Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 8
8
HAL'GÁRbAGOR í. ORfÓBkR 1988.
Leikfimi
Nú er að hefjast hin vinsæla
þrek- og teygjuleikfimi fyrir alla
aldurshópa kvenna og karla í
Breiðagerðisskóla.
Uppl. í síma 46301 í dag og á
morgun.
Rósa Ólafsdóttir
íþróttakennari
BÍLASALA GARÐARS
Borgartúni 1, símar 19615 - 18085.
Nýlegir bílar úr söluskrá
Suburban Silverrado, árg. '84, 8
cyl., sjálfsk., vökvast., cruisecont-
rol, rafm., I rúðum, álf., ný 35" dekk,
ek. 65.000 m. Verö 350.000.
Suzuki Fox 413, langur, árg. '85,'
svartur, 5 gíra, ekinn 41.000. Verð
630.000, bein sala.
Ef bíllinn er á staönum
selst hann strax.
Þú færð hann
hjá Garöari.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202
BÍLAR
Til sölu notaðar bifreiðir
í eigu umboðsins
Benz 190 E '85, ekinn 82 þ. km.
Cerokee Pioneer, beinsk., 5 g. ek.
32 þ. km.
MMC Galant '87, ekinn 9 þ. km.
Toyota Tercel '83, ekinn 93 þ. km.
Range Rover '76, ekinn 130 þ. km. MMC Sapparo '82, ekinn 115 þ. km.
OPIÐ I DAG FRA 13-17
Toyota Twin Cam 16 '86, ekinn 56
þ. km.
MMC Pajero '87, ekinn 40 þ. km.
Fréttir_______________________________dv
Námskeið Hannesar Hólmsteins í félagsvísindadeild feUd niður:
Er samkennurum sínum
þakklátur fyrir fhlð
- óttast ekki komu Svavars í menntamálaráðherrastólinn
„Eg er mjög ánægöur meö aö vera
tekinn til starfa í félagsvísindadeild
og ég á ekki von á ööru en að mér
verði vel tekið. Ég mun kenna ýmis
námskeiö á þessum vetri en það hef-
ur hagað svo til aö á þessu misseri
mun ég einbeita mér að rannsókn-
um,“ sagði Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, lektor í stjórnmálafræði við
Háskóla íslands, sem þessa dagana
ætti, að öllu jöfnu, að vera að hefja
kennslu í tveim námskeiðum þar.
Þau hafa hins vegar verið felld niður
vegna ónógrar þátttöku.
í kennsluskrá var Hannes Hólm-
steinn skrifaður fyrir námskeiðinu
Frelsi, ríkisvald og lýðræði. Enginn
hefur verið skráður í þaö og nám-
skeiðið því fellt niður. Sömu sögu
má segja um námskeiðið Heimspeki
félagsvísindanna sem átti að vera í
umsjón Hannesar. Þrír höföu skráð
sig þar til náms en sá siöur er við
lýöi að fella niður námskeiö sem
færri en fimm skrá sig í. Því hefur
þetta námskeið einnig verið fellt nið-
ur. Það er þó ekki í fyrsta skipti og
væntanlega ekki það síðasta sem það
gerist í Háskólanum.
Hannes var þó síður en svo von-
svikinn yfir þessum tíðindum þegar
-blaðamaður DV bankaði upp á hjá
honum við Ægisíðuna. Sagðist nú
búa við fullkomið akademískt frelsi
og hafa nóg við tímann að gera. Hann
er nýkominn til landsins eftir aö
hafa dvalist um fjögurra mánaða
skeið erlendis. En hvaða skýringu
skyldi hann hafa á því að enginn
mætir í námskeiðin hans í félagsvís-
indadeild?
Auglýsingar misfórust
„Eg held að það hafi eitthvað mis-
farist auglýsingar um námskeiðin án
þess að það skipti neinu meginmáli.
Ég bað um að það yrðu auglýst með
mér námskeið en af einhveijum
ástæðum var það ekki gert. Það
skiptir þó engu máli - ég er viss um
aö það var. ekki vegna neinna
skemmdarverka heldur mannlegra
mistaka. Eg treysti samkennurum
mínum til aö gæta í hvívetna eðli-
legra starfs- og umgengnisreglna."
- En verður þú þá aögerðalaus í vet-
ur?
„Síður en svo. Ég hef tvö verk á
prjónunum. í fyrsta lagi er ég aö gefa
út í Bandaríkjunum tvö rit eftir Fred-
erich Hayek í ritsafni hans sem er í
22 bindum. Ég er aðstoðarritstjóri
alls ritsafnsins og sé um að gefa út
þessi tvö og þetta er ærið verk. í öðru
lagi er ég líka að vinna að bók á ís-
lensku sem heitir Fimm frumhugtök
stjórnmálanna. Og ég er samkennur-
um mínum í félagsvísindadeild ákaf-
lega þakklátur fyrir að hafa gefið
mér tóm til þess að einbeita mér að
samningu þessara rita með því að
leysa mig undan kennsluskyldu á
þessu misseri."
- En heldurðu að þú fáir frið svona
áfram?
„Ég er hræddur um að svo verði
ekki en á hinn bóginn hef ég ánægju
af kennslu og ég mun gegna þeirri
skyldu minni eins og ég get. Ég kenni
í vetur námskeiö í viðskiptadeild og
býö upp á valnámskeið í heimspeki-
deild sem er kennt þegar næg þátt-
taka er.“
Hannes hefur kennt í tvö ár í heim-
speki- og viðskiptadeild en hefur hins
vegar ekki kennt í félagsvísindadeild
áður. Hann lauk doktorsprófi 1985
og hóf störf í háskólanum í ársbyrjun
1986. Áður hafði hann hins vegar
kennt í Menntaskólanum í Reykjavík
í mörg ár.
- Hvernig verður samstarf þitt í
vetur við kennara og starfslið félags-
vísindadeildar?
„Ég á ekki von á öðru en aö það
verði gott. Ég hef engan áhuga á því
að troða illsakir við menn og ég ætla
ekki að erfa við þá þó þeir hafi orðið
reiðir í sumar og látið sér um munn
fara ógætileg orð. - Það er. eins og
gengur. Ég held að þaö fari best á
því að ég reyni að gegna embættis-
skyldum mínum af alúð. Ég held aö
hér séu svo mörg forvitnileg rann-
sóknarefni, bæði í íslenskum stjórn-
málum og almennum stjórnmála-
fræðum, að mér verði ekki vant
verkefna.“
- Stundum hefur verið gagnrýnt að
ekki skuli koma meira frá Háskól-
anum af vísindalegum rannsóknum.
Ætlar þú að sitja mikið við skríftir?
„Ég er nýbúinn að gefa út bók sem
heitir Markaðsöfl og miðstýring og
er hugsað hvort tveggja sem
kennslurit fyrir Háskóla íslands og
aðra framhaldsskóla og líka sem rit
um efnahagsmál og stjórnmál fyrir
leikmenn. Ég reyni í þessu riti að
skrifa eins auðskiljanlegan og læsi-
legan texta og hægt er því að ég tel
að Háskóli íslands eigi ekki einungis
að vera háskóli fyrir stúdenta sem
þar sitja í tíma heldur einnig fyrir
alla þjóðina. Hann á að vera vett-
vangur fyrir lifandi umræðu um þau
mál sem okkur varöar mest. Hann á
að taka þátt í því að ávaxta þjóðararf-
inn. Hann á að leggja rækt við þau
verðmæti sem hafa haldið þjóðinni
saman og gefið henni gildi og tilvist
í þau 1100 ár sem hún hefur verið
til. Ég reyni t.d. í þessari bók að nota
helstu nýmæli í vísindum okkar daga
til aö skilja betur og greina nákvæm-
ar íslenskan efnahags- og stjórn-
málaveruleika."
- EnefégvíkafturaðFélagsvísinda-
deildinni. Verður þú þar refur í
hænsnakofa?
„Ég held að það sé öllum til gagns
að fjölbreytni í skoðunum sé til í
Háskólanum. Ég held aö allir hljóti
að hafa gaman af rökræðum. Auðvit-
að verða þær að vera á forsendum
vísindanna sjálfra og menn verða að
lúta lágmarkskröfum um vísinda-
lega hæfni. Þeir þurfa að hafa tamið
sér eðlilegar reglur vísindanna. En í
mannvísindunum er miklu mikil-
vægara en annars staðar að tryggja
þessa fjölbreytni í skoðunum. I bók
minni, Markaðsöfl og miðstýring,
gagnrýni ég hiklaust ýmsa samkenn-
ara mína við Háskóla íslands þegar
mér finnst sem þeim hafi orðiö á eitt-
hvaö í vísindalegum rannsóknum,
verið með hæpnar fullyrðingar eða
þvíumlíkt. En það er ekki persónuleg
gagnrýni. Það er gagnrýni sem er til
þess ætluð að efla hér rökræðu og
þoka okkur nær einhveijum sann-
leika því að.til þess þurfum við á lif-
andi gagnrýni að halda."
- Er það eitthvað í heildarbyggingu
félagsvísinda?
„Það er alveg ljóst að ég ætla ekki
að breyta neinu í kennslu eða skoö-
unum þessara manna. Ég vona að
vísu að þeir hlusti á mig. Ég hyggst
hins vegar kenna sjálfur eftir eðlileg-
um vísindalegum reglum og ég
skammast mín ekkert fyrir að láta í
ljós mínar skoðanir en ég hyggst gera
það heiðarlega."
- Nú var stundum talað um þig sem
skjólstæðing Birgis ísleifs. Hvað
verður um þig þegar nýr maður er
kominn í embættið?
„Ég vona að þessi menntamálaráð-
herra verði sami skörungurinn í
starfi eins og Birgir ísleifur Gunn-
arsson og hann undirbúi embættisat-
hafnir sínar eins vandlega. Ég veit
það að Birgir ísleifur beitti veitinga-
valdi sínu ákaflega vandlega, hann
veitti ekki embætti eða stöður eftir
pólitískum skoðunum. T.d. veitti
hann Einari Laxness stöðu fram-
kvæmdastjóra menntamálaráðs en
hann er alþýðubandalagsmaður.
Hann veitti Sjöfn Sigurbjörnsdóttur
skólastjórastöðu en hún er alþýðu-
flokksmanhskja. Hann veitti mér
þessa lektorsstöðu en ég er flokks-
bundinn í Sjálfstæðisflokknum,
þannig að það var allur gangur á því.
Ég vona aö Svavar Gestsson fari
aö fordæmi Birgis ísleifs og ég hef
sjálfur ekki nema gott eitt af Svavari
að segja.“
-SMJ
Hannes Hólmsteinn Gissurarson