Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 10
10 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Breiðsíðan Amar Páll Hauksson, nýráðinn fréttamaður RÚV: Hent í hringidu stíómmálanna og nú eru erilsamir dagar að baki: „Ég get ekki neitað því að þetta hefur verið mjög annasamt tímabil," sagöi Arnar Páll Hauksson, nýráðinn fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, í samtali við Breiðsíðuna. Arnar Páll stökk beint inn í hringiðu stjórn- málanna er hqnn hóf störf hjá út- varpinu fyrir um mánuði síðan. Áö- ur hafði hann starfað um tíma hjá sjonvarpmu. „Þetta hafa verið erfiðir dagar fyrir okkur fréttamenn ekki síður en stjórnmálamennina. Við höfum unn- ið nánast allan sólarhringinn. Ég býst við að meira hafi verið aö gera hjá okkur hér hjá Ríkisútvarpinu en öðrum fjölmiðlum þar sem við vor- um með beinar útsendingar um leið og atburðirnir áttu sér stað. Á sjón- varpinu er unnið fyrir einn frétta- tíma en hjá útvarpinu eru þeir á klukkustundar fresti allan sólar- hringinn og jafnvel oftar," sagði Arn- ar Páll. Hann sagðist hafa orðið var við að fréttir útvarpsins af stjórnmála- Arnar Páll Hauksson (réttamaður beinir hér spjótum sínum að Jóni Baldvin á meðan leikar stóðu sem hæst. Við getum ímyndað okkur að þáverandi fjármálaráðherra, núverandi utanríkisráðherra hafi sagt: Þú spyrð... Ég svara: „No Comment." Þannig fara leikar stundum. DV-mynd GVA ástandinu hafi jafnvel komið á undan atburðarásinni sjálfri. „Það kom oft fyrir að stjómmálamennirnir sjálfir hringdu hingað á fréttastofu og spurðu hvað væri að gerast. Einnig frétti ég af því að þeir menn sem voru lokaðir inni á fundum hefðu hringt heim til sín og spurt hvað út- varpið hafi sagt í fréttum. Það er því alveg ljóst að útvarpið skipti mjög miklu máli í allri umræðunni," sagði Amar Páll. Hann starfaði áður á fréttastofu Bylgjunnar. „Ég var á Bylgjunni þeg- ar stjómarmyndunarviðræður voru í gangi fyrir einu og hálfu ári. Það var ólíkt því sem var núna,“ sagði Arnar Páll. Þegar hann hóf störf hjá sjónvarpinu í sumar var honum nán- ast kastað út í stjórnmálin á fyrsta degi og situr þar sem fastast nú þeg- ar hann er byrjaður á útvarpinu. Arnar Páll mun vinna á þinginu í vetur ásamt Atla Rúnari Halldórs- syni sem getið hefur sér gott orð sem þingfréttamaður. Arnar Páll viðurkenndi að frétta- stofa Ríkisútvarpsins fy'ndi ekki fyrir að hún væri í samkeppni við aðrar útvarpsstöðvar. „Það er frekar að við séum í samkeppni við sjónvarps- stöðvarnar og blöðin.“ sagði hann. „Ég hef orðið áþreifanlega var við að það er meira tekið eftir fréttum Ríkisútvarpsins en t.d. var á Bylgj- unni. Ríkisútvarpið byggir á traust- um og góðum grunni og fólk tekur mark á fréttum þess,“ sagði Arnar Páll Hauksson, 34 ára fréttamaður. Þess má geta að Arnar Páll byrjaði sinn fréttamannsferil á DV fyrir fimm árum og þá sem þingfréttamað- ur auðvitað . . . -ELA Tímaritiö People Weekly útnefnir á hveiju ári kynþokkafyllsta karlmann Ameríku. Fyrir stuttu var opinberað hver heföi hlotiö þennan eftirsóknarverða titil. Þaö reyndist vera John F. Kennedy yngri eða John John elns og flestir muna eftir honum sem syni fyrrum Bandaríkjafor- seta. John John er 28 ára garaall og ókvæntur. Sagan segir reynd- ar að hann hafi áhuga á Step- hanie, prinsessu af Monakó. Þegar Fergie var stödd í brúö- kaupsveislu fyrir stuttu tóku nokkrar konur hana afsíöis og spurðu hvemig litla prinsessan hefði það. Fergie svaraði snagg- aralega: „Hún Rauðhetta hefur þaö gott.“ Rauðhetta er nefnilega gælunafn sem Fergie hefur gefiö litlu dótturinni. Og þaö er vegna þess aö hún hefur erft rauöa háralitinn hennar móður sinnar... Poppgoðið David Bowie hefur fengið sitt draumahlutverk. Hann á að leika Frank Sinatra í nýrri kvikmynd. Það var Sinatra sjálfur sem benti á Bowie í hlut- verkið. Dóttir Sinatra, Tina, verð- ur einnig meö hlutverk i mynd- inni og sá gamli hefur allmikið að segja um leikstjómina. Meðal' annars setur hann þaö skilyrði aö stórt atriði í lok myndarinnar veröi gömul upptaka frá tónleik- um er hann var upp á sitt besta. Burt Reynolds og eiginkona hans, Loni Anderson, urðu foreldrar fyrir nokkrum dögum. Reyndar hafa ekki birst fréttir um að þau ættu von á barni enda kom það óvænt. Þau ættleiddu tveggja daga gamlan dreng. Þau hjónin hafa reynt mikið til aö eignast bam en ekki gengið. Þaö var því mikil lukka þegar þau fengu þann litla. Einu áhyggjur þeirra vora að móðirin myndi hætta viö áöur Þú ert 2000 krónum Þessar þrjár yngismeyjar hölluðu sér upp að hestaflutningakerru er aðrir í sveitinni ráku fé í réttir. Ljósmynd- ari DV rakst á' þær flissandi eins og unglingsstúlkum er tamt enda skemmtilegur aldur. Kannski voru þær bara að hvíla sig smástund. Við lítum aö minnsta kosti svo á og verðiaunum því eina þeirra fyrir dugnaöinn. Hún getur komið hingað á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11, og vitjaö peninga sinna. -ELA/ DV-mynd KAE en skrifað væri undir. Það er von aö leikarinn Sean Connery brosi. Hann var nýlega útnefndur heiðursdoktor við St. Andrews háskólann 1 Skotlandi. Leikarinn segist ánægður með útnefninguna en hann hafi kom- ist næst háskólanum á St. Andrews golfvellinum... Vanna White varð þekkt er hún sneri lukkuhjóli í amerísku sjón- varpi og sagði: „Góða nótt". Síðan varð hún heimsfræg er hún sást í nokkrar vikm- með goðinu Syl- vester Stallone. Þar á eftir sýndi hún sig nakta á síðum Playboy og vakti mikið umtal. Svo mikið var umtaliö að hún fékk kvik- myndatilboð. Brátt kemur hún því fyrir sjónir almennings sem gyöjan Venus í sjónvarpsmynd. Þaö getur verið svona einíalt að veröa frægur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.