio. Skot- fimin byggðist á því aö skjóta 10 skotum í gegnum sama gatiö úr 182 metra fjarlægð. Geigunin mældist ekki nema .275 inch, sem er bestur mældur árangur í öllum heiminum í dag. Gamla heimsmetið var .298 inch, sett af Bandaríkjamanni, og er búið að standa í 20 ár. Þess má geta að þetta met hjá Birgi er engin tUviIjuit. Aö sögn þeirra sem til þekkja heíur hann oftsinnis sett óskráð heimsmet hér á landi. Á mótinu var keppt í flór- um styrkleikaflokkum og setti Birgir heimsmetið í erfiðasta flokki sem voru 5 sinnum 10 skot og þyngstu rifllar en hinir flokkarnir eru 5 sinnum 5 skot og léttari rifll- ar. Hann var eini íslendingurinn af 100 keppendum í þessum þyngd- arflokki. Birgir sagðist að vonum hæst- ánægður með árangurinn á mótinu sem Alþjóðasamtök nákvæmnis- skotmanna, IBS, stóðu fyrir. „Ég er búihn að stefiia aö þessum árangri markvisst í 2 til 3 ár en hef unnið að honura síðastliðin 12 ár. Allt sem þarf er eldmóður og þolin- mæði,“ sagöi Birgir. Birgir smíðaði riffilinn sinn sjálf- ur. „Riffillinn sem ég smíðaði gerði gæfumuninn. Það eru 1000 atriði sem þarf að huga að við byssusmíði og þar er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn. Byssusmiði er það sem ég er búinn aö vera að læra í bréfaskóla undanfarin 10 ár og notaði tækifærið í þessari keppnisferð og nældi mér í próf í byssusmíði." Birgir vann þrjú mót sem haldin voru hér á landi í sumar en þar kepptu yfirleitt 7 til 9 manns. Að sögn hans eru íslendingar mjög færir í þessari grein og eiga góða möguleika á frama í henni. Eins og stendur er eklú keppt í þessari grein á ólympíuleikunum er úr þvi verður að öllum líkindum bætt á ólympíuleikunum sem haldnir verða í Barcelona árið 1992. Þar verður þá loks von um að eign- ast okkar fyrsta ólympíumeistara en Birgir, sem er 33 ára vélstjóri að mennt, er ákveðinn í því að halda áfram í íþróttinni og gera enn betur. -GKr Birgir Sæmundsson heimsmeistari bendir okkur á gatið sem hann skaut 10 skotum í gegnum úr 182 metra fjarlægð. Málið er ekki aö hitta í miðjuna heldur aftur þar sem fyrst var skotið. Innfellda myndin er af skjalinu sem staöfestir heimsmetið. DV-mynd GVA Leiðsögumaðurinn fær góða dóma í Englandi: Talinn vera íslensk mynd - sýningum fer fækkandi hér á landi Kvikmyndin Leiðsögumaðurinn hefur nú verið sýnd víða um lönd og undantekningarlaust fengið góða dóma. í London hefur myndin verið sýnd í um það bil hálfan mánuö. Ensku blöðin hafa birt dóma um myndina þar sem hún er lofuð í há- stert. Segir t.d. í Daily Telegraph 22. september aö í myndinni megi sjá fersk og nýstárleg efnistök. Daily Mail segir fólki að það verði aö sjá Leiðsögumanninn enda sé um óvenjufallega og spennandi mynd aö ræða. Blaðið Today virðist hins vegar ekki alveg hafa áttaö sig á ætterni myndarinnar og er hún þar sögð vera frá íslandi - sjálfsagt vegna þess að Helgi Skúlason fer með eitt aðal- hlutverkið. Þar er frammistaöa leik- aranna lofuö mjög. Blöð eins og Sunday Mirror, The Sunday Times, The Sunday Express og The Guardian geta einnig mynd- arinnar. Þá skrifar hin virti kvik- myndagagnrýnandi, Philip French, lofsamlega grein í The Observer þar sem hann segir að myndin sé ekki fullkomin en annmarkar hennar séu aðeins minni háttar. Á heildina litið sé myndin einstakt framtak. Myndin er enn sýnd hér á landi en sýningum fer fækkandi. Að sögn Helga Skúlasonar er ætlunin aö fara aö sýna hana í Bandaríkjunum en viðtökurnar þar skipta miklu varö- andi fjárhagslegt gengi myndarinn- ar. -SMJ Slapp úr snjóflóði: „Hræðslan bjargaði mér“ „Allt í einu fór snjórinn af stað og ég hreifst með. Ég varð auðvitað log- andi hræddur og það bjargaöi mér. Maður fær margfaldan kraft þegar hræðslan grípur mann. Flóöið hélt áfram niöur hlíðina og fram af björg- um, 300 metra niður í sjó,“ sagði Guðmundur Sveinsson á Bakka í Borgarfirði eystra við DV. Guðmundur var í göngum ásamt um 10 mönnum. Óhappið varð á mánudag. Guðmundur slapp með mar á ökkla og gat lokið göngunum ásamt félögum sínum. Komu menn til bæja í fyrrakvöld. -hlh í dag verður dreginn út bónusvinn- ingurinn í ólympiuleik DV og vinn- ingurinn er ekki af verri endanum — helgarferð fyrir tvo i boði Flugieiða til New York. Á myndinni er eitt helsta einkenni New York, Frelsis- styttan, en þangað geta heppnir vinningshafar í leiknum okkar lagt leið sína þegar þeir heimsækja heimsborgina með Flugleiðum. ^Ólympíuleikur DV: í dag kemur í Ijóshverfertil New York Þegar dregið var í síðasta skipti úr innsendum íjörkum í ólympíuleik DV í samvinnu við Bylgjuna, Fjark- ann og Flugleiöir í beinni útsendingu á Bylgjunni í gær kom upp nafn 16 ára nema í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Rósu Daggar Jónsdóttur, Hraunljólum 18. Þegar Þorsteinn Ásgeirsson náði sambandi við Rósu og óskaði henni til hamingju sagðist hún ekki vera búin aö ákveða á hvorn staðinn hún ætlaði aö fara eða hverjum hún ætlaöi að bjóða með. í dag verður svo dregið. um hver hlýtur aöalvinninginn, sem er helg- arferð fyrir tvo til New York í boði Flugleiða, í beinni útsendingu á Bylgjunni á milli klukkan þrjú og fjögur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.